Björgólfur Jóhannsson lætur af störfum sem forstjóri Samherja hf., en því starfi hefur hann gegnt einn frá nóvember 2019 og samhliða Þorsteini Má Baldvinssyni frá mars 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. Við breytinguna verður Þorsteinn Már eini forstjóri fyrirtækisns á ný.
Björgólfur tók til starfa sem forstjóri félagsins í kjölfar ásakana á hendur Samherja um mútugreiðslur í skiptum fyrir kvóta í Namibíu auk ásakana um peningaþvætti og aðra fjárglæpi.
„Þær ásakanir sem hafðar hafa verið uppi á hendur Samherja eru nú komnar í farveg fyrir dómstólum. Þar gefst loks tækifæri til hreinsa nöfn þeirra sem ranglega eru sakaðir, ekki með brotakenndum frásögnum í fjölmiðlum, heldur með kerfisbundnum, réttum og lögmætum hætti. Þannig hefur norski saksóknarinn nú komist að þeirri niðurstöðu að ásakanir um peningaþvætti eigi ekki við rök að styðjast og ekkert refsivert hafi átt sér stað í viðskiptum DNB bankans og Samherja og ákveðið að fella málið niður,“ segir í tilkynningunni.
Björgólfur mun þó ekki kveðja Samherja að fullu og hefur stjórn félagsins kjörið hann í embætti formanns hlítingarnefndar fyrirtækisins, en sú nefnd hefur yfirumsjón með regluvörslu og stjórnarháttum innan samstæðu Samherja. Mun Björgólfur stjórna skráningu og formlegri innleiðingu slíkra reglna ásamt öðrum ráðgjafastörfum fyrir Samherja eftir því sem tilefni verður til.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.2.25 | 634,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.2.25 | 439,80 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.2.25 | 492,72 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.2.25 | 425,42 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.2.25 | 252,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.2.25 | 295,91 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.2.25 | 395,39 kr/kg |
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 541 kg |
Steinbítur | 201 kg |
Ýsa | 77 kg |
Þorskur | 73 kg |
Sandkoli | 66 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Samtals | 976 kg |
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.017 kg |
Skarkoli | 90 kg |
Steinbítur | 63 kg |
Grásleppa | 7 kg |
Þykkvalúra | 7 kg |
Samtals | 1.184 kg |
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 3.370 kg |
Ýsa | 84 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Samtals | 3.461 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.2.25 | 634,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.2.25 | 439,80 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.2.25 | 492,72 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.2.25 | 425,42 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.2.25 | 252,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.2.25 | 295,91 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.2.25 | 395,39 kr/kg |
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 541 kg |
Steinbítur | 201 kg |
Ýsa | 77 kg |
Þorskur | 73 kg |
Sandkoli | 66 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Samtals | 976 kg |
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.017 kg |
Skarkoli | 90 kg |
Steinbítur | 63 kg |
Grásleppa | 7 kg |
Þykkvalúra | 7 kg |
Samtals | 1.184 kg |
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 3.370 kg |
Ýsa | 84 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Samtals | 3.461 kg |