Seiglurnar leita háseta

Seiglurnar Á æfingu í fyrradag. Frá vinstri eru Helena W. …
Seiglurnar Á æfingu í fyrradag. Frá vinstri eru Helena W. Óladóttir leiðangursstjóri, Anna Karen Jörgensdóttir, Bryndís Skúladóttir, Tara Ósk Markúsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir skipstjóri. Fleiri kvenna er nú leitað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hóp­ur­inn Seigl­urn­ar býður kon­um upp á há­setapláss í kvenna­sigl­ingu á skút­unni Esju um­hverf­is landið í sum­ar. Sigl­ing­in hefst í Reykja­vík og verður stoppað á sjö stöðum, en kon­ur geta sótt um pláss á ein­um eða fleiri leggj­um.

Leiðang­urs­stjóri er Helena W. Óla­dótt­ir um­hverf­is­fræðing­ur. Fyr­ir réttu ári var hún val­in í hóp 300 kvenna víðs veg­ar úr heim­in­um til þess að sigla í kring­um hnött­inn og rann­saka plast í haf­inu. Vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins var sigl­ing­unni frestað en ís­inn var brot­inn og Helena ákvað að kynna sér skútu­sigl­ing­ar hér­lend­is.

„Hafið hef­ur alltaf togað í mig og mér var tekið tveim hönd­um í heimi sigl­ing­anna,“ seg­ir hún. Samt hafi það slegið sig hvað fáar kon­ur hafi verið sýni­leg­ar í grein­inni. Hún hafi grennsl­ast fyr­ir um ástæðuna og kom­ist að því að marg­ar kon­ur væru með skemmti­báta­próf, hefðu unnið á sjón­um og ættu góð tengsl við sjófar­end­ur og hafið, en engu að síður væri þetta karla­heim­ur.

Það þarf að læra handyökin ef á að sigla skútu.
Það þarf að læra han­dyök­in ef á að sigla skútu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Hug­mynd­in um kvenna­sigl­ing­una kom upp í sam­ræðum við nokkr­ar kon­ur í vet­ur og við vild­um fyrst og fremst vekja at­hygli á því að hafið er okk­ar stærsti bak­g­arður, sem við þurf­um að hugsa um ekki síður en landið sem við gæt­um, og okk­ur lang­ar til þess að hvetja kon­ur til þess að taka sér pláss í þessu um­hverfi.“

Þriggja vikna ferð

Eins og fram kem­ur á heimasíðu Seigl­anna (kvenna­sigl­ing.is) er stefnt að því að ferðin standi yfir frá 13. júní til 6. júlí. All­ir há­set­ar taka þátt í und­ir­bún­ingn­um, sem hefst 20. maí og verður síðan fram­haldið helg­ina 28.-30. maí. Sér­stök dag­skrá, sem fell­ur að mark­miðum ferðar­inn­ar, verður á hverj­um áfangastað í sam­vinnu við heima­menn, sigl­inga­klúbba á viðkom­andi stað og aðra.

Nafn hóps­ins vís­ar til um­hverf­is­mála, verk­efn­is­ins og þátt­tak­enda. „Það þarf seiglu til þess að tak­ast á við um­hverf­is­mál framtíðar og það þarf svo sann­ar­lega seiglu til þess að sigla um­hverf­is Ísland,“ seg­ir Helena um vænt­an­lega áhöfn, en fimm tveggja manna klef­ar eru í skút­unni og því geta fimm há­set­ar verið með skipu­leggj­end­un­um fimm á hverj­um legg. „Við þurf­um gott lið til þess að stýra skút­unni og tak­ast á við vind­inn og öld­urn­ar.“

Bryndís Skúladóttir við stýrið.
Bryn­dís Skúla­dótt­ir við stýrið. Ljós­mynd/​Aðsend

Forsprakk­ar verk­efn­is­ins eru Helena, Sig­ríður Ólafs­dótt­ir skip­stjóri, Anna Kar­en Jörgens­dótt­ir, Bryn­dís Skúla­dótt­ir og Tara Ósk Markús­dótt­ir. „Við erum van­ar sigl­inga­kon­ur, kunn­um hand­tök­in, og okk­ur lang­ar til þess að bjóða með okk­ur kon­um sem hafa ekki fengið tæki­færi til þess að fara í svona sigl­ingu hingað til.“

Verk­efnið kall­ast „Hafið er okk­ar um­hverfi – Kvenna­sigl­ing 2021“ og styrkja fyr­ir­tæki og stofn­an­ir Seigl­urn­ar. „Faxa­flóa­hafn­ir, Tækni­skól­inn og Brim eru kjöl­festustyrk­veit­end­ur, gera góða hluti í um­hverf­is­mál­um og því bjóðum við þeim að senda sinn full­trúa í sigl­ing­una, en ann­ars hef­ur um­sókn­um áhuga­samra kvenna rignt yfir okk­ur,“ seg­ir Helena.

Um­sókn­ir þurfa að ber­ast á kvenna­sigl­ing@gmail.com fyr­ir 1. maí. „Von­andi fjölg­um við þeim kon­um sem taka pláss á haf­inu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »