Írskir sjómenn eru ósáttir við að aflahlutdeild írskra útgerða hafi verið skert í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Til að mótmæla skerðingunni hafa um 50 togarar siglt að höfninni í Cork og gengu sjómennirnir síðan að skrifstofu Micheal Martin, forsætisráðherra landsins.
Fram kemur í umfjöllun Irish Times að mótmælin voru skipulögð af samtökum útgerða á Suður- og Vestur-Írlandi (e. The Irish South and West Fish Producer's Organisation). Markmið mómælanna eru sögð vera að vekja athygli á þeim erfiðleikum sem Brexit hefur valdið atvinnugreininni.
Patrick Murphy, framkvæmdastjóri samtakanna, segir Brexit-samninginn sem Evrópusambandið samþykkti 24. desember valda því að írskir sjómenn verði af milljónum evra ef þeir fá ekki það sem þeir telja sinn sanngjarna hlut í stofnum innan írsku lögsögunnar.
Þá fullyrðir Murphy að írskir sjómenn fái aðeins að veiða 15% af fisknum á írsku hafsvæði á meðan Bretar fá að veiða 75%. „Jafnframt er áætlað að um 4.000 störf eða fleiri glatist í veiðum á sjó og fiskiðnaði á landi í kjölfar þessa niðurskurðar.“
An incredible sight as a flotilla of more than 50 trawlers and their crew from #Dingle, along the south coast to #KilmoreQuay passes @blackrockcastle on the way to the city docks in #Cork. The protest is over the #FutureOfFishing, conditions and quota restrictions. @rtenews pic.twitter.com/Nk3gQuHzuK
— Paschal Sheehy (@PaschalSheehy) May 26, 2021
Charlie McConalogue, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Írlands, kvaðst í dag hafa skilning á þeirri byrði sem verið er að leggja á írska sjómenn og hefur hann lýst því yfir að stofnuð verði aðgerðastjórn sem á að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum Brexit í samstarfi við greinina.
Sjómenn víða í Evrópusambandinu hafa mótmælt Brexit-samningnum og hrintu franskir sjómenn af stað mótmælum gegn ákvæðum samningsins sem hefur gert það að verkum að frönsk skip hafa hlotið mun minni aflaheimildir.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.11.24 | 570,71 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.11.24 | 507,64 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.11.24 | 335,58 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.11.24 | 231,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.11.24 | 186,62 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.11.24 | 247,32 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.11.24 | 247,46 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
8.11.24 Sólrún EA 151 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.953 kg |
Þorskur | 1.123 kg |
Samtals | 5.076 kg |
8.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.017 kg |
Samtals | 1.017 kg |
8.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.022 kg |
Ufsi | 57 kg |
Ýsa | 12 kg |
Karfi | 9 kg |
Samtals | 1.100 kg |
8.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 30.728 kg |
Ýsa | 24.952 kg |
Skarkoli | 2.196 kg |
Ufsi | 422 kg |
Sandkoli | 311 kg |
Karfi | 143 kg |
Steinbítur | 135 kg |
Grálúða | 111 kg |
Hlýri | 101 kg |
Þykkvalúra | 82 kg |
Langa | 55 kg |
Skötuselur | 54 kg |
Djúpkarfi | 9 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 59.301 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.11.24 | 570,71 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.11.24 | 507,64 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.11.24 | 335,58 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.11.24 | 231,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.11.24 | 186,62 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.11.24 | 247,32 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.11.24 | 247,46 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
8.11.24 Sólrún EA 151 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.953 kg |
Þorskur | 1.123 kg |
Samtals | 5.076 kg |
8.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.017 kg |
Samtals | 1.017 kg |
8.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.022 kg |
Ufsi | 57 kg |
Ýsa | 12 kg |
Karfi | 9 kg |
Samtals | 1.100 kg |
8.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 30.728 kg |
Ýsa | 24.952 kg |
Skarkoli | 2.196 kg |
Ufsi | 422 kg |
Sandkoli | 311 kg |
Karfi | 143 kg |
Steinbítur | 135 kg |
Grálúða | 111 kg |
Hlýri | 101 kg |
Þykkvalúra | 82 kg |
Langa | 55 kg |
Skötuselur | 54 kg |
Djúpkarfi | 9 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 59.301 kg |