Skollakoppurinn í Steingrímsfirði stór

Skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis) er annað af tveimur algengustu ígulkerjunum á …
Skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis) er annað af tveimur algengustu ígulkerjunum á íslensku grunnsævi. Hin tegundin er marígull (Echinus esculentus). Ljósmynd/Alaska Sea Life Center

Útbreiðsla skollakopps í Hrútafirði, Bitrufirði, Miðfirði, Steingrímsfirði og við Grímsey var rannsökuð í lok september 2020 og hafa niðurstöður verið birtar á vef Hafrannsóknastofnunar. Þar segir að 17 staðir voru rannsakaðir á fimm til 12 metra dýpi og var notaður ígulkeraplógur við veiðar.

Alls fannst skollakoppur á 15 af þessum stöðum eða í 88% tilfella. Þá segir að ígulkerin voru yfirleitt í löndunarstærð og oft í töluverðu magni. Á 65% þeirra svæða sem voru skoðuð greindust kóralþörungar, en þó í mismiklu magni.

Sunnanverður Steingrímsfjörður reyndist ákjósanlegasta veiðisvæðið og var fjöldi skollakopps þar mikill og ígulkerin yfir löndunarstærð, auk þess sem lítið var um kóralþörunga. Aflinn í Miðfirði var þokkalegur og ígulkerin stór „en þarna eru víða þekkt kóralþörungasvæði sem ber að varast“.

Ígulkerum landað í Stykkishólmi. Mynd úr safni.
Ígulkerum landað í Stykkishólmi. Mynd úr safni. mbl.is/Alfons

Engar plógveiðar á svæðum með kóralþörunga

Lítill þéttleiki var í Hrútafirði og Bitrufirði og skollakoppurinn sem þar veiddist lítill. Í fjörðunum tveimur var einnig mikið af kóralþörungi. „Greinóttir kóralþörungar mynda afar viðkvæmt og fjölbreytilegt búsvæði með hátt verndargildi. Þau eru talin mikilvæg fyrir ungviði nytjastofna og ætti því ekki að stunda plógveiðar á slíkum svæðum.“

Það var Þórishólmi ehf. í Stykkishólmi stóð fyrir leiðöngrunum og var ígulkeraveiðibátur þeirra, Sjöfn SH 707, notaður við könnunina og var Gunnar Víkingsson skipstjóri. Til rannsóknanna var notaður ígulkeraplógur, 2,5 m að breidd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »