Nýtt vinnslukerfi frá Skaganum til Fáskrúðsfjarðar

Loðnuvinnslan hefur undirritað samning um kaup á nýju vinnslukerfi í …
Loðnuvinnslan hefur undirritað samning um kaup á nýju vinnslukerfi í frystihús félagsins á Fáskrúðsfirði.. mbl.is/Albert Kemp

Loðnuvinnslan hf. (LVF) og Skaginn 3X sömdu nýlega um nýtt vinnslukerfi fyrir frystihús Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Það mun bæði auka sjálfvirkni og afkastagetu Loðnuvinnslunnar. Afkastagetan mun aukast um allt að 400 tonn á sólarhring sem er um 70% afkastaaukning frá því sem nú er. Nýja kerfið er hannað til að framleiða hágæðavöru á sem hagkvæmastan hátt, samkvæmt fréttatilkynningu frá Skaganum 3X.

Sérhæft í uppsjávarfiski

Frystihús Loðnuvinnslunnar er sérhæft til að vinna uppsjávarfisk, það er loðnu, síld og makríl. „Loðnan er heilfryst á markaði í Austur-Evrópu og Asíu en einnig eru hrogn unnin fyrir sömu markaði,“ segir í tilkynningunni.

Frá undirritun samninga. Frá vinstri: Þorri Magnússon - framleiðslustjóri (LVF), …
Frá undirritun samninga. Frá vinstri: Þorri Magnússon - framleiðslustjóri (LVF), Friðrik Mar Guðmundsson - framkvæmdastjóri (LVF), Ingvar Vilhjálmsson - svæðissölustjóri (Skaginn 3X), Steinþór Pétursson - skrifstofustjóri (LVF), Einar Brandsson - söluhönnuður (Skaginn 3X), Rúnar Björn Reynisson - vélahönnuður (Skaginn 3X).

Vinnsla uppsjávarafla er háð árstíðabundnum veiðum og skiptir því miklu að geta nýtt auðlindina á réttum tíma og með réttum aðferðum. Skaginn 3X segir að tæknilausnir fyrirtækisins séu hannaðar til að viðhalda gæðum vörunnar og ná þannig hámarksafrakstri í vinnslu. Með þessum endurbótum verði Loðnuvinnslan mun betur í stakk búin til að nýta auðlindina sem best á næstu vertíðum.

Uppsjávarkerfin frá Skaganum 3X eru afar skilvirk. Þessi tækni hefur þjónað nokkrum stærstu uppsjávarvinnslum í heiminum.

Þjarkar auka á sjálfvirkni

Í nýja kerfinu sem verður sett upp hjá Loðnuvinnslunni er pokakerfi, nýir plötufrystar og sjálfvirkt brettakerfi. Búnaðurinn verður tengdur vélum sem fyrir eru og nýjum búnaði frá öðrum framleiðendum. Þar á meðal eru þjarkar sem auka enn á sjálfvirknina í frystihúsinu.

„Skaginn 3X hefur mikla reynslu í hönnun og uppsetningu á stórum heildarkerfum fyrir uppsjávarvinnslu. Það tók því ekki langan tíma fyrir þrjá sérfræðinga fyrirtækisins að hanna kerfið fyrir LVF. Þeir mættu austur, teiknuðu kerfið upp á staðnum og tæpum mánuði seinna var samningur undirritaður,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Nýtt vinnslukerfi Loðnuvinnslunnar.
Nýtt vinnslukerfi Loðnuvinnslunnar. Mynd/Skaginn 3X
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »