Mikilvægt að verja fisk gegn fugladriti

Matvælastofnun segir of algengt að kör hlaðin fiski standi óvarin. …
Matvælastofnun segir of algengt að kör hlaðin fiski standi óvarin. Þannig getur fiskur sem ætlaður er til manneldis mengast. Ljósmynd/Matvælastofnun

Mikilvægt er að koma í veg fyrir að fiskur verði fyrir utanaðkomandi mengun eins og fugladriti þegar afli er landaður, er meðal þess er segir í tilkynningu á vef Matvælastofnunar (MAST). Telur stofnunin að það sé „of algengt að fugl komist óhindraður í óvarinn afla í fiskörum á bryggjum landsins.“ Til þess að koma í veg fyrir mengun er krafist að kör séu lokuð og að flutningur fari fram í lokuðum ökutækjum.

Jafnframt telur MAST ástæðu til að minna á að fiskur sem af slysni fellur úr kari á bryggjuna er ekki hæfur til manneldis.

Þá segir að löndun á fiski sé umfangsmikil yfir sumartímann þar sem strandveiðar eru stundaðar um allt land. Því sé „brýnt að tryggja viðeigandi hreinlæti og kælingu frá veiði og þar til fiskurinn fer á borð neytenda.“

Óhrein kör

Fram kemur að eftirlitsmenn MAST hafa orðið varir við óhrein fiskikör auk þess sem stofnuninni berast reglulega kvartanir frá sjómönnum og fiskkaupendum um óhrein og skemmd löndunarkör. Bent er á að kör sem notuð eru undir matvæli þurfa að vera hrein og er það eingöngu tryggt með hreinsun eftir hverja notkun.

Einnig er sagt „óæskilegt“ að nota fiskikör fyrir annað en matvæli, séu kör notuð undir annað þarf að merkja þau sérstaklega og ekki nota aftur fyrir matvæli.

„Matvælastofnun mun fylgjast áfram með ástandi kara og hvetur þá sem leggja kör fram til löndunar að minnast þess að körin eru ílát undir matvæli,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 634,92 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 439,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 492,60 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 252,35 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 295,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 395,39 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 914 kg
Ufsi 44 kg
Grásleppa 31 kg
Skarkoli 20 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 5 kg
Samtals 1.026 kg
7.2.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.432 kg
Samtals 1.432 kg
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 541 kg
Steinbítur 201 kg
Ýsa 77 kg
Þorskur 73 kg
Sandkoli 66 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 976 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 634,92 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 439,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 492,60 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 252,35 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 295,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 395,39 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 914 kg
Ufsi 44 kg
Grásleppa 31 kg
Skarkoli 20 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 5 kg
Samtals 1.026 kg
7.2.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.432 kg
Samtals 1.432 kg
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 541 kg
Steinbítur 201 kg
Ýsa 77 kg
Þorskur 73 kg
Sandkoli 66 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 976 kg

Skoða allar landanir »