Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi í síðustu viku að ráða Dóru Björk Gunnarsdóttur í starf hafnarstjóra, fyrsta kvenna í Vestmannaeyjum.
„Bara út af ótrúlegum áhuga á samfélaginu mínu. Þegar þú býrð í Vestmannaeyjum er höfnin lífæð,“ segir Dóra Björk í samtali við 200 mílur aðspurð út í hvers vegna hún sóttist eftir starfinu.
Dóra telur stóru verkefnin fram undan við Vestmannaeyjahöfn utan við daglegan rekstur hennar vera framtíðaráform um stórskipahöfn í Eyjum.
Ráðgjafi frá Hagvangi var hafnarráði innan handar við ráðninguna og segir í rökstuðningi um ráðninguna að Dóra Björk hafi háskólamenntun sem grunnskólakennari og stundi nú meistaranám við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst auk þess sem hún leggur stund á nám við grunndeild rafiðnaðar við framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.
Dóra Björk starfar í dag sem stundakennari í Visku símenntunarmiðstöð og kennir m.a. upplýsingatækni. Dóra Björk var framkvæmdastjóri ÍBV á árunum 2013-2019 og öðlaðist þar umtalsverða stjórnunar- og rekstrarreynslu.
„Hún býr yfir miklum leiðtogahæfileikum, drifkrafti og frumkvæði sem mun koma að gagni við að leiða umbætur hjá Vestmannaeyjahöfn. Dóra Björk býr jafnframt yfir ríkum skipulagshæfileikum, þjónustulund og er sjálfstæð í vinnubrögðum. Reynsla hennar af stefnumótun og samstarfi við marga ólíka hagsmunaaðila við m.a. skipulagningu Þjóðhátíðar og fjölmennra íþróttaviðburða á vegum ÍBV mun nýtast í starfi,“ segir í rökstuðningi ráðningarinnar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 24.1.25 | 581,73 kr/kg |
Þorskur, slægður | 24.1.25 | 666,71 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 24.1.25 | 405,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 24.1.25 | 347,30 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 24.1.25 | 204,10 kr/kg |
Ufsi, slægður | 24.1.25 | 280,65 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 24.1.25 | 222,61 kr/kg |
24.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 10.045 kg |
Ýsa | 2.154 kg |
Steinbítur | 1.365 kg |
Langa | 78 kg |
Hlýri | 74 kg |
Keila | 32 kg |
Samtals | 13.748 kg |
24.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 6.422 kg |
Ýsa | 2.449 kg |
Steinbítur | 539 kg |
Skarkoli | 46 kg |
Samtals | 9.456 kg |
24.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 614 kg |
Ýsa | 376 kg |
Steinbítur | 208 kg |
Sandkoli | 23 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Samtals | 1.229 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 24.1.25 | 581,73 kr/kg |
Þorskur, slægður | 24.1.25 | 666,71 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 24.1.25 | 405,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 24.1.25 | 347,30 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 24.1.25 | 204,10 kr/kg |
Ufsi, slægður | 24.1.25 | 280,65 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 24.1.25 | 222,61 kr/kg |
24.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 10.045 kg |
Ýsa | 2.154 kg |
Steinbítur | 1.365 kg |
Langa | 78 kg |
Hlýri | 74 kg |
Keila | 32 kg |
Samtals | 13.748 kg |
24.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 6.422 kg |
Ýsa | 2.449 kg |
Steinbítur | 539 kg |
Skarkoli | 46 kg |
Samtals | 9.456 kg |
24.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 614 kg |
Ýsa | 376 kg |
Steinbítur | 208 kg |
Sandkoli | 23 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Samtals | 1.229 kg |