Fiskistofa birti rangar strandveiðitölur

Umframafli strandveiðibáta var mun minni en Fiskistofa sagði fyrst. Stofnunin …
Umframafli strandveiðibáta var mun minni en Fiskistofa sagði fyrst. Stofnunin breytti tölunum en tilgreindi ekki að breytingin hafði átt sér stað. Ljósmynd/Gunnar Páll Baldursson

Töluleg gögn sem birt voru á vef Fiskistofu 18. maí um umframafla í annarri viku strandveiða var breytt þannig að bátar með umframafla voru nafngreindir á vef stofnunarinnar án þess að hafa unnið sér það til saka að hafa komið að landi með umrætt magn af umframafla.

Færsla á vef Fiskistofu, sem enn er dagsett 18. maí er nú með aðrar tölur en þegar blaðamaður 200 mílna nýtti tölurnar við vinnslu fréttar um umframafla. Báturinn Kaja ÞH-66 sem sagður var hafa komið að landi með 821 kíló af umframafla er því ekki lengur á lista þeirra sem komu með yfir hundrað kílóa umframafla. Jafnframt er Hólmi ÞH-56 sem skráður var fyrir 460 kílóa umframafla nú sagður hafa verið með 104 kíló.

Leiðinlegt að verða úthrópaður

Nokkur umræða hefur orðið meðal strandveiðimanna eftir umfjöllunina, enda er umframafli tekinn af heildarafla sem strandveiðum er útvegað. „Þetta er bara leiðinlegt að vera úthrópaður fyrir að vera að taka af félögum sínum sem ég hef ekki verið að gera,“ segir Sigurður Ragnar Kristinsson, sem gerir út Köju ÞH-66, í samtali við 200 mílur.

Hann kveðst ekki ergilegur eftir að bátur hanns var sagður hafa verið með 821 kílóa umframafla. Það einfaldlega getur gerst að það eigi sér stað mannleg mistök og fagnar hann því að réttar tölur hafi verið birtar.

„Þarna hafa menn tekið brúttó-aflatölur. Þetta er fiskur sem er settur í krap úti á sjó og ennþá meiri krap í öðrum körum uppi á bryggju þegar honum er landað. Síðan er hann endurvigtaður úr krapanum daginn eftir og þá verða til svona skrautlegar ísprósentur,“ útskýrir Sigurður.

Tilgreina ekki leiðréttingu

Engin leiðrétting eða tilkynningu um uppfærslu hefur verið birt í færslunni á vef Fiskistofu, en eins og sést bersýnilega á yfirlitsmyndum sem fengnar eru úr sömu færslu á vef stofnunarinnar er gríðarlegur munur á talnaefninu. Fyrri myndin er fengin 18. maí en sú nýrri 21. maí.

Þá er umframafli í annarri viku nú sagður hafa verið 7.594 kíló en var sagður 9.351 kíló. Jafnframt er fjöldi strandveiðibáta sem sinntu veiðum sagðir hafa verið 186 en fyrst var sagt að þeir væru 190 talsins.

Tölurnar eins og þær voru birtar á vef Fiskistofu 18. …
Tölurnar eins og þær voru birtar á vef Fiskistofu 18. maí.
Tölurnar eins og þær birtast 21. maí.
Tölurnar eins og þær birtast 21. maí.
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »