Góð vertíð, en talsverð verðlækkun

Áhöfnin á Hilmi.
Áhöfnin á Hilmi. Ljósmynd/Júlíana Ágústsdóttir

„Veiðarnar hafa gengið ótrúlega vel, en það er segin saga að þá hrapar verðið og fáir vilja kaupa,“ segir Jón Vilhjálmur Sigurðsson, skipstjóri á Hilmi ST 1 frá Hólmavík. Hann hefur stundað grásleppuveiðar á hverju ári í hátt í 20 ár og man ekki eftir öðrum eins mokstri og nú í vor. Afli hefur víðast hvar verið góður og nú er svo komið að kaupendur hrogna eru farnir að halda að sér höndum. Sumir eru hættir að kaupa hrogn og aðrir munu hafa tilkynnt um verðlækkun eða að þeir taki aðeins við í nokkra daga í viðbót.

Met slegin á vertíðinni

Met hafa verið slegin á grásleppuvertíðinni og í vikubyrjun var Sigurey ST 22 frá Drangsnesi komin með rúmlega 85 tonn. Trúlega hafa Jón Vilhjálmur og synir hans, Sigurður og Ágúst, komið með mest magn að landi úr einum róðri. Feðgarnir komu með 27 tunnur af hrognum í land nýlega, en þeir skera grásleppuna um borð. Upp úr sjó hefur aflinn þennan dag trúlega verið um 12,6 tonn af grásleppu, en mest hafði Jón Vilhjálmur áður fengið um sjö tonn í róðri. Félagar þeirra á Hlökk ST 66 komu með litlu minni afla að landi einn daginn og margir fleiri hafa aflað vel.

Í upphafi vertíðar var miðað við 40 veiðidaga, en þeim hefur verið fækkað í 35 til að tryggja öllum sem stunda grásleppuveiðar jafn marga daga. Samkvæmt því hefðu vertíðarlok hjá þeim á Hilmi verið 10. maí, en óvissa er með framhaldið, að sögn Jóns Vilhjálms. Fiskkaup sé hætt að taka við hrognum frá þeim og fyrirtæki í Búðardal kaupi hrogn af þeim út mánuðinn. Jón Vilhjálmur segist gera sér vonir um að geta selt eitthvað af hrognum til Agustson í Stykkishólmi, en það sé ekki ljóst.

Kaupendur ganga úr skaftinu

„Kaupendur hafa verið að ganga úr skaftinu hver af öðrum, það er bölvað,“ segir Jón Vilhjálmur.

Auk vandræða með að losna við hrogn fæst lítið fyrir hveljuna eða búkinn miðað við síðustu ár og því er skorinni grásleppu hent í sjóinn aftur. Slíkt brottkast var heimilað með reglugerð sem gefin var út í vor vegna birgða frá undanförnum árum og erfiðrar stöðu á mörkuðum, einkum í Kína. Jón Vilhjálmur segir ekki annað hafa verið í stöðunni fyrir þá en að skila búknum strax aftur í lífríkið.

Í upphafi vertíðar var algengt að 130 krónur fengjust fyrir kílóið af óskorinni grásleppu, um hundrað krónum lægra en í fyrra. Í fyrra var eingöngu komið með óskorna grásleppu að landi.

Jón Vilhjálmur segir að góður afli hjálpi til svo veiðarnar beri sig, en segir ekki gott hversu mjög verðið fyrir hrognin hafi lækkað frá síðasta ári. Þeir róa frá Hólmavík og eru með netin út af Ófeigsfirði og við Selsker, sem í bókum er einnig kallað Sælusker. Tíðarfar hefur yfirleitt verið gott í vor og í góðu veðri á 16 mílna hraða eru þeir hálfan þriðja tíma á miðin. Þeir róa á Hilmi ST, 12 metra plastbát af gerðinni Kleópatra 38, sem smíðaður var hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2000.

Spurður um ástæður góðs afla segir Jón Vilhjálmur að ástand hrognkelsastofnsins sé greinilega gott. Menn velti fyrir sér hvort minni og sum árin engar loðnuveiðar eigi þátt í vexti stofnsins. Meðan ekki sé veitt í flottroll eigi seiði grásleppunnar hugsanlega meiri möguleika, en meiri rannsóknir vanti.

Vertíð hlaðin óvissu

Heimilt var að leggja net 23. mars og þann dag sagði á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda að vertíðin væri hlaðin óvissu, sem sannarlega hefur komið á daginn. Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er miðað við að veiði fari ekki umfram 9.040 tonn.

„Miðað við metveiði í fyrra kom mælingin ekki á óvart þó fæstir hafi búist við 74% sveiflu milli ára. Meðaltal ráðgjafar stofnunarinnar á átta ára tímabili [2013-2020] er 5.386 tonn. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að markaðurinn hiksti við slíkum tíðindum og ekki hefur Covid-19 haft áhrif til góðs,“ sagði á heimasíðu LS 15. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 593,66 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,52 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 8.822 kg
Ýsa 457 kg
Steinbítur 20 kg
Keila 2 kg
Samtals 9.301 kg
23.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 6.433 kg
Þorskur 452 kg
Karfi 167 kg
Keila 164 kg
Hlýri 120 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 7.359 kg
23.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 159 kg
Þorskur 119 kg
Ýsa 119 kg
Langa 12 kg
Karfi 4 kg
Samtals 413 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 593,66 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,52 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 8.822 kg
Ýsa 457 kg
Steinbítur 20 kg
Keila 2 kg
Samtals 9.301 kg
23.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 6.433 kg
Þorskur 452 kg
Karfi 167 kg
Keila 164 kg
Hlýri 120 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 7.359 kg
23.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 159 kg
Þorskur 119 kg
Ýsa 119 kg
Langa 12 kg
Karfi 4 kg
Samtals 413 kg

Skoða allar landanir »