Veiddu 51 kílós þorsk

Áhöfnin á Sólrúnu með þorskinn stóra.
Áhöfnin á Sólrúnu með þorskinn stóra. Ljósmynd/Sindri Swan

Áhöfnin á Sólrúnu EA-151 veiddi risaþorsk við Kolbeinsey í nótt. Þorskurinn vó 51 kíló. 

Ekki liggur fyrir hve þungir stærstu þorskar sem veiddir hafa verið við Íslandsstrendur hafa verið en ljóst er að þessi er með þeim stærri. 

Sólrún rær frá Árskógsandi og veiðir þessa dagana við Kolbeinsey. Það er um átta klukkutíma stím aðra leið að sögn Haralds Ólafssonar, háseta og vélstjóra um borð. 

Þegar dregið var, voruð þið ekkert smeykir við að missa hann, svona þungan fisk?

„Jú, þegar ég sá hann koma stoppaði ég spilið, lagði frá mér gogginn og tók upp hakann og setti í hausinn á honum. Ég dró hann áleiðis upp, kallaði svo á Kristján og hann dró hann með mér. Hann var bara blóðgaður þarna á lunningunni og við rúlluðum honum í sameiningu ofan í lest,“ sagði Haraldur. 

„Þetta var svona sólstrandargæi, eins og maður kallar þá. Svona gul-rauður.“

Stefán Þór Ólafsson og sólstrandargæinn.
Stefán Þór Ólafsson og sólstrandargæinn. Ljósmynd/Sindri Swan

Langir róðrar

Kílóverðið sem Sólrún hefur verið að fá er um 250 krónur, svo að fiskurinn hefur verið um 12.750 króna virði.

Landað var úr Sólrúnu í dag og var fiskurinn vigtaður í landi, hann hafði þegar verið blóðgaður „svo þetta var kannski kíló í blóð“, sagði Haraldur. 

Í áhöfninni eru ásamt Haraldi Kristján Freyr Pétursson skipstjóri og Stefán Þór Ólafsson háseti. 

„Þetta var bara hörkuróður,“ segir Haraldur. Hann gerði 18,2 tonn á um 15.000 króka, beitt með síld. Sólrún fór út í gærmorgun um klukkan fimm og kom heim um hálfellefu í dag. Það gerir 29 klukkustunda róður með 16 tíma stími báðar leiðir. 

Haraldur segir þorskinn á þessum slóðum misjafnan, hann sé ekki einungis boltaþorskur. 

„Annars er bara blíða hérna fyrir norðan. Hann asnaðist til að gera hafgolu hérna, annars er heiðskírt og brakandi sólskin,“ segir Haraldur sem segir þá félaga fara aftur út klukkan fimm í fyrramálið, í næsta róður, líka norður fyrir Grímsey.

Sólrún EA-151
Sólrún EA-151 Ljósmynd/Sindri Swan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »