10.000 eldisker í hrognahúsi í Vogunum

Í nýju hrognahúsi Benchmark Genetics Iceland verða 10 þúsund fimm …
Í nýju hrognahúsi Benchmark Genetics Iceland verða 10 þúsund fimm lítra eldisker. Mynd/ONNO ehf.

Bygging nýs hrognahúss við laxeldisstöð Benchmark Genetics Iceland (áður Stofnfisks) í Vogunum á Reykjanesi hefur farið vel af stað og framkvæmdir gengið hratt en fyrsta skóflustunga var tekin í nóvember. Húsið mun auka framleiðslugetu á laxahrognum umtalsvert, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þar segir að hrognahúsið verði tekið í notkun í haust og fyrstu hrognin verði lögð inn um miðjan júní. Í húsinu munu vera 10 þúsund 5 lítra eldisker sem hvert fyrir sig þroskar hrogn undan einni hrygnu og er gert ráð fyrir að framleiðslugeta nýja hússins verði yfir 300 milljónir laxahrogna á ári.

Mynd/ONNO ehf.
Útveggirnir eru komnir á sinn stað.
Útveggirnir eru komnir á sinn stað. Ljósmynd/Benchmark Genetics Iceland

„Nýja hrognahúsið tryggir að hin vinsælu kynbættu laxahrogn fyrirtækisins verði að bestu gæðum svo og ein heilbrigðustu hrogn í heiminum í dag sem hægt er að afhenda allar vikur ársins út um allan heim. Undanfarin misseri hefur áhugi á laxeldi á landi aukist gífurlega og erum við að búa okkur undir að geta annað eftirspurn á þeim markaði úti um allan heim,“ segir dr. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland.

Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland.
Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ljósmynd/Benchmark Genetics Iceland



mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,64 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Siggi Bessa SF 97 Lína
Þorskur 10.922 kg
Ýsa 1.211 kg
Keila 50 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 12.203 kg
22.11.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 3.175 kg
Ýsa 1.669 kg
Karfi 5 kg
Samtals 4.849 kg
22.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.107 kg
Langa 2.720 kg
Ýsa 1.100 kg
Samtals 7.927 kg
22.11.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 18.300 kg
Grálúða 13.585 kg
Samtals 31.885 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,64 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Siggi Bessa SF 97 Lína
Þorskur 10.922 kg
Ýsa 1.211 kg
Keila 50 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 12.203 kg
22.11.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 3.175 kg
Ýsa 1.669 kg
Karfi 5 kg
Samtals 4.849 kg
22.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.107 kg
Langa 2.720 kg
Ýsa 1.100 kg
Samtals 7.927 kg
22.11.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 18.300 kg
Grálúða 13.585 kg
Samtals 31.885 kg

Skoða allar landanir »