Arnarlax kaupir eldisstöðvar á Suðurlandi

Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, segir kaupin styðja áform fyrirtækisins um …
Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, segir kaupin styðja áform fyrirtækisins um frekari vöxt. mbl.is/Hari

Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax ehf. hefur undirritað samninga um kaup á tveimur eldisstöðvum á Suðurlandi, á Hallkelshólum og í Þorlákshöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu norska móðurfélagsins Icelandic Salmon AS til norsku kauphallarinnar.

Hvorki kemur fram hvert kaupverðið er né seljandi, þó er vitað að Fjallableikja ehf. er eina fyrirtækið sem rekið hefur eldi að Hallkelshólum í Grímsnesi.

Gert er ráð fyrir að stöðvarnar framleiði allt að 800 þúsund seiði árið 2022 og að framleiðslan nái 1,5 milljónum seiða árið 2023.

„Í kjölfar væntanlegra breytinga á rekstrarleyfum yfir í laxaseiði er áætlað að heildarframleiðslan verði 7.000 tonn miðað við framleiðslugetu stöðvanna sem keyptar voru. Reiknað er með að meðalþyngd seiðanna árið 2023 verði 250 grömm, sem gerir Icelandic Salmon kleift að bæta nýtingu [hámarkslífmassa] núverandi rekstrarleyfa og undirbúa frekari aukningu [hámarkslífmassa],“ segir í tilkynningunni.

Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, kveðst í tilkynningunni ánægður með áfangann og segir kaupin skapa samþætta virðiskeðju. „Þessi tvenn kaup veita okkur aukna framleiðslugetu seiða sem og getu til að framleiða stærri seiði. Þetta mun styrkja enn frekar grundvöll metnaðarfullra áforma Icelandic Salmon um sjálfbær vaxtarmarkmið til framtíðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,19 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,19 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »