Mokveiði vestast í Víkurálnum

Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey.
Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey. Ljósmynd/Brim

Það er mikið af þorski vestast í Víkurálnum og hefur víðar verið góð veiði ef marka má Eirík Jónsson, skipstjóra á ísfisktogaranum Akurey AK. Togarinn kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun með um 180 tonna afla.

„Við hófum veiðar í þessum túr á utanverðu Látragrunni og þaðan unnum við okkur norður með kantinum. Við fengum mokveiði af þorski á horninu vestast í Víkurálnum. Þetta var stór og góður fiskur, fjögurra til fimm kílóa, og með þorskinum fengum við dálítið af ýsu og ufsa,“ er haft eftir skipstjóranum á vef Brims.

„Við fórum síðan suður á Reykjanesgrunn en þar höfðu togarar verið í góðri ufsaveiði. Síðan vörðum við síðustu tæpu tveimur dögunum í Skerjadjúpinu. Þar fengum við ágætan djúpkarfaafla í síðustu tveimur birtingunum. Þá var túrinn búinn og það vantaði ekki nema nokkur kör upp á fullfermi,“ segir Eiríkur.

Akurey AK kom til hafnar í gærmorgun.
Akurey AK kom til hafnar í gærmorgun. Ljósmynd/Brim

Himinn og haf á milli

Heildarafli Akureyjar nam 6 þúsund tonnum á síðasta ári og kveðst Eiríkur ánægður með árangurinn. „Frátafir frá veiðum voru miklar. Við vorum um tíu daga frá vegna bilunar í stýri í upphafi ársins og svo bættust tveir mánuðir við á meðan verið var að setja niður þriðju togvinduna. Það er framkvæmd sem á eftir að borga sig.“

„Það er ekki bara í tregveiði sem tvö troll, sem veitt er í í einu, hafa sannað sig. Ég get nefnt karfaveiðar sem dæmi. Þar er himinn og haf á milli þess að nota eitt eða tvö troll samtímis. Fyrir þessa breytingu hefði mátt þakka fyrir fjögur til fimm tonn af djúpkarfa á dag en núna getum við tvöfaldað þann afla.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 153 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 208 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 153 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 208 kg

Skoða allar landanir »

Loka