„Ég lifði þetta af í kröppum dansi og fékk fótinn í bónus,“ segir Björgvin Hreinsson, 57 ára trillusjómaður á Vopnafirði.
Miðvikudagurinn 18. mars í fyrra reyndist örlagaríkur í lífi Björgvins. Þann dag var hann í hlutverki hafnsögumanns þegar flutningaskipið Samskip Hoffell sigldi frá Vopnafirði. Þegar skipið var komið á lóðsstöð úti á firðinum bjóst Björgvin til að fara um borð í björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson, eins og tíðkast þar um slóðir.
Þegar Björgvin var um það bil að koma sér um borð í Sveinbjörn Sveinsson „kom óvænt kvika við það“, eins og það er orðað í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. „Skipið féll hratt niður og seig aðeins frá SH en skall síðan utan í það. Við þetta varð hægri fótur hafnsögumannsins á milli skipanna með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði mjög illa,“ segir í skýrslunni. „Skipverjar á björgunarskipinu settu snarvöndul fyrir ofan áverkana á lærinu sem skipti sköpum til að lágmarka afleiðingar slyssins,“ segir þar ennfremur.
Björgvin lýsir atvikinu svo í samtali í Morgunblaðinnu í dag: „Það virtist allt vera eðlilegt en svo þegar ég er að stíga um borð í björgunarskipið kemur eitthvert ólag á það og ég bara náði ekki að forða mér. Þegar skipið kom til baka náði það í vinstri fótinn á mér. Með einhverju harðfylgi tókst mér að henda mér úr stiganum og yfir á björgunarskipið. Ég hékk svo utan á því þangað til ég heyrði að skipstjórinn gargaði á strákana að þeir yrðu að ná mér. Ég hélt að skipið væri að koma á mig aftur og varð hræddur en með hjálp skipverjanna tókst mér að sveifla mér aftur inn fyrir.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 5.2.25 | 585,36 kr/kg |
Þorskur, slægður | 5.2.25 | 793,60 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 5.2.25 | 356,87 kr/kg |
Ýsa, slægð | 5.2.25 | 401,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 5.2.25 | 313,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 5.2.25 | 360,02 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 5.2.25 | 426,50 kr/kg |
5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.223 kg |
Ýsa | 82 kg |
Samtals | 7.305 kg |
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 643 kg |
Hlýri | 283 kg |
Ýsa | 259 kg |
Steinbítur | 194 kg |
Karfi | 56 kg |
Ufsi | 17 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 1.468 kg |
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 10.434 kg |
Grásleppa | 798 kg |
Steinbítur | 390 kg |
Hlýri | 373 kg |
Keila | 17 kg |
Langa | 7 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 12.021 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 5.2.25 | 585,36 kr/kg |
Þorskur, slægður | 5.2.25 | 793,60 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 5.2.25 | 356,87 kr/kg |
Ýsa, slægð | 5.2.25 | 401,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 5.2.25 | 313,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 5.2.25 | 360,02 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 5.2.25 | 426,50 kr/kg |
5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.223 kg |
Ýsa | 82 kg |
Samtals | 7.305 kg |
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 643 kg |
Hlýri | 283 kg |
Ýsa | 259 kg |
Steinbítur | 194 kg |
Karfi | 56 kg |
Ufsi | 17 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 1.468 kg |
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 10.434 kg |
Grásleppa | 798 kg |
Steinbítur | 390 kg |
Hlýri | 373 kg |
Keila | 17 kg |
Langa | 7 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 12.021 kg |