Hrognavertíðin að komast á fullt

Við hrognavinnslu fer loðnan í gegnum talsvert ferli. Rakel Hilmarsdóttir, …
Við hrognavinnslu fer loðnan í gegnum talsvert ferli. Rakel Hilmarsdóttir, starfsmaður Vignis G. Jónssonar, setur loðnuhrognin í poka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ágæt loðnuveiði hefur verið á Faxaflóa síðan um hádegi á mánudag og loðnan hentað vel til hrognavinnslu. Ef vel gengur gæti vertíð lokið á um vikutíma. Mörg skipanna hafa fengið góðan afla og þannig hefur Venus NS landað tvívegis á Akranesi, 650 og um 2.000 tonnum, og Beitir NK var væntanlegur til Neskaupstaðar í gærkvöldi með um 2.000 tonn.

Útgerðirnar reyna að haga veiðum þannig að skipin komi inn til löndunar með hæfilegu millibili. Þannig var reiknað með að Víkingur kæmi til löndunar hjá Brimi á Akranesi þegar búið væri að landa úr Venusi. Sömu sögu er að segja af skipum Eskju, svo dæmi séu tekin, Aðalsteinn Jónsson var á miðunum í gær, en þegar hann heldur heim á leið taka Jón Kjartansson og síðan Guðrún Þorkelsdóttir til við veiðar.

Loðna - Ástþór Örn Árnason, bóndi í Miðdal í Skagafirði, …
Loðna - Ástþór Örn Árnason, bóndi í Miðdal í Skagafirði, vinnur við hreinsun hrogna. Hópur fólks sem tengist landbúnaði kemur að vertíðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Skagfirðingurinn Stefán Gísli Haraldsson fylgist með hreinsunarferlinu hjá Brimi á …
Skagfirðingurinn Stefán Gísli Haraldsson fylgist með hreinsunarferlinu hjá Brimi á Akranesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað var í gær fjallað um hrognavertíðina undir fyrirsögninni: Hrognin eru að koma. Þar segir frá því að Beitir hafi fengið 1.750 tonn á Faxaflóa í þremur köstum á mánudag. Börkur hafi síðan tekið rúmlega 400 tonna kast og var þeim afla dælt um borð í Beiti. Gert var ráð fyrir að Börkur veiddi í gær og Bjarni Ólafsson AK í dag.

Skipulag veiðanna tekur mið af afkastagetu hrognavinnslunnar. „Það skiptir mjög miklu máli hvernig gengur að veiða hrognaloðnuna og vinna hrognin en þau eru verðmætasta afurð vertíðarinnar. Móttaka hrognaloðnunnar hefur verið undirbúin að undanförnu og nú er allt klárt,“ segir á heimasíðu SVN.

Á Akranesi hófst hrognavinnsla hjá Brimi á mánudagsmorgun og hefur gengið vel. Loðnan er skorin og sett í hrognaskilju þar sem hrognin eru skilin frá áður en þau eru hreinsuð. Á Akranesi fara hrognin ýmist í frystingu eða í frekari vinnslu hjá Vigni G. Jónssyni, dótturfyrirtæki Brims á Akranesi. Langmest af afurðunum fer til Japans.

Hrognavinnslan í fullum gangi á Akranesi.
Hrognavinnslan í fullum gangi á Akranesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.25 592,77 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.25 467,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.25 378,16 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.25 178,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.25 210,56 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.25 248,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.25 285,79 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 939 kg
Ýsa 91 kg
Keila 32 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 1.077 kg
16.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 2.037 kg
Þorskur 353 kg
Steinbítur 173 kg
Karfi 24 kg
Langa 16 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 2.611 kg
16.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína
Þorskur 200 kg
Steinbítur 61 kg
Keila 19 kg
Hlýri 11 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 299 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.25 592,77 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.25 467,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.25 378,16 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.25 178,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.25 210,56 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.25 248,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.25 285,79 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 939 kg
Ýsa 91 kg
Keila 32 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 1.077 kg
16.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 2.037 kg
Þorskur 353 kg
Steinbítur 173 kg
Karfi 24 kg
Langa 16 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 2.611 kg
16.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína
Þorskur 200 kg
Steinbítur 61 kg
Keila 19 kg
Hlýri 11 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 299 kg

Skoða allar landanir »