Þrír Íslendingar kunna að verða ákærðir í Namibíu

Þrjú félög Samherja í Namibíu kunna að verða ákærð þar …
Þrjú félög Samherja í Namibíu kunna að verða ákærð þar í landi ásamt stjórnendum og starfsmönnum, þrír þeirra eru Íslendingar. mbl.is/Sigurður Bogi

Saksóknari í Fishrot-málinu tilkynnti í dag að hann hyggst leggja fram ákæru gegn þremur félögum sem tengjast Samherja. Vegna ákvæða laga þar í landi verða stjórnendur umræddra fyrirtækja einnig ákærðir og eru meðal þeirra þrír íslenskir ríkisborgarar.

Í málinu hafa nú þegar á þriðja tug Namibíumanna stöðu sakbornings, en við fyrirtöku málsins fyrir namibískum dómstólum í Windhoek í morgun lýsti saksóknari fyrirætlanir sínar um að leggja fram fleiri ákærur í fjárglæpamálinu.

Fram kemur í Namibian að fyrirhugaðar ákærur gegn þremur félögum sem tengjast Samherja og stjórnendum þeirra eru í alls 14 liðum og er á meðal þeirra ásakanir um fjársvik, peningaþvætti og spillingu.

Varist af fullum krafti

„Fyrirhuguð ákæra kemur ekki á óvart í ljósi þeirra ásakana sem saksóknarar í Namibíu hafa áður sett fram og byggja meira og minna allar á staðhæfingum Jóhannesar Stefánssonar sem stýrði útgerðinni í Namibíu en var sagt upp störfum sumarið 2016,“ segir Samherji í færslu á vef fyrirtækisins.

Þar segir að „útgerð namibískra félaga sem tengjast Samherja var lögð niður í lok árs 2019 og unnið er að því að slíta félögunum endanlega. Ásakanir á hendur umræddum fyrirtækjum og einstaklingum á þeirra vegum eiga ekki við rök að styðjast nú frekar en fyrr. Framhald þessa máls verður á næstu mánuðum. Ef ákæra verður gefin út á hendur áðurnefndum fyrirtækjum gefst Samherja þá fyrst kostur á að koma fram vörnum sínum en slíkri ákæru verður varist af fullum krafti.“

Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV, tilkynnti á Twitter í dag að þrír íslenskir starfsmenn og stjórnendur Samherja hefðu verið ákærðir vegna málsins. Samherji upplýsir í samskiptum við 200 mílur að hið rétta sé að engar ákærur hafa verið lagðar fram, en eins og fyrr segir tilkynnti saksóknari þar ytra um áform sín um ákærur í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »