„Svo að ég svari því hvort maður ætli að bregðast við dragnótinni sérstaklega hef ég ekki verið á þeim stað að taka hana út fyrir sem sérstakt veiðarfæri,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í svari sínu við óundirbúinni fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í dag.
Nú stendur yfir svokallað hrygningarstopp víða um land sem nær til þorsks, skarkola, blálöngu og steinbíts á hrygningartíma, í þrítugasta skiptið.
Lilja Rafney sagði aukinn ágang stærri skipa á grunnslóð sem veiða með dragnót hafa leitt til stórfelldrar veiði á þorski á grunnslóð.
„Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann hafi hug á því að bregðast við þessum ágangi með því að takmarka sókn með dragnót á grunnslóð eins og var hér áður fyrr,“ sagði Lilja Rafney.
Þá spurði Lilja Rafney Kristján Þór hvort hann hygðist leita allra leiða til að tryggja strandveiðar, sem senn fara að hefjast, í 48 daga.
„Já, við höfum verið að skoða möguleika í þeim efnum. Sömuleiðis línuívilnunina, við höfum verið að bæta í hana svona smátt og smátt. Vandi minn í þeim efnum stendur fyrst og fremst um það að við erum með 5,3% bundin í lög sem setja ráðuneytinu mörk varðandi það hvað hægt er að gera,“ svaraði Kristján Þór.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 594,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 471,08 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 195,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 311,11 kr/kg |
23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 344 kg |
Ýsa | 48 kg |
Steinbítur | 25 kg |
Langa | 15 kg |
Samtals | 432 kg |
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.941 kg |
Ýsa | 673 kg |
Hlýri | 295 kg |
Karfi | 97 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Samtals | 5.021 kg |
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 846 kg |
Þorskur | 347 kg |
Ýsa | 243 kg |
Steinbítur | 125 kg |
Sandkoli | 29 kg |
Þykkvalúra | 3 kg |
Samtals | 1.593 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 594,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 471,08 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 195,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 311,11 kr/kg |
23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 344 kg |
Ýsa | 48 kg |
Steinbítur | 25 kg |
Langa | 15 kg |
Samtals | 432 kg |
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.941 kg |
Ýsa | 673 kg |
Hlýri | 295 kg |
Karfi | 97 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Samtals | 5.021 kg |
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 846 kg |
Þorskur | 347 kg |
Ýsa | 243 kg |
Steinbítur | 125 kg |
Sandkoli | 29 kg |
Þykkvalúra | 3 kg |
Samtals | 1.593 kg |