Það þarf að leita að ufsanum þessa dagana og hefur hann ekki að finna á Vestfjarðarmiðum, að sögn Friðleifs Einarssonar, skipstjóra á ísfisktogaranum Helgu Maríu AK.
„Ufsinn er óvenju brellinn um þessar mundir. Hann hefur ekki fundist á Vestfjarðamiðum og hér fyrir sunnan land er leitun að honum. Við fáum eitt og eitt þokkalegt ufsahol og svo er leitað og leitað,“ segir Friðleifur á vef Brims, sem gerir Helgu Maríu út. Hann segir áhöfnina hafa leitað á Eldeyjarbanka, Reykjanesgrunni og Fjöllunum.
„Það er nóg af gullkarfa og ýsu en ufsinn er sem fyrr segir vandfundinn. Reyndar er það svo að við erum á hálfgerðum flótta undan ýsunni því það virðist vera ýsa alls staðar þar sem trolli er dýft,“ segir skipstjórinn, en gert er ráð fyrir að skipið komi til hafnar á fimmtudag.
Friðleifur telur aflinn sé nú kominn í um það bil 60 tonn. „Við vildum gjarnan vera með meira en það hefur verið skítabræla á okkur og hvergi skjól að hafa. Veðrið var virkilega slæmt um helgina en við reyndum hvað við gátum. Við erum aðeins byrjaðir að verða varir við hrygningarþorsk en í augnablikinu höfum við þó mestar áhyggjur af því að veiða ekki of mikið af ýsu. Fiskurinn virðist annars vera vel haldinn og er stór og góður.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.2.25 | 641,00 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.2.25 | 440,93 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.2.25 | 489,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.2.25 | 425,39 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.2.25 | 299,40 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.2.25 | 295,91 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.2.25 | 395,29 kr/kg |
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 541 kg |
Steinbítur | 201 kg |
Ýsa | 77 kg |
Þorskur | 73 kg |
Sandkoli | 66 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Samtals | 976 kg |
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.017 kg |
Skarkoli | 90 kg |
Steinbítur | 63 kg |
Grásleppa | 7 kg |
Þykkvalúra | 7 kg |
Samtals | 1.184 kg |
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 3.370 kg |
Ýsa | 84 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Samtals | 3.461 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.2.25 | 641,00 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.2.25 | 440,93 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.2.25 | 489,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.2.25 | 425,39 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.2.25 | 299,40 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.2.25 | 295,91 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.2.25 | 395,29 kr/kg |
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 541 kg |
Steinbítur | 201 kg |
Ýsa | 77 kg |
Þorskur | 73 kg |
Sandkoli | 66 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Samtals | 976 kg |
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.017 kg |
Skarkoli | 90 kg |
Steinbítur | 63 kg |
Grásleppa | 7 kg |
Þykkvalúra | 7 kg |
Samtals | 1.184 kg |
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 3.370 kg |
Ýsa | 84 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Samtals | 3.461 kg |