„Nú ríkir alvöru vertíðarbragur“

Skipstjórinn á Bergey, Jón Valgeirsson, segir veiðina undanfarið hafa verið …
Skipstjórinn á Bergey, Jón Valgeirsson, segir veiðina undanfarið hafa verið algjör veisla. Ljósmynd/Egill Guðni Guðnason

Vetrarvertíðin gengur vel hjá systurskipunum Bergey VE og Vestmannaey VE og hafa skipin landað fullfermi annan hvern dag. „Nú er stuð á þessu,“ er haft eftir Arnari Richardssyni, rekstrarstjóra Bergs-Hugins, á vef móðurfélagsins (Síldarvinnslunnar).

„Vestmannaey og Bergey hafa landað fullfermi annan hvern dag að undanförnu. Þær hafa landað fjórum sinnum undanfarna viku og eru að landa í dag. Þetta gerist vart betra og nú er hægt að tala um alvöru vertíð,“ segir Arnar.

„Nú ríkir alvöru vertíðarbragur hérna en hann hófst heldur seinna en undanfarin ár. Það er góð veiði bæði austan og vestan við Eyjar. Við höfum verið á Selvogsbankanum, Pétursey og sunnan við Surt og það er alls staðar glimrandi góður fiskur,“ segir Jón Valgeirsson skipstjóri á Bergey.

Þá er úrvalið í betri kantinum. „Það er til dæmis hægt að velja þá stærð sem menn vilja fá af þorski eftir því hvar er veitt. Þú getur valið frá millistærð og upp í algjörar beljur. Það er auðvelt að ná í fisk núna. Ég held að þetta sé níunda löndunin hjá okkur það sem af er mánuðinum og við höfum alltaf verið með fullt skip. Þetta er veisla. Við munum halda til veiða á ný annað kvöld,“ útskýrir Jón.

 Vestmannaey kom til hafnar í Vestmannaeyjum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.25 611,77 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.25 624,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.25 413,36 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.25 337,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.25 275,00 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.25 265,60 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.25 167,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.25 611,77 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.25 624,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.25 413,36 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.25 337,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.25 275,00 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.25 265,60 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.25 167,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »