Ný Hafbjörg hefur margt umfram þá eldri

Nýja Hafbjörg siglir á fullri ferð inn Norðfjörð í gær.
Nýja Hafbjörg siglir á fullri ferð inn Norðfjörð í gær. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Nýjasta björgunarskip Norðfirðinga, Hafbjörg, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Neskaupstað í gærmorgun, en formleg móttaka skipsins verður á morgun á sjálfan Þjóðhátíðardaginn og verður skipið til sýnis.

Fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar að skipið hafi verið keypt frá Svíþjóð en þar bar það nafnið Elsa Johansson og var gert út af sænsku björgunarsamtökunum SSRS. Þá þykir skipið hentugt fyrir þær aðstæður sem skip og áhöfn þarf að sinna hér á landi.

Skipið var smíðað árið 1997 og er sambærilegt núverandi björgunarskipi að stærð með mestu lengd 16,14 metra og 5,14 metra breidd. Þá voru gerðar nauðsynlegar lagfæringar og endurbætur í skipasmíðastöð framleiðandans í Svíþjóð og er ætlunin að bæta við tækjum og búnaði til þess að skipið verði sem best búið til leitar- og björgunarstarfa við Íslandsstrendur.

Hafbjörg eldri.
Hafbjörg eldri. Ljósmynd/Arnbjörn Eiríksson

Nýja Hafbjörg mun hafa margt umfram þá eldri og má nefna aukið farsvið, aukinn ganghraða, sjö tonna togkraft með sleppikrók, skiptiskrúfur á móti föstum skrúfum, verulega aukna stjórnhæfni, vel útbúin til slökkvistarfa með varnarvatnsúðakerfi, öflugar lausar dælur og mikla sjóhæfni.

Uppfæra á meðan beðið er nýsmíða

„Björgunarbátasjóður Austurlands hefur frá árinu 1996 rekið björgunarskip með staðsetningu í Norðfjarðarhöfn. Fyrsta skipið var hollenskt björgunarskip sem keypt var notað frá Hollandi árið 1996 og síðar var því skipi skipt út fyrir núverandi Hafbjörgu sem er smíðuð 1985 og var keypt frá bresku sjóbjörgunarsamtökunum árið 2004,“ segir í færslunni.

Landsbjörg hefur efnt til endurnýjun björgunarskipaflota landsins en Björgunarbátasjóður Austurlands telur það muni taka þó nokkurn tíma að fá nýsmíði afhent og hefur því ákveðið að uppfæra flota sinn.

Gert er ráð fyrir að heildarkostnaðurinn nemi um 50 til 60 milljónir króna og greiðir sjóðurinn og Landsbjörg megnið af þeirri upphæð en leitað hefur verið styrktaraðila til að aðstoða við fjármögnunina og hafa þegar Síldarvinnslan, Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, Eskja, Loðnuvinnslan, Fjarðabyggðarhafnir, Einhamar og Hampiðjan lagt verkefninu lið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »