Litlu munaði að verr færi

Skipið Taur­us Con­fi­dence kom í gær til Reyðarfjarðar.
Skipið Taur­us Con­fi­dence kom í gær til Reyðarfjarðar.

Litlu munaði að verr færi á Reyðarf­irði í gær þegar bras­il­ískt súráls­skip lagðist að bryggju með tíu smitaða skip­verja inn­an­borðs. Að sögn Ingva Rafns Guðmunds­son­ar, hafn­sögu­manns í Mjó­eyr­ar­höfn, lét skip­stjóri skips­ins Land­helg­is­gæsl­una ekki vita af veik­ind­um um borð þegar hon­um bar að gera það.

„Þetta kem­ur ekk­ert í ljós nema í gegn­um króka­leiðir að það séu veik­indi um borð. Það var sent eitt­hvert skeyti frá skip­inu út til Nor­egs um að fá ein­hver lyf og þeir láta þá umboðsmann­inn vita og þetta var bara rétt áður en skipið átti að koma hér inn. Þannig að þetta var svo­lítið seint í rass­inn gripið,“ seg­ir Ingvi Rafn.

„Þetta hefði getað endað svo­leiðis að hann hefði eng­um sagt eitt eða neitt. Hafn­sögumaður­inn hefði farið um borð, farið heim og þetta hefði bara farið út um allt. Þannig að okk­ur stóð ekki al­veg á sama,“ seg­ir Ingvi.

Skip­um ber að gefa Land­helg­is­gæsl­unni stöðuna á Covid-19 um borð þegar komið er inn í land­helg­ina en sam­kvæmt boðum frá skip­inu átti þar allt að vera með felldu í þeim efn­um.

Hafn­sögumaður í sótt­kví

Hafn­sögumaður, ann­ar en Ingvi, fór um borð í skipið þegar það lagðist að bryggju, eins og skylt er sam­kvæmt lög­um. Hann gætti sótt­varna en er nú í sótt­kví á heim­ili sínu. „Hann vildi ekk­ert fara um borð en við ger­um bara það sem okk­ur er sagt,“ seg­ir Ingvi.

Skip­verj­arn­ir voru skimaðir af starfs­mönn­um heilsu­gæslu og reynd­ust 10 af 19 í áhöfn smitaðir af Covid-19. Eng­inn þeirra hef­ur farið í land og fer ekki næstu vik­urn­ar. Hugs­an­legt er þó að lækn­ir fari um borð ef þess er þörf en land­gang­ur­inn er ekki uppi.

Sveit­ar­stjórn­ir fóru þess á leit við heil­brigðis­yf­ir­völd þegar verið var að móta for­gangslista í bólu­setn­ingu á sín­um tíma, að hafn­sögu­menn yrðu þar of­ar­lega á blaði. Þeir hafa ekki fengið bólu­setn­ingu en eru þó ekki marg­ir tals­ins á land­inu.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur sagt að lík­lega sé bras­il­íska af­brigði kór­ónu­veirunn­ar nú að finna á Íslandi en óljóst er hvort hann sé þar að vísa til þessa skips. Ekki er vitað til þess að raðgrein­ingu sé lokið á sýn­um úr skip­verj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 567,56 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 431,86 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,67 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 337,40 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Emil NS 5 Landbeitt lína
Steinbítur 109 kg
Þorskur 90 kg
Skarkoli 8 kg
Keila 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 215 kg
1.4.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.456 kg
Samtals 3.456 kg
1.4.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 879 kg
Ufsi 287 kg
Karfi 183 kg
Samtals 1.349 kg
1.4.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 327 kg
Samtals 327 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 567,56 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 431,86 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,67 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 337,40 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Emil NS 5 Landbeitt lína
Steinbítur 109 kg
Þorskur 90 kg
Skarkoli 8 kg
Keila 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 215 kg
1.4.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.456 kg
Samtals 3.456 kg
1.4.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 879 kg
Ufsi 287 kg
Karfi 183 kg
Samtals 1.349 kg
1.4.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 327 kg
Samtals 327 kg

Skoða allar landanir »

Loka