Fiskistofa horfi á „menn að skíta“

Fiskistofa býr yfir öflugum drónum sem þegar hafa verið notaðir …
Fiskistofa býr yfir öflugum drónum sem þegar hafa verið notaðir við eftirlit með veiðum. Landssamband smábátaeigenda hefur kallað drónann opinbert eftirlitsauga Fiskistofu. mbl.is/Árni Sæberg

Á vef Fiskistofu er brugðist við gagnrýni við notkun stofnunarinnar á drónum, eða flygildum, til eftirlits með fiskveiðum við Ísland og fullyrt að slík notkun sé í samræmi við persónuverndarlög á Íslandi og í samræmi við leiðbeiningar frá Persónuvernd.

Landssamband smábátaeigenda hefur gagnrýnt eftirlitsaðferðina harðlega og segir jafnræðis ekki gætt við myndavélaeftirlit né heldur meðalhófsreglu beitt. LS áskilur sér rétt til þess að leita til Persónuverndar vegna þessarar nýju aðferðar Fiskistofu.

Í tilkynningu Fiskistofu er tilefni og aðdragandi drónanotkunarinnar rakinn. Þá kemur fram að tækjunum er ávallt stjórnað af veiðieftirlitsmanni sem er viðstaddur og sér myndefnið úr myndavél drónans í beinu streymi.

Annars vegar er um að ræða vöktun í rauntíma þar sem myndefni er ekki safnað og hins vegar söfnun myndefnis í þeim tilfellum þar sem upp kemur grunur um frávik frá lögum og reglum. Upptaka er því ekki virkjuð nema í þeim tilvikum að eftirlitsmaður hefur séð brot.

Samkvæmt fyrirmælum Persónuverndar

Þá fari vinnsla á myndefni fram samkvæmt gildandi reglum og fyrirmælum Persónuverndar. 

Einnig kemur fram að Fiskistofa hafi unnið mat á áhrifum vinnslunnar á persónuvernd áður en beiting dróna hófst og talið áhættuna litla. Eftirlitsmenn hafi þá fengið fræðslu um persónuvernd og leitað hafi verið til Persónuverndar varðandi notkun á dróna. 

Fiskistofu er með lögum falið að fylgjast með framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og að hafa eftirlit með fiskveiðum. Með hliðsjón af því var það mat Persónuverndar að vinnsla Fiskistofu á upplýsingum um refsiverðan verknað á þann hátt sem lýst var í erindi Fiskistofu til Persónuverndar falli undir lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Að öðru leyti gerði Persónuvernd ekki frekari athugasemdir við Fiskistofu um málið að svo stöddu,“ segir á vef Fiskistofu.

Þá barst Fiskistofu vísa frá skipstjórnarmanni vegna umræðunnar um drónaeftirlit:

Af Fiskistofu fer það orð

að flygildi þeir vilji nýta.

Þá geta leyst öll lúðumorð

og líka horft á menn að skíta.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 574,76 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 462,45 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 329,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Gullver NS 12 Botnvarpa
Ýsa 7.198 kg
Þorskur 2.973 kg
Ufsi 894 kg
Karfi 400 kg
Samtals 11.465 kg
18.11.24 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 1.767 kg
Þorskur 348 kg
Samtals 2.115 kg
18.11.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 436 kg
Langa 323 kg
Ýsa 89 kg
Keila 38 kg
Steinbítur 28 kg
Karfi 14 kg
Samtals 928 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 574,76 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 462,45 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 329,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Gullver NS 12 Botnvarpa
Ýsa 7.198 kg
Þorskur 2.973 kg
Ufsi 894 kg
Karfi 400 kg
Samtals 11.465 kg
18.11.24 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 1.767 kg
Þorskur 348 kg
Samtals 2.115 kg
18.11.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 436 kg
Langa 323 kg
Ýsa 89 kg
Keila 38 kg
Steinbítur 28 kg
Karfi 14 kg
Samtals 928 kg

Skoða allar landanir »