Hörð lína Norðmanna gagnrýnd á Írlandi

Áhöfnin að störfum um borð í Víkingi AK.
Áhöfnin að störfum um borð í Víkingi AK. mbl.is/Börkur Kjartansson

Norðmenn tilkynntu á fimmtudag að makrílkvóti þeirra í ár yrði 298 þúsund tonn eða 35% af heildinni. Það er mikil aukning, en hlutur Norðmanna hefur frá 2014 verið 22,5% af ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, samkvæmt samningi Norðmanna, Evrópusambandsins og Færeyinga, sem féll úr gildi í lok síðasta árs. Fyrirsögn fréttar norska sjávarútvegsráðuneytisins er „harðari lína frá Noregi“.

Í frétt á heimasíðu ráðuneytisins kemur fram að kvótaákvörðunin byggist á mati á magni makríls á norsku hafsvæði. Frá 2014, þegar samningur fyrrnefndra þriggja strandríkja var gerður, hafi útbreiðsla makríls orðið norðaustlægari og meira verið af fiskinum á norsku hafsvæði. Um einhliða ákvörðun Norðmanna er að ræða þar sem engir samningar eru í gildi.

Í fréttinni kemur fram að ekki hafi reynst mögulegt að endurnýja þriggja þjóða samninginn eftir að Bretar yfirgáfu Evrópusambandið og urðu sjálfstætt strandríki. „Þetta er mjög miður því samningurinn hefur verið mikilvægur til að tryggja ábyrga stjórnun, stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir alla aðila,“ er haft eftir Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs. Í fréttinni kemur fram að af hálfu Norðmanna verði áfram unnið að samningi um stjórnun veiðanna, með aðkomu allra strandríkja að makrílveiðum.

Umfram ráðgjöf

Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES, lagði til í lok síðasta árs að aflinn 2021 færi ekki yfir 852 þúsund tonn og var um 8% samdrátt í ráðgjöf að ræða frá árinu á undan. Þegar liggja fyrir tilkynningar um veiðar á alls 900 þúsund tonnum til Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins, NEAFC. Það er talsvert umfram ráðgjöfina, en síðustu ár hefur makríll verið veiddur umfram ráðgjöf. 2019 voru MSC-vottanir á makrílveiðum í NA-Atlantshafi afturkallaðar.

Ekki liggur fyrir hversu mikið Íslendingar og Færeyingar ætla sér að veiða í ár. Bretar hafa tilkynnt veiðar á 222.288 tonnum, tilkynning Evrópusambandsins hljóðar upp á 200.179 tonn, Rússar ætla sér að veiða 120.423 tonn, Grænlendingar 60.000 tonn og Norðmenn miða við tæp 300 þúsund tonn. Þeir höfðu áður tilkynnt um upphafskvóta upp á 105 þúsund tonn, en hafa nú bætt hressilega í.

Audun Maråk, framkvæmdastjóri norskra útgerðarmanna, segir að norska flotanum muni takast að veiða þau 298 þúsund tonn, 35% af ráðgjöfinni, sem þeir hafa sett sér. Í norska blaðinu Fiskeribladet/Fiskaren kom fram í síðustu viku að miðað við 300 þúsund tonn gæti aflaverðmæti makríls í ár orðið nálægt 3,9 milljörðum norskra króna eða um 56 milljarðar íslenskra króna. Aukning um rúmlega 106 þúsund tonn gæti skilað um 1,4 milljörðum norskra króna eða um 20 íslenskum milljörðum miðað við hlutdeild samkvæmt samningnum sem gilti síðustu ár.

Gripið verði til aðgerða

Charlie McConalogue, sjávarútvegsráðherra Írlands, gagnrýnir ákvörðun Norðmanna harðlega í fréttatilkynningu. Þar hvetur hann Evrópusambandið til að hafna einhliða, tækifærissinnuðum og ósjálfbærum yfirlýsingum Norðmanna um 55% aukningu á hluta þeirra í makrílstofninum. Nauðsynlegt sé að framkvæmdastjórnin grípi þegar í stað til aðgerða til að bregðast við þessari óábyrgu ákvörðun Noregs. Haft er eftir ráðherranum að Norðmenn verði að skilja að ábyrgir samstarfsmenn fái ekki umbun fyrir óviðunandi aðgerðir á borð við þessa.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg
22.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 44 kg
Þorskur 23 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 86 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg
22.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 44 kg
Þorskur 23 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 86 kg

Skoða allar landanir »