Leggja til myndarlega aukningu í síld og ýsu

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að 104% meira verði veitt af síld. Stofninn …
Hafrannsóknastofnun ráðleggur að 104% meira verði veitt af síld. Stofninn hefru náð sér vel eftir að hafa barist við sýkingar undanfarin ár. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi fært fréttir af töluvert minni þorskstofni í morgun gat stofnunin kynnt jákvæðar fréttir af öðrum nytjastofnum Íslendinga, svo sem ýsu og síld.

Stofnunin leggur til að útgefið aflamark í síld verði 72.239 tonn sem er 104% aukning frá fyrra ári er ráðgjöfin nam 35.490 tonnum. Fram kom í kynningu Hafrannsóknastofnunar í morgun að aukninguna mætti rekja til sterks 2017-árgangs sem komi inn í veiðistofninn nú, en stofninn hafði minnkað ört vegna ichthyophonus-sýkingar 2009 til 2010 og 2016. Þá telur stofnunin horfurnar góðar þar sem 2018-árgangurinn sé einnig sterkur.

Ráðgjöf í ýsu eykst um 11% úr 45.389 tonnum í 50.429 tonn. Árgangar 2015 til 2017 eru sagðir nálægt meðaltali en 2018-árgangur lélegur og er útlit fyrir fyrir að stofninn stækki á næstu árum. Mælingar benda til að árgangar 2019 til 2020 verði yfir meðallagi.

Um þúsund tonna samdráttur er í ufsa og nemur ráðgjöf 77.531 tonni. Óvissa er um þróun stofnstærðar á næstu árum, en minna hefur verið veitt af tegundinni en það sem hefur verið gefið út í aflamarki undanfarin ár.

Breytingin í ráðgjöf fyrir ufsa nemur aðeins rúmt 1%.
Breytingin í ráðgjöf fyrir ufsa nemur aðeins rúmt 1%. mbl.is/Rax

Búast má við minnkandi stofni grálúðu og nemur ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar 26.650 tonnum sem er 13% aukning frá fyrra ári. Um er að ræða deilistofn og veiða Íslendingar 56,4% af útgefnu aflamarki samkvæmt samkomulagi við Grænlendinga.

Ekki eru góðar horfur hvað gullkarfann varðar og eru það árgangarnir 2000 til 2005 sem halda uppi veiðum. Árgangarnir sem fylgja eru heldur lélegir og leggur Hafrannsóknastofnun til að ekki verði veitt meira af tegundinni en sem nemur 31.855 tonnum sem er 17% minna en ráðlagt var fyrir yfirstandandi veiðiár. Íslendingar veiða 90% af útgefnu aflamarki í þessum stofni, en Grænlendingar 10%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »