Góð aflabrögð hafa verið á Sigurfara GK-138, frá Sandgerði, í vor. Árni Þórhallsson, skipstjóri á Sigurfar segir að frá því í lok janúar hafi verið góð veiði.
„Annars er þetta allt bara skammtað, við veiðum bara eftir því sem vinnslan í landi vill fá. Við ráðum því ekki alveg,“ segir Árni.
Sigurfari hefur verið í höfn og áhöfnin í landi nú í viku, eftir að hafa landað rúmum 14 tonnum á fimmtudaginn í síðustu viku. Þá lönduðu þeir rúmum 34 tonnum daginn áður, þar af tæpum 27 tonnum af þorski, en Sigurfari rær alfarið á snurvoð.
Árni segir að útgerðin hafi dregið úr róðrum núna, en sem fyrr segir ræðst sjósóknin hjá Nesfiski, sem gerir út Sigurfara, eftir eftirspurn fiskvinnslunnar. „Það er agalegt að missa svona góð veður,“ segir hann.
Árni segir líf vera á miðunum. Hann segir það sama gilda um miðun við og í kring um Reykjanesskaga, það er allt fullt af ýsu alls staðar.
„Við fórum út á Eldeyjarbanka í hrygningarstoppinu og þar var mikið af ýsu, alveg óhemju af ýsu,“ segir Árni.
„Við bara stækkum möskvana, þá sleppur hún út. Það er ekki vinsælt að fá mikið af ýsu,“ bætir hann við.
Sigurfari hefur landað alls yfir 1200 tonnum á fiskveiðiárinu, mest þorsk. Árni segir bátinn vel mannaðan vönum mönnum sem skiptir öllu máli. „Þetta eru alltaf sömu mennirnir ár eftir ár.“
Hann segir þorskinn hafa verið mjög vænan í vetur, en hafa smækkað þegar leið á. „Það var nú ekki vinsælt að fá hann í vetur, þennan stóra. Það er orðið í lagi í núna en hann seldist ekki í vetur.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 593,66 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 471,52 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 195,22 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 311,11 kr/kg |
23.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 8.822 kg |
Ýsa | 457 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 9.301 kg |
23.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Ýsa | 6.433 kg |
Þorskur | 452 kg |
Karfi | 167 kg |
Keila | 164 kg |
Hlýri | 120 kg |
Steinbítur | 23 kg |
Samtals | 7.359 kg |
23.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 159 kg |
Þorskur | 119 kg |
Ýsa | 119 kg |
Langa | 12 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 413 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 593,66 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 471,52 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 195,22 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 311,11 kr/kg |
23.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 8.822 kg |
Ýsa | 457 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 9.301 kg |
23.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Ýsa | 6.433 kg |
Þorskur | 452 kg |
Karfi | 167 kg |
Keila | 164 kg |
Hlýri | 120 kg |
Steinbítur | 23 kg |
Samtals | 7.359 kg |
23.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 159 kg |
Þorskur | 119 kg |
Ýsa | 119 kg |
Langa | 12 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 413 kg |