Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stóð í ströngu við að svara fyrirspurnum um stöðu sjávarútvegsins í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, spurðu meðal annars að því hvort auðlindaákvæði og veiðigjöld skiluðu sanngjarnri rentu til samfélagsins frá þeim sem nýta fiskveiðiauðlindina.
Þorgerður Katrín beindi athyglinni að hagsmunaaðilum og eignarhaldi í sjávarútvegi, þar sem Norðmenn, Færeyingar og Namibíumenn væru til að mynda að herða tökin í þeim efnum. Hún spurði hvort Katrín hefði áhyggjur af þeirri þróun sem hafi orðið hér á landi hvað það varðaði og hvort ráðherrann myndi beita sér fyrir að setja fram auðlindaákvæði þar sem tímabinding réttindaaðgangs að auðlindinni yrði lykilatriði.
Katrín benti á frumvarp sitt um breytingar á stjórnarskrá og sagði að ef auðlindaákvæðið væri samþykkt í þeirri mynd sem hún hefur sett fram, væri skýrt að þær heimildir yrðu ekki afhentar varanlega. Þær væru annað hvort tímabundnar eða uppsegjanlegar og myndu svara ákalli almennings um slíkt atkvæði í stjórnarskrá.
Þorgerður steig aftur upp í pontu og sagði slíkt auðlindaákvæði vera sýndarmennsku og að auðlindaákvæðið sem liggi nú fyrir gefi landsmönnum lítið sem ekkert.
„Auðvitað getur háttvirtur þingmaður ekki komið hér upp og kallað þetta ákvæði sýndarmennsku. Það er stórmál að undirstrika þjóðareignarhugtakið í stjórnarskrá,“ svaraði Katrín.
„Þetta auðlindaákvæði sem hér liggur fyrir í þinginu myndi undirstrika rétt íslensku þjóðarinnar til sinna auðlinda og það er rangt og það er sýndarmennska að halda öðru fram,“ sagði hún.
Á undan Þorgerði kom Logi Einarsson í pontu og krafðist svara af ráðherra hvort hún teldi það sanngjarna rentu að frá 2010 hefðu sjávarútvegsfyrirtækin greitt rúma hundrað milljarða til eigenda sinna í arðgreiðslur, sem væri tvöfalt meira en veiðigjöld sama tímabils.
Katrín svaraði því til að gjöldin væru afkomutengd og myndu til að mynda hækka í ár miðað við síðasta ár. Hún sagði að sanngjörn renta snerist um stærra samhengi, m.a. hvaða þak væri sett á eignarhluti í nýtingarheimildum.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 19.1.25 | 540,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 19.1.25 | 672,17 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 19.1.25 | 389,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 19.1.25 | 323,26 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 19.1.25 | 283,17 kr/kg |
Ufsi, slægður | 19.1.25 | 244,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 19.1.25 | 216,57 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 19.1.25 | 540,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 19.1.25 | 672,17 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 19.1.25 | 389,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 19.1.25 | 323,26 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 19.1.25 | 283,17 kr/kg |
Ufsi, slægður | 19.1.25 | 244,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 19.1.25 | 216,57 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |