Sjávarútvegsráðherra Noregs, Odd Emil Ingebrigtsen, segir óásættanlegt fyrir Noreg að Evrópusambandið hafi einhliða gefið út þorskkvóta við fiskverndarsvæðið við Svalbarða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Stjórnarráði Noregs.
Á fimmtudaginn sl. fundaði Ingebrigtsen með Virginijus Sinkevičius, framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála ESB. Á fundinum mótmælti Ingebrigtsen harðlega einhliða útgáfu ESB á 28.431 tonna þorskkvóta á áðurnefndu svæði.
„Einungis Noregur hefur rétt til þess að stýra fiskveiðum við fiskverndarsvæði Svalbarða og Noregur einn getur úthlutað ESB fiskveiðikvóta á svæðinu,“ sagði Ingebrigtsen.
Þá telja norsk stjórnvöld kvótaútgáfuna á skjön við fullveldi Noregs og alþjóðlega hafréttarsamninga.
„Við tökum þessari kvótasetningu mjög alvarlega. Ég hef gert Evrópusambandinu ljóst að öll veiði umfram norskar úthlutanir verði álitnar ólöglegar veiðar og því framfylgt af norsku landhelgisgæslunni,“ segir Ingebrigtsen.
Norðmenn hafa gefið út kvóta, frá því að fiskverndarsvæðið var skilgreint árið 1977, til þjóða á grunvelli veiðireynslu til tíu ára. Á þeim grundvelli hafði ESB verið úthlutað 17.885 tonna þorskkvóta fyrir árið 2021 innan svæðisins. Eftir útgöngu Bretlands úr ESB dróst veiðireynsla Breta frá forsendum til úthlutunar ESB.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.2.25 | 641,00 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.2.25 | 440,93 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.2.25 | 489,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.2.25 | 425,39 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.2.25 | 299,40 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.2.25 | 295,91 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.2.25 | 395,29 kr/kg |
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 541 kg |
Steinbítur | 201 kg |
Ýsa | 77 kg |
Þorskur | 73 kg |
Sandkoli | 66 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Samtals | 976 kg |
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.017 kg |
Skarkoli | 90 kg |
Steinbítur | 63 kg |
Grásleppa | 7 kg |
Þykkvalúra | 7 kg |
Samtals | 1.184 kg |
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 3.370 kg |
Ýsa | 84 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Samtals | 3.461 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.2.25 | 641,00 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.2.25 | 440,93 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.2.25 | 489,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.2.25 | 425,39 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.2.25 | 299,40 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.2.25 | 295,91 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.2.25 | 395,29 kr/kg |
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 541 kg |
Steinbítur | 201 kg |
Ýsa | 77 kg |
Þorskur | 73 kg |
Sandkoli | 66 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Samtals | 976 kg |
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.017 kg |
Skarkoli | 90 kg |
Steinbítur | 63 kg |
Grásleppa | 7 kg |
Þykkvalúra | 7 kg |
Samtals | 1.184 kg |
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 3.370 kg |
Ýsa | 84 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Samtals | 3.461 kg |