Fjárfest fyrir 236 milljarða króna

Gríðarlegar fjárfestingar í skipakosti hafa átt sér stað á undanförnum …
Gríðarlegar fjárfestingar í skipakosti hafa átt sér stað á undanförnum árum. Því hafa einnig fylgt fjárfestingar í búnaði um borð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heildarfjárfestingar í fiskveiðum og fiskvinnslu, þjónustu við fiskveiðar og fiskeldi á árunum 2008 til 2019 námu 236 milljörðum króna. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi.

Þar segir að mest hafi verið fjárfest í bátum og skipum eða fyrir um 108 milljarða króna. Næstmest hefur verið fjárfest í fiskvinnslu og nema fjárfestingarnar 97 milljörðum. Í fiskeldi hefur verið fjárfest fyrir 25 milljarða á tímabilinu og 6 milljarða í fjölbreyttri þjónustu við fiskveiðar.

Töluverða sveiflu er að finna í fjárfestingum milli ára en það kann að skýrast af því að stök verkefni kunna að vera fyrirferðarmikil og skipt mörgum milljörðum. Til að mynda var fjárfest fyrir 105 milljarða bara á árunum 2015 til 2017, þar af var fjárfest í nýjum skipum fyrir 54 milljarða króna. Stöðugri þróun hefur verið í fiskvinnslunum og hefur verið fjárfest fyrir 11 til 14 milljarða á hverju ári á tímabilinu 2015 til 2019.

Auka hagkvæmni

„Líkt og í öðrum atvinnugreinum ráðast fjárfestingar í sjávarútvegi af framtíðarhorfum og væntum ávinningi, en einnig af afkomu undanfarinna ára. Þær fjárfestingar sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum hafa verið nauðsynlegar vegna þess hve fiskiskipastóllinn var orðinn gamall, en auk þess hafa þær gert fyrirtækjum mögulegt að innleiða nýja tækni og skipulag um borð í skipunum og draga úr eldsneytisnotkun.

Nýju skipin eru í mörgum tilvikum öflugri en hin eldri og því hefur einnig verið hægt að sameina aflaheimildir á færri skip og þannig auka enn fremur hagkvæmni við veiðarnar,“ segir í skýrslunni.

Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi.
Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Töluvert hefur verið fjárfest í fiskeldi hér á landi á undanförnum árum og hafa þær vaxið ört. Á árunum 2008 og 2009 voru fjárfestingar í greininni einungis 600 milljónir króna en tvöfölduðust síðan í 1,1 til 1,4 milljarða árin á eftir. Náðu fjárfestingar í greininni hámarki 2017 er fjárfest var fyrir 6,8 milljarða króna, en 2018 námu fjárfestingar 3,5 milljörðum og 2,7 milljörðum árið 2019.

Benda skýrsluhöfundar á að fiskeldi sé fjármagnsfrek atvinnugrein enda kostnaðarsamt að byggja upp innviðina og biðin eftir afköstum löng. Það tekur um tvö til þrjú ár fyrir eldislax í sjókví að ná sláturstærð.

Jákvæð aðkoma Norðmanna

„Aðkoma norskra fjárfesta hefur því verið mikilvæg en áhugi innlendra fagfjárfesta á fiskeldi hefur farið vaxandi, svo sem glöggt kom fram í hlutafjárútboði Iceland Salmon AS, móðurfélags Arnarlax í október 2020, en félagið er skráð á hlutabréfamarkaði í Noregi (margföld eftirspurn var í hlutafjárútboði Arnarlax 2020). Norska fjárfestingafélagið Måsøval Eiendom AS á ráðandi hlut í Ice Fish Farm AS, sem er eignarhaldsfélag Fiskeldis Austfjarða hf., og fyrirtækinu Laxar fiskeldi ehf. Ice Fish Farm AS er skráð á hlutabréfamarkaði í Noregi. Þá á norska fiskeldisfyrirtækið Norway Royal Salmon ASA (NRS) helmingshlut í Arctic Fish ehf. sem er móðurfyrirtæki Arctic Sea Farm hf. NRS er skráð á hlutabréfamarkaði í Noregi,“ segir um fjárfestingar í fiskeldi í skýrslunni.

Þá fylgi norska fjármagninu einnig mikilvæg tækniþekking og reynsla af eldisstarfsemi sem skýrsluhöfundar telja nýtast við uppbyggingu greinarinnar hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.24 496,27 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.24 460,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.24 435,93 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.24 270,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.24 231,96 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.24 336,71 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.24 416,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.24 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Ufsi 958 kg
Þorskur 210 kg
Langa 113 kg
Samtals 1.281 kg
14.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 778 kg
Skrápflúra 685 kg
Sandkoli 379 kg
Þorskur 255 kg
Skarkoli 189 kg
Steinbítur 78 kg
Samtals 2.364 kg
14.11.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Sandkoli 958 kg
Þorskur 213 kg
Skarkoli 134 kg
Ýsa 76 kg
Skrápflúra 52 kg
Samtals 1.433 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.24 496,27 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.24 460,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.24 435,93 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.24 270,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.24 231,96 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.24 336,71 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.24 416,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.24 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Ufsi 958 kg
Þorskur 210 kg
Langa 113 kg
Samtals 1.281 kg
14.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 778 kg
Skrápflúra 685 kg
Sandkoli 379 kg
Þorskur 255 kg
Skarkoli 189 kg
Steinbítur 78 kg
Samtals 2.364 kg
14.11.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Sandkoli 958 kg
Þorskur 213 kg
Skarkoli 134 kg
Ýsa 76 kg
Skrápflúra 52 kg
Samtals 1.433 kg

Skoða allar landanir »