Grálúðan færst til vegna hitastigs

Elvar H. Hallfreðsson, vísindamaður hjá norsku hafrannsóknastofnuninni, segir breytingar í …
Elvar H. Hallfreðsson, vísindamaður hjá norsku hafrannsóknastofnuninni, segir breytingar í hafinu hafa margvísleg áhrif á grálúðustofna. Ljósmynd/Aðsend

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á útbreiðslu grálúðu benda til að tegundin muni færast norðar á svæði sem nú eru óaðgengileg vegna hafíss.

Tilefnið var að búa til yfirlit yfir hugsanlegrar útbreiðslu grálúðu með tiltölulega einfaldri nálgun, sem sagt að nýta mælingar á dýpi, hita- og seltustigi“ segir Elvar H. Hallfreðsson, vísindamaður við norsku hafrannsóknastofnunina Havforskningsinstituttet, en hann er einn höfunda vísinda- greinar sem birt var í vísindatímaritinu ICES Journal of Marine Science í kjölfar rannsóknarinnar.

Hann segir mælingarnar framkvæmdar á þeim stöðum sem grálúðan hefur verið veidd og út frá því var reynt að kortleggja fylgni milli ástand sjávar og útbreiðslu tegundarinnar. Þegar þessar niður- stöður voru settar í samhengi við hafstraumalíkan voru gerðar spár um möguleg búsvæði og hvert fiskurinn kann að færast í framtíðinni.

Margar breytur

„Þetta var töluvert af gögnum frá fleiri löndum og fyrir fjölda ára. Auk þess var séð hvar væru ekki til gögn. Einnig var athugað hvaða breytingar hafa orðið með því að bera saman tímabilin 1960 til 1969 og 2010 til 2015. Samkvæmt þessu eru möguleg búsvæði, sérstaklega út af Reykjanesskaga, sem hafa glatast og það er ekki ólíklegt að það sé hægt að tengja það við hitastigsbreytingar,“ segir Elvar.

Spurður hvort það sé þannig að tegundin færi sig norðar í kaldari sjó, segir hann marga þætti skipta máli í þeim efnum. „Nú er grálúðan fiskitegund sem er á töluverðu dýpi og á þessum köntum [í landgrunninu] þá getur grálúðan brugðist við hitastigsbreytingum, fært sig dýpra eða á grynnri svæði. En hún getur líka færst norðar að einhverju leyti.“ Jafnframt skipti einnig máli dreifing með hafstraumum þar sem tegundin lifir töluvert lengi sem egg og seiði.

Hefur reynst ágætur matur en skilyrði stofna eru óljós.
Hefur reynst ágætur matur en skilyrði stofna eru óljós. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Í Barentshafi er hrygningarsvæðið á kantinum milli Noregs og Svalbarða, sérstaklega við Bjarnarey. En svo rekur eggin og seiðin norður fyrir og í kringum Svalbarða og enda síðan kannski milli Svalbarða og Franz Josefslands. Ef hrygningarsvæðin færast norður er spurningin; hvert rekur seiðin þá? Eru uppeldisskilyrði þar?“

Elvar segir grálúðuna sérstaka flatfisktegund meðal annars fyrir þær sakir að fiskurinn heldur sig ekki alltaf nálægt hafsbotni heldur sækir fiskurinn fæðu nær yfirborðinu en flestir aðrir flatfiskar. „Þá er einnig spurning hvert þær tegundir fara sem grálúðunni líkar að borða? Ef þær tegundir færa sig líka getur það haft töluverð áhrif.“ Hann segir ljóst að þörf sé á frekari rannsóknum til að svara öllum þeim spurningum sem koma upp þegar breytingar eiga sér stað í hafinu, og einn tilgangur rannsóknarinnar sé að finna og skilgreina spurningar sem enn er ósvarað um grálúðuna í því sambandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 376,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 376,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »