50 írskir togarar í Brexit-mótmælum

Togarar við bryggju í írsku borginni Cork.
Togarar við bryggju í írsku borginni Cork. Ljósmynd/Flickr/William Murphy

Írskir sjómenn eru ósáttir við að aflahlutdeild írskra útgerða hafi verið skert í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Til að mótmæla skerðingunni hafa um 50 togarar siglt að höfninni í Cork og gengu sjómennirnir síðan að skrifstofu Micheal Martin, forsætisráðherra landsins.

Fram kemur í umfjöllun Irish Times að mótmælin voru skipulögð af samtökum útgerða á Suður- og Vestur-Írlandi (e. The Irish South and West Fish Producer's Organisation). Markmið mómælanna eru sögð vera að vekja athygli á þeim erfiðleikum sem Brexit hefur valdið atvinnugreininni.

Samtök útgerðarmanna á Suður- og Vestur-Írlandi hvöttu félagsmenn til þátttöku …
Samtök útgerðarmanna á Suður- og Vestur-Írlandi hvöttu félagsmenn til þátttöku í mótmælunum.

Segja þúsundir starfa í húfi

Patrick Murphy, framkvæmdastjóri samtakanna, segir Brexit-samninginn sem Evrópusambandið samþykkti 24. desember valda því að írskir sjómenn verði af milljónum evra ef þeir fá ekki það sem þeir telja sinn sanngjarna hlut í stofnum innan írsku lögsögunnar.

Þá fullyrðir Murphy að írskir sjómenn fái aðeins að veiða 15% af fisknum á írsku hafsvæði á meðan Bretar fá að veiða 75%. „Jafnframt er áætlað að um 4.000 störf eða fleiri glatist í veiðum á sjó og fiskiðnaði á landi í kjölfar þessa niðurskurðar.“

Charlie McConalogue, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Írlands, kvaðst í dag hafa skilning á þeirri byrði sem verið er að leggja á írska sjómenn og hefur hann lýst því yfir að stofnuð verði aðgerðastjórn sem á að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum Brexit í samstarfi við greinina.

Mótmælt víða

Sjómenn víða í Evrópusambandinu hafa mótmælt Brexit-samningnum og hrintu franskir sjómenn af stað mótmælum gegn ákvæðum samningsins sem hefur gert það að verkum að frönsk skip hafa hlotið mun minni aflaheimildir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.11.24 570,71 kr/kg
Þorskur, slægður 8.11.24 507,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.11.24 335,58 kr/kg
Ýsa, slægð 8.11.24 231,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.11.24 186,62 kr/kg
Ufsi, slægður 8.11.24 247,32 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 8.11.24 247,46 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Sólrún EA 151 Lína
Ýsa 3.953 kg
Þorskur 1.123 kg
Samtals 5.076 kg
8.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.017 kg
Samtals 1.017 kg
8.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.022 kg
Ufsi 57 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 9 kg
Samtals 1.100 kg
8.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 30.728 kg
Ýsa 24.952 kg
Skarkoli 2.196 kg
Ufsi 422 kg
Sandkoli 311 kg
Karfi 143 kg
Steinbítur 135 kg
Grálúða 111 kg
Hlýri 101 kg
Þykkvalúra 82 kg
Langa 55 kg
Skötuselur 54 kg
Djúpkarfi 9 kg
Keila 2 kg
Samtals 59.301 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.11.24 570,71 kr/kg
Þorskur, slægður 8.11.24 507,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.11.24 335,58 kr/kg
Ýsa, slægð 8.11.24 231,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.11.24 186,62 kr/kg
Ufsi, slægður 8.11.24 247,32 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 8.11.24 247,46 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Sólrún EA 151 Lína
Ýsa 3.953 kg
Þorskur 1.123 kg
Samtals 5.076 kg
8.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.017 kg
Samtals 1.017 kg
8.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.022 kg
Ufsi 57 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 9 kg
Samtals 1.100 kg
8.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 30.728 kg
Ýsa 24.952 kg
Skarkoli 2.196 kg
Ufsi 422 kg
Sandkoli 311 kg
Karfi 143 kg
Steinbítur 135 kg
Grálúða 111 kg
Hlýri 101 kg
Þykkvalúra 82 kg
Langa 55 kg
Skötuselur 54 kg
Djúpkarfi 9 kg
Keila 2 kg
Samtals 59.301 kg

Skoða allar landanir »