Kaupa og taka við rekstri á Eðalfiski

Frá undirritun samnings um kaup Brimilshólma á öllu hlutafé í …
Frá undirritun samnings um kaup Brimilshólma á öllu hlutafé í Eðalfiski. Ljósmynd/Aðsend

Brimilshólmi ehf. á Akranesi hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Eðalfiski ehf. í Borgarnesi og tekið við rekstri félagsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Eðalfiskur sérhæfir sig í framleiðslu á ferskum, frystum, reyktum og gröfnum laxaafurðum. Félagið skilaði 19 milljóna rekstrartapi á síðasta ári en skilaði 2,4 milljóna hagnaði 2019. Hins vegar voru seldar vörur fyrir 596,9 milljónir í fyrra sem var 7,5 milljónum meira en árið á undan.

Fleiri eigendur eru að Brimilshólma og er stærsti staki hluthafinn Gestur Breiðfjörð Gestsson sem fer með 18,95% í gegnum félag sitt Fiskibein ehf. Þar á eftir fara þau Inga Ósk Jónsdóttir og Gísli Runólfsson með 16,58% hlut hvort í gegnum sameiginlegt félag þeirra Heillastjörnu ehf. Aðrir hluthafar fara með 10% eða minna.

Um er að ræða sama hóp og kom að kaupum á Norðanfiski ehf. á síðasta ári.

„Á bak við Brimilshólma, sem kaupir Eðalfisk, er öflugur hópur sem er að veðja á framtíðarsýn til sóknar á erlendum markaði og við höfum mikla trú á tækifærum á innanlandsmarkaði. Við sjáum tækifæri hollu mataræði og aukinni fiskneyslu og viljum styðja við viðskiptavini okkar og skapa þeim virði í sinni starfsemi,“ segir Inga Ósk Jónsdóttir í tilkynningunni fyrir hönd Brimilshólma.

„Rekstur Eðalfisks á sér langa og farsæla sögu í Borgarnesi sem við erum stolt af og við fögnum því að kaupendur séu öflugur hópur og höfum við fulla trú að félagið muni halda áfram að vaxa og dafna með nýjum eigendum,“ segir Kristján Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri og einn núverandi eigenda Eðalfisks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 6.817 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 10.334 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg
20.1.25 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 31.865 kg
Karfi 10.594 kg
Samtals 42.459 kg
20.1.25 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 28.858 kg
Karfi 19.379 kg
Ýsa 4.883 kg
Ufsi 1.835 kg
Langa 1.290 kg
Skarkoli 1.208 kg
Steinbítur 415 kg
Blálanga 271 kg
Sandkoli 152 kg
Þykkvalúra 102 kg
Skötuselur 16 kg
Samtals 58.409 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 6.817 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 10.334 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg
20.1.25 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 31.865 kg
Karfi 10.594 kg
Samtals 42.459 kg
20.1.25 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 28.858 kg
Karfi 19.379 kg
Ýsa 4.883 kg
Ufsi 1.835 kg
Langa 1.290 kg
Skarkoli 1.208 kg
Steinbítur 415 kg
Blálanga 271 kg
Sandkoli 152 kg
Þykkvalúra 102 kg
Skötuselur 16 kg
Samtals 58.409 kg

Skoða allar landanir »