Loðnufrystingu lokið í Neskaupstað

Börkur NK á Skjálfanda á dögunum en skipið fór síðan …
Börkur NK á Skjálfanda á dögunum en skipið fór síðan á Breiðafjörð. „Það er hálf­gerð bræla hér á Breiðafirðinum og við erum bara í biðstöðu,“ seg­ir Hálf­dan Hálf­dan­ar­son, skip­stjóri á Berki NK. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Loðnufrystingu á yfirstandandi loðnuvertíð er lokið í fiskiðjuverinu í Neskaupstað og er beðið eftir að hrognataka hefjist, að því er fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar. Börkur NK er staddur á Breiðafirði, Beitir NK er á leiðinni vestur fyrir land og Bjarni Ólafsson AK er ný lagður frá Hafnarfjarðarhöfn.

Hálfdan Hálfdanarson, skipstjóri á Berki NK, kveðst ekki alveg viss hvenær megi búast við að veiðar á hrognaloðnunni hefjist.

„Það er hálfgerð bræla hér á Breiðafirðinum og við erum bara í biðstöðu. Í augnablikinu höfum við líka lítið séð en það mun breytast þegar skipum fjölgar hérna og veðrið lagast. Veðrið á að ganga niður í dag og ég held að eigi að verða fínt veður á morgun. Síðan er það bara spurningin hvort loðnan er tilbúin til hrognatökunnar,“ segir Hálfdan.

Polar Amaroq.
Polar Amaroq. Ljósmynd/Eyjolfur Vilbergsson

Fram kemur í færslunni að grænlenska skipið Polar Amaroq, sem frystir loðnu um borð, hafi landað fullfermi sex sinnum á vertíðinni. Skipið landaði á laugardag og lá síðan inni á Faxaflóa að frysta afla á meðan á brælunni yfir helgina stóð, en aflinn var geymdur í tönkum skipsins á meðan landað var.

„Við erum núna í sjöunda túr og það hefur allt gengið eins og í sögu. Vinnslan hefur gengið vel og veiðin verið góð. Við fórum út klukkan sex í morgun og erum núna suðvestur af Garðskaga að leita,“ segir Ólafur Sigurðsson stýrimaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 628,36 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 424,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 413 kg
Ýsa 347 kg
Samtals 760 kg
5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
5.2.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 79.911 kg
Ýsa 12.432 kg
Karfi 3.092 kg
Ufsi 2.685 kg
Grásleppa 812 kg
Hlýri 777 kg
Steinbítur 276 kg
Grálúða 90 kg
Skarkoli 64 kg
Langa 23 kg
Þykkvalúra 8 kg
Keila 8 kg
Samtals 100.178 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 628,36 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 424,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 413 kg
Ýsa 347 kg
Samtals 760 kg
5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
5.2.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 79.911 kg
Ýsa 12.432 kg
Karfi 3.092 kg
Ufsi 2.685 kg
Grásleppa 812 kg
Hlýri 777 kg
Steinbítur 276 kg
Grálúða 90 kg
Skarkoli 64 kg
Langa 23 kg
Þykkvalúra 8 kg
Keila 8 kg
Samtals 100.178 kg

Skoða allar landanir »