Hafa alla burði til að setja gott fordæmi

Gísli Gíslason er svæðisstjóri fyrir MSC í Norður-Atlantshafi og upplýsir …
Gísli Gíslason er svæðisstjóri fyrir MSC í Norður-Atlantshafi og upplýsir að á þessum tíma hafi umfang þorskveiða á Nýfundnalandi verið um tvöfalt meira en er á Íslandi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Markaðurinn gerir kröfu um sjálfbærar, ábyrgar og vottaðar fiskveiðar. Ósamræmi í nýtingu deildra stofna í Atlantshafi hefur nú orðið til þess að dýrmætar vottanir hafa verið afturkallaðar.

Upphaf MSC-samtakanna, Marine Stewardship Council (MSC), má rekja til ársins 1992 þegar hrun varð í þorskveiðum við Nýfundnaland og olli atvinnulífinu á svæðinu miklum skakkaföllum. Gísli Gíslason er svæðisstjóri fyrir MSC í Norður-Atlantshafi og upplýsir að á þessum tíma hafi umfang þorskveiða á Nýfundnalandi verið um tvöfalt meira en er á Íslandi í dag.

„Það var alþjóðlegi matvælaframleiðandinn Unilever sem hafði frumkvæði að því, í samvinnu við World Wide Fund for Nature (WWF), að koma á kerfi til að votta sjálfbærni fiskveiða. Það var ljóst að ef verslun með sjávarafurðir úr ofnýttum fiskstofnum myndi leiða til hruns fiskstofna þá myndi slíkt bæði valda umhverfis- og samfélagsspjöllum, ásamt orðsporsáhættu og erfiðleikum í rekstri fyrirtækja.“

Segir Gísli að viðskiptahagsmunir og umhverfisvernd eigi hér augljósa samleið og á þeim grunni hafi MSC-verkefnið nú breitt úr sér um allan heim. Þjóðir heims eru mislangt á veg komnar við að votta sínar veiðar og nefnir Gísli að sum lönd vinni líka að hluta eftir öðrum kerfum. Í tilviki Íslands hafi það snemma orðið ríkjandi viðhorf innan sjávarútvegsins að brýnt væri að stunda sjálfbærar veiðar, sem svo hefur verið staðfest með fiskveiðivottun. Sjálfbærnin og vottanirnar tryggja í dag leið íslenskra sjávarafurða til kröfuhörðustu kaupenda.

Nær allur íslenskur afli er vottaður

Til að hljóta MSC-fiskveiðivottun þarf að fullnægja ströngum alþjóðlegum skilyrðum og á Íslandi var árið 2012 félagið Iceland Sustainable Fisheries (ISF) stofnað til að sækja um og viðhalda MSC-fiskveiðivottunum. Í dag eru um 60 sjávarútvegsfyrirtæki aðilar að ISF en alls eru á Íslandi tæplega 200 staðir með rekjanleikavottun samkvæmt MSC-staðli og geta þar með unnið og selt afurðir úr MSC-vottuðum veiðum.

mbl.is/Kristinn Benediktsson

„Það má færa rök fyrir því að Íslenskur sjávarútvegur hafi ákveðna forystu á heimsvísu, m.a. við innleiðingu MSC-vottunar á fiskveiðum. Árið 2019 voru um 98% af öllum lönduðum afla á Íslandi í MSC-kerfinu á sama tíma og það var um 90% hjá Norðmönnum en 55% í Kanada, sem hvort tveggja er mjög gott og þetta endurspeglar stöðu margra ríkja í Norður-Atlantshafi,“ segir Gísli. „Ísland hefur fengið 19 fiskstofna MSC-vottaða og níu af þessum stofnum vorum við fyrst til að fá vottaða. Í tilviki fimm fiskstofna er Ísland ennþá eina þjóðin með MSC-vottun og má þar nefna loðnu en nú stendur yfir kærkomin loðnuvertíð.

Ofveiðar á fiski eru ennþá vandamál víða og stórkaupendur á borð við stórmarkaði vilja vernda orðspor og leggja sitt af mörkum til umhverfismála með því að fara fram á að sá fiskur sem þeir kaupa eigi uppruna í sjálfbærum veiðum. Vottun er tæki til að staðfesta að svo sé,“ útskýrir Gísli og bætir við að þegar stóru aðilarnir á markaðinum gera svona kröfur, í takt við óskir neytenda og hagsmuni síns fyrirtækis, skapi þeir þrýsting á fiskveiðifyrirtæki um heim allan um að stunda sjálfbærar veiðar. „MSC-vottun er valkvæð en markmið samtakanna er að auka eftirspurnina eftir sjálfbærum veiðum þannig að á endanum verði heimshöfin öll nýtt með ábyrgum hætti,“ segir hann og bætir við að í dag séu ríflega 45.000 vörunúmer í yfir 100 löndum sem skarta merki MSC á umbúðum.

Deilur um stofna ógna vottun

Það er hægt að missa vottun ef t.d. gengur illa að samræma nýtingu sameiginlegra stofna eða ef viðkvæmar dýrategundir slæðast með sem meðafli. Þannig var vottun á grásleppuveiðum við Ísland afturkölluð árið 2018 þar sem viðkvæmar fugla- og selategundir voru að veiðast sem meðafli.

„Tóku hagsmunaaðilar og stjórnvöld saman höndum til að leysa vandann og var það m.a. gert með því að banna beinar veiðar á landsel til að hlífa stofninum og stöðva grásleppuveiðar á ákveðnum svæðum þar sem mest hætta er á óæskilegum meðafla. Einnig eru aflaskráningar veiða komnar á rafrænt form og vonast til að það auki skilvirkni. Þessar úrbætur voru metnar nægjanlegar til að endurheimta vottun og gaf vottunarstofa út nýtt skírteini hinn 17. nóvember 2020 sem gildir í fimm ár með árlegri úttekt. Þessar úrbætur og endurvottun voru kærkomnar á helstu mörkuðum grásleppuhrogna.“

Grásleppu landað á Húsavík.
Grásleppu landað á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Eins og lesendur þekkja deila Íslendingar norsk-íslenska síldarstofninum, kolmunna- og makrílstofnum með Norðmönnum, Færeyingum, Evrópusambandinu, Bretlandi, Grænlandi og Rússlandi. Árið 2019 var niðurstaða faggiltra vottunarstofa að afturkalla allar MSC-vottanir á makrílveiðum í Norðaustur-Atlantshafi og í lok árs 2020 fór öll vottun á norsk-íslenskri síld og kolmunna sömu leið.

„Þær þjóðir sem stunda þessar veiðar hafa ávallt verið sammála um hver heildarnýtingin ætti að vera en hafa ólíka sýn á hve mikið hvert ríki ætti að fá í sinn hlut. Þess vegna hefur heildarveiði allra landa á þessum stofnum í Norðaustur-Atlantshafi verið yfir ráðleggingum alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og er það meginástæðan fyrir afturköllun á vottun. Til að endurheimta vottun þurfa þjóðirnar að tryggja að heildarveiði sé í samræmi við vísindalega ráðgjöf,“ segir Gísli.

„Það er ekki til neitt yfirþjóðlegt vald eða dómstóll sem getur einfaldlega úrskurðað um rétta skiptingu heldur þurfa þjóðirnar að komast að samkomulagi sín á milli. Þetta eru mörg auðugustu og virtustu fiskveiðiríki í heimi sem hafa alla burði til að setja gott fordæmi fyrir aðra, en svipaðar áskoranir eiga víða við um stofna, þar sem margar þjóðir skipta á milli sín heildarafla.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 6.259 kg
Ýsa 323 kg
Keila 178 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 6.771 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 6.259 kg
Ýsa 323 kg
Keila 178 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 6.771 kg

Skoða allar landanir »