Brim hagnaðist um 4,5 milljarða

Höfuðstöðvar Brims.
Höfuðstöðvar Brims. mbl.is/Hari

Brim hagnaðist um 29,4 milljónir evra á síðasta ári eða um í kringum 4,5 milljarða króna. Til samanburðar nam hagnaðurinn 34 milljónum evra árið áður.

Rekstrartekjur Brims á síðasta ári voru 292,4 milljónir evra, samanborið við 261,3 milljónir evra árið 2019, að því er segir í tilkynningu.

Heildareignir við árslok voru 765 milljónir evra, samanborið við 700,7 milljónir evra í árslok 2019. Þessa aukninu má að mestu rekja til kaupa á Fiskvinnslunni Kambi.

Hagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 7,9 milljónum evra, samanborið við 5,5 árið 2019. Rekstartekjur á fjórða ársfjórðungi námu 78,7 milljónum evra, samanborið við 90,8 árið 2019.

Covid-19 hafði mikil áhrif

Fram kemur í tilkynningunni að kórónuveirufaraldurinn hafi haft mikil áhrif á starfsemi félagsins í fyrra. Starfsfólk hafi verið undir miklu álagi en staðið sig vel við að halda rekstrinum gangandi.

Tekjur af botnfiski minnkuðu á milli ára, bæði vegna áhrifa frá heimsfaraldrinum og endurnýjunar á botnfiskvinnslu. Heildartekjur jukust vegna sölufélaga í Asíu en tekjur þeirra skiluðu sér til samstæðunnar allt árið 2020 en aðeins á fjórða ársfjórðungi árið 2019.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásættanleg afkoma 

„Afkoman á árinu 2020 er ásættanleg í ljósi aðstæðna. Covid-19 hafði mikil áhrif á alla starfsemi félagsins. Styrkur Brims kom vel í ljós því að þrátt fyrir lokanir og samgönguhöft í öllum heimsálfum gátu viðskiptavinir félagsins treyst á afhendingu gæðafisks frá félaginu,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í tilkynningunni.

„Starfsfólk félagsins sem var undir miklu álagi og stóð sig mjög vel við erfiðar aðstæður. Brim veiddi allar fisktegundir sem eftirspurn var eftir og vann þær og seldi á mörkuðum um allan heim. Tekjur af veiðum og vinnslu botnfisks dróst saman vegna Covid-19 og vegna lokunar á fiskvinnslu félagsins í Reykjavík í nokkra mánuði vegna endurnýjunar á vinnslubúnaði og í því ljósi er afkoma félagsins viðunandi,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »