Sjóleiðin er komin til að vera

Útflutningurinn á ferskum laxi hefur knúið fram þróun siglingaleiða til …
Útflutningurinn á ferskum laxi hefur knúið fram þróun siglingaleiða til að styðja við viðskiptin. Starfsmaður Eimskips telur flutning fersks fisks sjóleiðina kominn til að vera. mbl.is/Helgi Bjarnason

Eimskip hóf í febrúar að auka þjónustu við útflytjendur á ferskum fiski frá Færeyjum og Íslandi til Bandaríkjanna og Kanada. Í þessu felst lögun siglingakerfisins að þessum útflutningi sem krefst styttri flutningstíma og hefur brottför á Ameríkuleið félagsins frá Íslandi verið flýtt og viðkomuhöfnum á vesturleið verið fækkað til að ná vörum á markað fyrr í vikunni. Í fyrstu var lögð áhersla á flutning á ferskum laxi en síðan hafa verið gerðar tilraunir með ferskan hvítfisk.

„Þegar kórónuveirufaraldurinn kom og flugferðum fækkaði til Bandaríkjanna fóru menn að skoða aðra möguleika,“ segir Sigurður Orri Jónsson, forstöðumaður útflutnings hjá Eimskip. Hann segir ekki bara flugframboðið hafa ýtt undir þessa lausn, heldur hafa einnig kröfur stórmarkaða í Bandaríkjunum um minna kolefnisspor fara vaxandi. Jafnframt hafi framfarir í kælitækni og aflameðferð gert flutning á ferskum sjávarafurðum sjóleiðina til Ameríku að fýsilegri kosti.

Flugfiskur í gáma

Sigurður Orri segir að byrjað hafi verið með laxinn á síðustu mánuðum síðasta árs þar sem hann hafi gott geymsluþol, enda átta daga sigling til Portland í Maine-ríki í Bandaríkjunum. „Það er töluvert mikið magn af laxi að fara þessa leið. Það hefur verið mikill vöxtur í laxinum og hann verið drifkrafturinn á bak við þetta,“ bætir hann við. Siglingar með laxinn gáfu góða raun og hafa afurðir staðist samanburð í gæðaprófunum. Nú er verið að skoða lengri flutningaleiðir fyrir laxinn, alla leið til Miami í Flórída og Los Angeles í Kaliforníu.

Á grundvelli þeirrar reynslu sem laxinn hefur gefið hefur Eimskip nú fikrað sig í átt að því að flytja ferskan hvítfisk með skipi til Ameríku. „Við byrjuðum með bolfiskinn, sem sagt þorsk og ýsu, fyrir um þrem vikum. Höfum verið að gera tilraunasendingar og það hefur gengið mjög vel. Bæði hvað varðar þennan svokallaða flugfisk sem er í flökum og karafisk sem er óunninn og vel ísaður,“ útskýrir Sigurður Orri.

Sigurður Orri Jónsson.
Sigurður Orri Jónsson.

Spurður hvort hægt sé að tryggja hæsta verð fyrir hvítfisk sem fluttur er ferskur í átta daga, endurtekur Sigurður Orri að gæðaprófanir hafi gefið góðar niðurstöður. Hann segir hugsanlega erfiðara að sannfæra kaupendur bolfisks um kosti umræddrar flutningaleiðar borið saman við kaupendur á laxafurðum sem hann segir vanari að kaupa afurð sem hefur verið flutt með þessum hætti. „Í tilraunum með hvífiskinn voru þau viðbrögð sem bárust okkur að kaupendur eru mjög sáttir, bæði þorskur og ýsa hafa komið vel út og menn hafa ekki séð það sem fyrirstöðu að þetta taki átta daga.“

Hagkvæmur kostur

Sigurður Orri segir marga kosti við flutning á ferskum afurðum með skipi og vísar til þess að því fylgir margvísleg stærðarhagkvæmni. „Gámaflutningar gefa möguleika á að koma dágóðu magni inn á markaðina sem hefur ekki verið raunin í gegnum flugið,“ segir Sigurður og vísar til þess að ferðir til Bandaríkjanna frá Íslandi séu nú fáar miðað við að það var flogið á hverjum degi og jafnvel oft á dag áður en faraldurinn skall á. Jafnframt var flugið orðið dýrt fyrir útflytjendur að sögn Sigurðar. „Flugið var orðið stór hluti af söluverði vörunnar, en skipaflutningar eru töluvert hagkvæmari.“

Þá sé einnig ljóst að með því að flytja mikið magn yfir sjó er mun minna kolefnisspor á hvert kíló af fiski sem er sífellt eftirsóknarverðara. Stór framleiðandi á eldislaxi í Færeyjum, Hiddenfjord, hætti í október síðastliðnum öllum vöruflutningum með flugi. Minnkaði losun koltvísýrings vegna flutninga Hiddenfjord um 94% við þá ákvörðun, en eldislax er þegar með mun minna kolefnisspor en aðrir próteingjafar eins og nauta-, lamba- eða svínakjöt.

„Við erum spenntir að sjá hvernig þetta þróast,“ segir Sigurður Orri sem segir alveg ljóst að flutningur á ferskum afurðum sjóleiðina sé kominn til að vera, jafnvel þótt framboð flugs verði nægilegt á nýjan leik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »