Vonast eftir kjarasamningi fyrir sjómannadaginn

Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasamband Íslands.
Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasamband Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjómannasambandið vonar að hægt verði að semja um kaup og kjör sinna félagsmanna fyrir sjómannadaginn, 6. júní næstkomandi. Samningar sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa verið lausir frá 1. desember 2019.

Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins, segir það efst á baugi í kröfum sjómanna að afli sem seldur er skyldum aðilum á svokölluðu verðlagsstofuverði hækki.

Í dag miðast fiskverð að jafnaði við 80% af vegnu meðalverði á grundvelli magns síðastliðinna þriggja mánaða á innlendum fiskmarkaði, að frádregnum 5% kostnaði við skilaverð markaðar.

Krafa sjómanna er að þetta hlutfall hækki eða að allur afli verði seldur á markaði.

„Síðan er uppsjávarfiskurinn alveg sérstök umræða, það blasir við að þar ríkir mikið vantraust á milli manna,“ segir Valmundur.

Þá hafa lífeyrisréttindi sjómanna verið í brennidepli en sjómenn, einir stétta, eru með 12% iðgjald í lífeyrissjóð á meðan 15,5% gildir á almennum vinnumarkaði.

Loðnan verið gerð upp

Greint hefur verið frá því að nokkrar útgerðir hygðust greiða leiðréttingu á aflahlut eftir vel heppnaða loðnuvertíð í vetur en Félag skipstjórnarmanna taldi fyrsta verð varlega áætlað. Að sögn Valmundar hefur uppgjör á loðnuvertíðinni farið fram hjá þeim sem því lofuðu þó að hægt sé að rífast um verð fram og til baka. „Allavega stóðu menn við það sem þeir sögðu, þeir sem fengust til að segja að þeir myndu gera upp afurðaverðið eftir á. Það hefur gengið eftir enda seldist allt einn, tveir og þrír,“ segir Valmundur.

Hann segir að enn sem komið er virðist ekki hafa verið vilji til að grípa til aðgerða þó að samningar hafi verið lausir í lengri tíma.

„En auðvitað kemur að því að menn fái nóg af því að vera samningslausir í mörg ár,“ segir Valmundur.

Kjaradeila SFS og Sjómannasambandsins er komin á borð ríkissáttasemjara þar sem er fundað einu sinni í viku, stundum oftar. Valmundur segir fjölda krafna báðum megin við borðið en viðræður séu í raun skammt á veg komnar. Fjórir eða fimm fundir hafa verið haldnir með ríkissáttasemjara.

„Við einsettum okkur að klára þetta fyrir sjómannadaginn, ég er nú ekki viss um að það klárist en hver veit.“

Þá segir Valmundur að ýmsar kröfur hafi komið fram hjá SFS en taktlausast þykir honum að gera kröfu um að sjómenn taki þátt í að greiða veiðigjöld og önnur opinber gjöld.

„Kröfurnar sem mest fara í taugarnar á okkur, ef svo má segja, er að þeir vilja að við förum að borga með þeim í auðlindagjöldum og kolefnisgjöldum og öllu slíku, að það verði tekið af hlutnum okkar líka.

Menn verða að átta sig á því að áður en veiðigjald er reiknað er ýmislegt dregið frá, þar á meðal laun sjómanna. Ef við færum að greiða með þeim veiðigjöldin, þá lækkar hluturinn okkar og þar með það sem dregið er frá reiknigrunninum svo að veiðigjöld hækka. Sem er ekki eitthvað sem útgerðin vill. Kannski er þeim sama ef við borgum þetta fyrir þá, ég veit það ekki.“

Þá bendir Valmundur á að samningar Sjómannasambandsins eru lausir við sambátaeigendur og hafa verið í mörg ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 593,66 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,52 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 8.822 kg
Ýsa 457 kg
Steinbítur 20 kg
Keila 2 kg
Samtals 9.301 kg
23.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 6.433 kg
Þorskur 452 kg
Karfi 167 kg
Keila 164 kg
Hlýri 120 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 7.359 kg
23.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 159 kg
Þorskur 119 kg
Ýsa 119 kg
Langa 12 kg
Karfi 4 kg
Samtals 413 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 593,66 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,52 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 8.822 kg
Ýsa 457 kg
Steinbítur 20 kg
Keila 2 kg
Samtals 9.301 kg
23.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 6.433 kg
Þorskur 452 kg
Karfi 167 kg
Keila 164 kg
Hlýri 120 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 7.359 kg
23.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 159 kg
Þorskur 119 kg
Ýsa 119 kg
Langa 12 kg
Karfi 4 kg
Samtals 413 kg

Skoða allar landanir »