„Við vorum 24 tímum of sein“

Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða.
Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Eggert Jóhannesson

Að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða, er ekki alveg ljóst hvað olli því að ferjan Baldur varð vélarvana í gær.

„Menn eru að skoða hvað olli, hvort þetta sé eins bilun og síðast, sem væri ekki gott, hvort þetta sé mögulega eitthvað öðruvísi núna og kannski ekki eins slæmt, það væri auðvitað mjög jákvætt. Það mun koma í ljós í kvöld eða líklega á morgun,“ sagði Gunnlaugur í samtali við mbl.is.

Þó er ljóst að það vanti nýja túrbínu en leit er hafin að slíkri að sögn Gunnlaugs.

Gunnlaugur sagði að það væri auðvitað ekki gott að farþegarnir hafi ekki komist í land fyrr en næstum því sléttum sólarhring á eftir áætlun.

Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þegar Baldur lagðist loks við bryggju í Stykkishólmshöfn nú fyrr í dag beið Gunnlaugur þeirra á bryggjunni.

„Ég hitti held ég bara alla farþega þegar þeir komu í dag og það var ótrúlega gaman að taka á móti þeim og finna einhvern veginn hvað þau voru, þrátt fyrir þessar hremmingar, ótrúlega ánægð með okkar starfsfólk hjá Sæferðum og hvernig þetta hafði verið meðhöndlað í erfiðri stöðu,“ sagði Gunnlaugur og bætti við:

„Við leystum fólk út með smá gjöf og svo buðum við áfallahjálp ef einhver hefði viljað það en það reyndist ekki þörf á því, hvorki fyrir farþega né áhöfn.“

Ekki auðvelt að finna annað skip

Gunnlaugur segir það ljóst að skipið sé gamalt en að það sé líka ljóst að það sé ekki auðvelt að finna annað skip sem kemur og leysir Baldur af. „Hvorki til skamms tíma með stuttum fyrirvara eða til langframa og það er eitthvað sem við verðum að skoða með ríkinu og Vegagerðinni og ég er viss um að við munum eiga gott samtal um það og það er þegar komið af stað. Vegagerðin hefur miklar áhyggjur af þessu og við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Gunnlaugur.  

Í viðtali við mbl.is fyrr í dag sagði Guðný Sigurðardóttir, starfsmaður Arnarlax og einn þeirra farþega sem sat dvöldu sólarhring um borð í Baldri, að það væri mjög sérstakt að skipi með eina vél væri heimilt að vera í farþegaflutningum.

Gunnlaugur sagði að tvær vélar veittu vissulega meira öryggi en ein en benti á að það væri mjög algengt að það væri ein vél í svona ferjum.

Ekki samningur um 27 tíma ferðalag

Að sögn Gunnlaugs voru öll fargjöld endurgreidd. „Við endurgreiddum öll fargjöld auðvitað. Þrátt fyrir að hafa staðið við samninginn að flytja fólk frá Brjánslæk til Stykkishólms þá var ekki samningur um að gera það á 27 tímum, við vorum 24 tímum of sein.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »