„Heimsiglingin var frábær“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það alltaf tímamót að …
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það alltaf tímamót að taka við nýju skipi og kveðst hæst ánægður með nýjan Vilhelm Þorsteinsson EA. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Nýtt uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA-11, sigldi formlega til hafnar á Akureyri 3. apríl. Vilhelm hélt svo af stað á kolmunnamið við Færeyjar á föstudag þar sem skipið verður fyrst prófað við veiðar. Skipstjóri segir að kasta þurfi veiðarfærum á leiðinni til að prófa þau og búnað.

„Heimsiglingin var frábær,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Við fengum ágætisveður og allt reyndist vel, gott fólk um borð, skemmtilegt og góður matur.“

Þorsteinn segir að ákvarðanir um kaup á nýju skipi séu stórar og spennandi en teknar að vel ígrunduðu máli.

„Í hvert sinn sem maður tekur á móti skipi markar það tímamót. Allar ákvarðanir sem maður tekur í sjávarútvegi eru dýrar. Það er aftur á móti bara ein ákvörðun, að byggja eða byggja ekki. Auðvitað er hún tekin að vandlega athuguðu máli og að sjálfsögðu finnur maður til ábyrgðar þegar skipið er komið.“

Vilhelm Þoirsteinsson kemur til hafnar á Akureyri.
Vilhelm Þoirsteinsson kemur til hafnar á Akureyri. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

„Þetta er skemmtilegt þegar allt er enn á hugmyndastigi, að spá og spekulera, ræða við menn og margir sem koma að verkefninu. Eftir að búið er að semja er beðið eftir útkomunni. Við sjáum hana núna og þá er að sjá hvort ákvörðunin sé rétt eða röng peningalega.“

Þorsteinn segist trúa því að til lengri tíma hafi þetta verið rétt ákvörðun fyrir fyrirtækið. Þá segir hann að uppgjör hafi farið fram fyrir skipið og hafi verðmiðinn á því verið um fimm og hálfur milljarður.

Tóku sóttkvína um borð

„Við tókum sóttkvína á leiðinni heim,“ segir Þorsteinn aðspurður hvort hann væri ekki í sóttkví. „Fyrst vorum við skimaðir úti í Danmörku, svo læstum við okkur inni í skipinu í einn og hálfan sólarhring og sigldum svo heim. Fórum svo í skimun við komuna til hafnar, vorum svo einn sólarhring úti á firði að bíða eftir niðurstöðunum. Við sigldum svo skipinu formlega í höfn. Þetta voru um sex sólarhringar frá því við vorum skimaðir í Danmörku og þangað til við vorum komnir í land. Þannig að þetta var skipulagt til þess að komast til hafnar á laugardegi, að sjálfsögðu í samráði við sóttvarnayfirvöld á Íslandi.“

Varðandi nýjungar í skipinu segir Þorsteinn að miklu muni um nýtt fiskleitartæki sem tegundagreinir fiskinn.

Vilhelm Þorsteinsson á Eyjafirðinum.
Vilhelm Þorsteinsson á Eyjafirðinum. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Nýr Vilhelm leysir gamla Vilhelm af hólmi. Þorsteinn segir að sjálfsögðu fækka í áhöfninni við að fara úr sjófrystingu í ferskan. „Það skapast meiri atvinna í landi og minni úti á sjó. Það eru tveir um hvert pláss á skipinu.“ Gert er ráð fyrir að um átta til ellefu manns verði í áhöfn eftir því hvað veitt er.

„Það fer fiðringur um mann þegar maður hefur ekki frystiskip. Við höfum verið í rekstri fiskiskipa lengi og við rákum Vilhelm [eldri] í yfir tuttugu ár. Þannig að þetta verður öðruvísi fyrir okkur. En þetta er sama þróun og hefur verið í bolfisknum. Þar vorum við með frystiskip og færðum okkur yfir í ferskan afla og landvinnslu.“

Vinnan allt öðruvísi

„Það er náttúrulega glænýr búnaður alls staðar. Það er hröð þróun í þessum tækjum. Fjarstjórnun á kerfum í skipinu er hvergi nokkurs staðar meiri heldur en þarna. Þarna erum við að ganga mjög langt í að stjórna öllum kerfum skipsins frá þremur stöðum í skipinu. Vinnan verður að sumu leyti allt öðruvísi,“ segir Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, spurður út í hvað honum finnist vera stærsta breytingin við nýja skipið.

„Það á við vélarrúmið, það á við um hvernig aflinn er tekinn um borð og settur í lestarnar, um kælikerfið og varðandi löndunina, þegar aflanum er dælt í land.“

Kristján segir að nýjungar skipsins séu ekki síst hugsaðar til að spara olíu.

Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja.
Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja. Þórhallur Jónsson

„Við erum með mjög stóra landtengingu í skipinu, þannig að við þurfum ekki að keyra díselvélar á meðan við löndum. Hún er fjórum til fimm sinnum stærri en við höfum áður sett í skip.

Við erum með tvær aðalvélar í skipinu sem eru hvor um sig svo stórar að það er hægt að sigla á annarri og þar með spara alveg gríðarlega mikla olíu.

Kælikerfið er stærra en við höfum verið að nota áður, þannig að við getum kælt aflann hraðar niður og þar af leiðandi skilað betra hráefni.“

Önnur nýjung um borð eru sjálfvirkir þvottastútar í hverri lest.

„Við erum með þrjá þvottastúta faststaðsetta í hverri lest, sem tengdir eru inn á þvottakerfi. Hugmyndin með þessu er sú að það sé hægt að þvo hverja lest fyrir sig án þess að nokkur maður fari niður í lestina,“segir Kristján.

Óvenjulegt stafn skipsins

Lögun skipsins, einkum stefnisins, hefur vakið athygli. Sitt sýnist hverjum um fegurð þess en Kristján segir tilganginn vera að fara betur með skipið og áhöfnina.

„Við höfum smíðað svona skrítin stefni áður. Skip sem var smíðað fyrir UK fisheries, sem við erum aðilar að, var teiknað nýtt árið 2012. Það stefni hefur skilað mjög góðri niðurstöðu. Svo fórum við enn þá lengra með Bárði Hafsteinssyni skipaverkfræðingi í tyrknesku skipunum okkar [Kaldbaki, Björgu og Björgúlfi] sem er svona bogadregið fram. Þau eru mjög góð og það er mín skoðun að skipið fari mun betur með sig í sjó með svona stefni heldur en öðrum. Þar af leiðandi líður áhöfninni einnig betur um borð.“

Nýr Vilhelm Þorsteinsson á leið til hafnar á Akureyri.
Nýr Vilhelm Þorsteinsson á leið til hafnar á Akureyri. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Hann segir tilgang stefnisins að draga úr höggi á skrokkinn í mikilli öldu.

„Þetta klýfur ölduna, skipið siglir inn í ölduna og upp úr henni aftur. Hin skipin, þessi hefðbundnu, ryðja öldunni frá sér og höggva í. Það kostar orku að gera það.

Margir segja stefnið ljótt en ef þú ferð um borð þá áttar maður sig á því að áhöfnin sér aldrei þetta stefni en þeim líður betur um borð.“

Spenntir að halda á miðin

Vilhelm hélt af stað á kolmunna við Færeyjar í gær. Blaðamaður náði tali af Guðmundi Þ. Jónssyni skipstjóra áður en haldið var af stað, sem kvaðst lítast vel á. „Þetta leggst bara vel í okkur. Vel útbúið skip í alla staði og við hlökkum bara mikið til að láta á þetta reyna. Við förum tólf út í þetta skiptið, til að þjálfa mannskapinn á nýja skipið. Svo verðum við bara átta eftir það á kolmunnanum.“

Skipstjórarnir á Vilhelmi Þorsteinssyni eru þeir Guðmundur Þ. Jónsson og …
Skipstjórarnir á Vilhelmi Þorsteinssyni eru þeir Guðmundur Þ. Jónsson og Birkir Hreinsson. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Hann segir áhöfnina búna að eiga góða daga við undirbúning á Akureyri frá því skipið kom í höfn í byrjun mánaðar.

„Við höfum sýnt fólki í hollum samkvæmt fjöldatakmörkunum hér um borð.“

Guðmundur segir að veiðarfærin verði prófuð á leiðinni. Hann hefur trú á því að lag skipsins muni reynast vel þar sem leiðindaveður er á miðunum um þessar mundir.

Það er fallegt um borð.
Það er fallegt um borð. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
Skipið er hið glæsilegasta.
Skipið er hið glæsilegasta. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 672,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,48 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 323,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,57 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 672,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,48 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 323,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,57 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »