Skiptar skoðanir á grásleppufrumvarpinu

Sitt sýnist hverjum um fyrirliggjadi frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á …
Sitt sýnist hverjum um fyrirliggjadi frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórnun grásleppuveiða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skiptar skoðanir eru á frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja. Málið var lagt fyrir á Alþingi um miðjan desember, mælti ráðherra fyrir því þann 20. janúar og gekk það sama dag til atvinnuveganefndar Alþingis.

Í grunninn gengur frumvarpið út á að tekin verði upp aflamarksstjórn við veiðar á grásleppu, sandkola í allri fiskveiðilandhelginni og sæbjúgum. Einnig er lagt til að heimilað verði að úthluta aflahlutdeild til veiða á staðbundnum nytjastofnum hryggleysingja þannig að sérstök aflahlutdeild komi fyrir hvert veiðisvæði.

Alls hafa atvinnuveganefnd borist 48 umsagnir um málið úr ólíkum áttum. Óhætt er að fullyrða að ekki séu allir á eitt sáttir.

Ólíkar skoðanir sveitarfélaga

Sveitarfélagið Skagafjörður sendi atvinnuveganefnd neikvæða umsöng um frumvarpið og leggst gegn breytingum sem lagðar eru til á veiðistjórn grásleppu. „Hvorki liggja fyrir byggðarleg né fiskifræðileg rök fyrir kvótasetningu á hrognkelsum og leggst Sveitarfélagið Skagafjörður gegn því að það verði gert,“ segir í umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Stykkishólmsbær sendi aftur á móti inn jákvæða umsögn um málið og telur „að sú veiðistjórn sem felst í frumvarpinu muni koma til með að efla þær byggðir landsins sem þessar veiðar stunda og tryggja efnahagslega, samfélagslega og líffrœðilega sjálfbærni í sem mestri sátt við umhverfið.“

Þá er yfirlýst stefna Landssamtaka smábátaeigenda að leggjast gegn kvótasetningu grásleppuveiða og hefur ítrekað verið ályktað um það, m.a. á aðalfundi sambandsins árið 20219 og 2020. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja í umsögn sinni að hlutdeildarsetning sé almennt rétt nálgun þegar kemur að stjórn veiða úr nytjastofnum. Þó vilja samtökin að slík framkvæmd hamli ekki öðrum veiðum þar sem grásleppa hefur verið hluti aflans eins og til dæmis við veiðar á uppsjávarfiski. Sjávarútvegsráðherra hefur áður gert tilraun til að leggja fram sambærilegt frumvarp á Alþingi en það hlaut ekki afgreiðslu þingflokka Framsóknar og Vinstri grænna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 577,49 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 382,25 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 184,42 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 218,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 220,51 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 877 kg
Karfi 138 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 110 kg
Hlýri 43 kg
Þorskur 42 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.346 kg
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.502 kg
Ýsa 626 kg
Steinbítur 45 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 2.196 kg
14.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.236 kg
Ýsa 237 kg
Þorskur 54 kg
Steinbítur 54 kg
Sandkoli 9 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 577,49 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 382,25 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 184,42 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 218,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 220,51 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 877 kg
Karfi 138 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 110 kg
Hlýri 43 kg
Þorskur 42 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.346 kg
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.502 kg
Ýsa 626 kg
Steinbítur 45 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 2.196 kg
14.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.236 kg
Ýsa 237 kg
Þorskur 54 kg
Steinbítur 54 kg
Sandkoli 9 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »