„Hrognafyllingin enn ekki næg fyrir Japanina“

Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.
Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Íslensku uppsjávarskipin liggja enn við bryggju og hafa ekki hafið loðnuveiðar sínar. Þau bíða þess að hrognafylling loðnunnar verði nægilega mikil fyrir japanska kaupendur, en þeir sækja sérstaklega í hrognin, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Á meðan er fjöldi norskra skipa rétt undan Austfjörðum að veiða loðnu og hófst loðnuvinnsla á ný eftir tæplega þriggja ára hlé í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á laugardagsmorgun er norska uppsjávarskipið Fiskebas landaði 310 tonnum og stuttu síðar Slaatterøy rúmum 100 tonnum. Í gærkvöldi kom síðan Sjøbris með 360 tonn.

„Þetta fer vel af stað og það er gott og gaman að finna loðnulyktina á ný. Hún er fersk og góð. Þetta er ágæt loðna en hún er ekki mjög stór og hrognafyllingin er enn ekki nægjanleg fyrir Japanina. Hér eru þrír Japanir sem fylgjast grannt með. Loðnunni fylgir ávallt ákveðin stemmning og það er gaman að upplifa hana á ný,“ segir Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.11.24 576,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.11.24 507,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.11.24 335,58 kr/kg
Ýsa, slægð 8.11.24 231,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.11.24 186,62 kr/kg
Ufsi, slægður 8.11.24 247,32 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 8.11.24 247,18 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 7.014 kg
Þorskur 3.517 kg
Langa 108 kg
Steinbítur 89 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 10.735 kg
8.11.24 Kristinn HU 812 Línutrekt
Þorskur 4.263 kg
Ýsa 3.557 kg
Hlýri 46 kg
Steinbítur 7 kg
Karfi 1 kg
Samtals 7.874 kg
8.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 216 kg
Steinbítur 35 kg
Ýsa 19 kg
Langa 1 kg
Samtals 271 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.11.24 576,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.11.24 507,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.11.24 335,58 kr/kg
Ýsa, slægð 8.11.24 231,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.11.24 186,62 kr/kg
Ufsi, slægður 8.11.24 247,32 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 8.11.24 247,18 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 7.014 kg
Þorskur 3.517 kg
Langa 108 kg
Steinbítur 89 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 10.735 kg
8.11.24 Kristinn HU 812 Línutrekt
Þorskur 4.263 kg
Ýsa 3.557 kg
Hlýri 46 kg
Steinbítur 7 kg
Karfi 1 kg
Samtals 7.874 kg
8.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 216 kg
Steinbítur 35 kg
Ýsa 19 kg
Langa 1 kg
Samtals 271 kg

Skoða allar landanir »