Unnið að skráningu Síldarvinnslunnar á markað

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir farið sé í þá vegferð …
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir farið sé í þá vegferð að skrá Síldarvinnsluna á markað með það í huga að opna félagið fyrir fjárfestum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ákveðið hefur verið að skrá Síldarvinnsluna á íslenska hlutabréfamarkaðinn og er stefnt að því að það verði gert á fyrri helmingi þessa árs, að því er fram kemur í tilkynningu á vef fyrirtækisins. Þar segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, að markmiðið sé meðal annars að opna félagið fyrir fjárfestum.

Það er stjórn félagsins sem hefur tekið ákvörðun um að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins á aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans verið fengin til að hafa umsjón með verkefninu. LEX lögmannsstofa og endurskoðendafyrirtækið EY munu sjá um gerð áreiðanleikakannana.

„Þessi vegferð er farin með það í huga að efla félagið og opna Síldarvinnsluna fyrir fjárfestum,“ segir Gunnþór. „Með skráningu félagsins á markað fjölgar tækifærum fjárfesta til að koma að sjávarútvegi.“

Síldarvinnslan er fyrirferðamikið fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi.
Síldarvinnslan er fyrirferðamikið fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Öflugt fyrirtæki

Í tilkynningunni er Síldarvinnslan sögð eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, en fyrirtækið er stærsti framleiðandi uppsjávarafurða á Íslandi. „Fjárfestingar síðustu ára hafa miðað að því að styrkja félagið í bolfiskheimildum og fjölga þannig tekjustoðum félagsins.“

Þá segir að markvisst hafi verið ráðist í fjárfestingar í skipum og vinnslum til þess að auka gæði, nýtingu og verðmæti sjávarafurða auk þess að draga úr kolefnisspori við veiðar og vinnslu.

Fyrirtækið er í dag með um 360 starfsmenn og hefur höfuðstöðvar í Neskaupstað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,64 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Siggi Bessa SF 97 Lína
Þorskur 10.922 kg
Ýsa 1.211 kg
Keila 50 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 12.203 kg
22.11.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 3.175 kg
Ýsa 1.669 kg
Karfi 5 kg
Samtals 4.849 kg
22.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.107 kg
Langa 2.720 kg
Ýsa 1.100 kg
Samtals 7.927 kg
22.11.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 18.300 kg
Grálúða 13.585 kg
Samtals 31.885 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,64 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Siggi Bessa SF 97 Lína
Þorskur 10.922 kg
Ýsa 1.211 kg
Keila 50 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 12.203 kg
22.11.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 3.175 kg
Ýsa 1.669 kg
Karfi 5 kg
Samtals 4.849 kg
22.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.107 kg
Langa 2.720 kg
Ýsa 1.100 kg
Samtals 7.927 kg
22.11.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 18.300 kg
Grálúða 13.585 kg
Samtals 31.885 kg

Skoða allar landanir »