„Meira um brot en við hefðum viljað sjá“

Elín B. Ragnasdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu.
Elín B. Ragnasdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu. mbl.is/Árni Sæberg

Augljóst þykir að verkefni Fiskistofu eru töluverð áskorun enda hafsvæðið umhverfis Ísland stórt, auk þess sem 60 hafnarvogir eru víðsvegar um landið og um 1.300 skip og bátar eru með aflamark og sambærilegur fjöldi með sérveiðileyfi. Drónar þykja því tilvalið tæki til stuðnings veiðieftirlitinu en notkun þeirra er háð skilyrðum. „Fiskistofu ber að hafa eftirlit með framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og fleiri laga,“ segir Elín B. Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu, og hún segir að stofnuninni beri þar af leiðandi lagaleg skylda til þess að finna leiðir sem gera veiðieftirlitinu kleift að ná sem mestum árangri. Hún telur framtíð eftirlitsins liggja í rafrænu eftirliti þar sem greining gagna, myndavélar og drónar skipa aukin sess.

Fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Fiskistofu árið 2019 að eftirlit stofnunarinnar væri ófullnægjandi og að eftirlitið þyrfti að vera skilvirkt, gagnsætt og hafa tilætluð fælingar- og varnaðaráhrif. Fiskistofa hefur metið það svo að notkun nýrrar tækni sé leið til að koma til móts við þær athugasemdir sem gerðar hafa verið við starfsemi stofnunarinnar og hefur stofnunin fengið öll þau leyfi sem drónaeftirlit krefst.

Framlenging á augum eftirlitsmanns

Drónaverkefnið hefur átt sér nokkurn aðdraganda og hefur Fiskistofa meðal annars átt í samskiptum við Persónuvernd til að ganga úr skugga um að drónaeftirlitið uppfylli skilyrði laga. „Við leituðum til Persónuverndar með þessar hugmyndir og hvernig við vildum framkvæma þetta. Í svari frá Persónuvernd gera þeir ekki athugasemd við vinnslu persónuupplýsinga með þeim hætti sem við lýstum í okkar erindi, en útiloka ekki að taka málið til frekari skoðunar ef tilefni er til,“ segir Elín.

„Við lítum svo á að þetta sé framlenging á augum eftirlitsmanns. Drónanum er stjórnað af eftirlitsmanni, það er ekki upptaka í gangi,“ útskýrir hún og vísar til þess að eftirlitsmenn horfa aðeins á beint streymi frá myndavél drónans. „Þeir fljúga yfir og verði þeir þess áskynja að brot sé í gangi hefja þeir upptöku. Öllum gögnum sem ekki sýna brot er eytt og eru aldrei vistuð. En ef um er að ræða brot þá fer það til meðferðar hér innanhúss hjá okkur og er efni sem því tengist vistað eftir ákveðnum reglum og gilda um það ákveðnar eyðingarreglur líka. Við viljum ekki meina að þetta sé rafræn vöktun þar sem þetta er ekki stöðug vöktun.

Við höfum til þessa verið með eftirlit í gegnum sjónauka og myndatökur í gegnum sjónauka í einhverjum tilvikum. Það má eiginlega segja að við séum búin að setja sjónaukann á loft og lítum á þetta sem framlengingu á augum eftirlitsmanns.“

Þegar orðið varir við brot

Eftirlitsmenn á vegum Fiskistofu fengu þjálfun síðastliðið haust í notkun drónanna og hafa tækin verið í notkun frá því um miðjan janúar. Umfram umrædda þjálfun þurfa veiðieftirlitsmenn ekki sérstök réttindi til að nota drónana, segir Elín en bendir þó á að eftirlitsmennirnir hafi hlotið sérstaka fræðslu á sviði persónuverndar.

Spurð hvort eftirlitsmenn hafi þegar orðið varir við brottkast eða önnur brot, svarar Elín: „Já, talsvert. [...] Því miður virðist vera að það sé meira um brot en við hefðum viljað sjá.“

Þá eru sjö mál þegar í rannsókn hjá Fiskistofu. „Væntanlega mun flestum þeirra ljúka með leiðbeiningarbréfi. Við reynum að gæta meðalhófs. Þetta er nú nýtt eftirlit og við reynum að benda mönnum á að þetta eftirlit er í gangi og ljúka einhverjum málum með leiðbeiningarbréfi sem síðan er fylgt eftir með áminningu. Ef um ítrekuð brot er að ræða, þá gæti niðurstaðan orðið veiðileyfasvipting eða kært til lögreglu eftir umfangi og eðli.“

Fiskistofa telur drónagóða viðbót við hefð-bundið eftirlit og hafa nokkrir …
Fiskistofa telur drónagóða viðbót við hefð-bundið eftirlit og hafa nokkrir verið staðnir að brottkasti. mbl.is/Árni Sæberg

Langdrægir

Til þessa hafa drónarnir aðeins verið notaðir í eftirliti með veiðum en einnig stendur til að nýta þá til að fylgjast með löndunum í höfnum, að sögn Elínar. Þá hefur tækjunum aðeins verið stýrt frá landi til þessa, en tækin hafa töluvert flugþol og hægt að beita þeim úr tíu til fimmtán kílómetra fjarlægð. Þegar fram líða stundir stendur til að nota drónana á sjó og er fyrirhugað að eftirlitinu verði meðal annars beitt frá skipum Landhelgisgæslunnar.

Spurð hvað þessi tæki kunna að kosta segir Elín þau ekki billeg og kosta ódýrustu drónar Fiskistofu um 300 til 350 þúsund krónur stykkið og þeir dýrustu um þrjár milljónir króna.

Elín kveðst sannfærð um að drónar verði til frambúðar hluti af eftirliti Fiskistofu. „Við teljum þetta vera góða viðbót við þau úrræði sem við höfum. Það er náttúrlega þannig að það er enginn að brjóta af sér með veiðieftirlitsmann um borð endilega, þarna erum við að horfa á eftirlitsþátt okkar með öðrum hætti.“

Eftirlit af þessum toga hefur sætt einhverri gagnrýni enda kann sumum að þykja opinbera eftirlitsstofnun vera að hnýsast í daglegt líf sjómanna umfram tilefni þegar hún hefur sveimandi myndavél yfir höfðum þeirra. Eftir stendur að með einhverju móti verður eftirlit að eiga sér stað. „Þetta er náttúrlega sameign þjóðarinnar og okkur ber að umgangast þessa auðlind af virðingu. Langflestir gera það en við erum að sjá að það eru ekki allir,“ segir Elín.

Hún telur enga ástæðu til að óttast drónaeftirlitið enda sé það og varsla efnis háð ströngum reglum og viðmiðum. Spurð hvernig athugasemdum er svarað, segir hún: „Maður keyrir ekki í gegnum höfuðborgarsvæðið án þess að þar sé myndavél einhvers staðar, maður fer vart inn í verslanir, banka eða þjónustustofnanir án þess að vera í mynd. Þetta eru engar persónunjósnir sem fara fram. Við erum að fylgjast með brotum úti á sjó. Það eru brot framin í sjávarútveginum í heiminum og ávinningurinn er heldur meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir.“

Myndavélaeftirliti frestað

Fiskistofa vann að því síðasta haust að koma á tilraunum með myndavélaeftirliti um borð í fiskibátum og -skipum í samræmi við tillögur verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni. Var það verkefni unnið í samvinnu við Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

Ekkert hefur orðið úr verkefninu ennþá vegna lagalegra óvissuþátta, segir Elín. „Það verkefni er í biðstöðu vegna persónuverndarsjónarmiða,“ útskýrir hún og bætir við að ekki sé búið að útiloka myndavélaeftirlit. „Það þyrfti líklega lagabreytingar til að koma slíku á. Væri mögulega hægt að gera samninga við einstaka útgerðir en það er ekki komið á það stig.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 603,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 507,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 439,49 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,82 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 409,57 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Njörður BA 114 Landbeitt lína
Þorskur 1.504 kg
Ýsa 893 kg
Samtals 2.397 kg
18.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 8.431 kg
Þorskur 3.157 kg
Steinbítur 59 kg
Langa 45 kg
Samtals 11.692 kg
18.11.24 Gullver NS 12 Botnvarpa
Ýsa 7.198 kg
Þorskur 2.973 kg
Ufsi 894 kg
Karfi 400 kg
Samtals 11.465 kg
18.11.24 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 88.151 kg
Karfi 33.108 kg
Ufsi 3.175 kg
Ýsa 1.615 kg
Samtals 126.049 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 603,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 507,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 439,49 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,82 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 409,57 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Njörður BA 114 Landbeitt lína
Þorskur 1.504 kg
Ýsa 893 kg
Samtals 2.397 kg
18.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 8.431 kg
Þorskur 3.157 kg
Steinbítur 59 kg
Langa 45 kg
Samtals 11.692 kg
18.11.24 Gullver NS 12 Botnvarpa
Ýsa 7.198 kg
Þorskur 2.973 kg
Ufsi 894 kg
Karfi 400 kg
Samtals 11.465 kg
18.11.24 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 88.151 kg
Karfi 33.108 kg
Ufsi 3.175 kg
Ýsa 1.615 kg
Samtals 126.049 kg

Skoða allar landanir »