Hugmyndin virkaði eins og vonir stóðu til

Þór Sigfússon, formaður Íslenska sjávarklasans, kveðst ánægður með árangurinn af …
Þór Sigfússon, formaður Íslenska sjávarklasans, kveðst ánægður með árangurinn af klasastarfinu síðastliðinn áratug. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi verðmætra fyr­ir­tækja hef­ur orðið til inn­an Sjáv­ar­klas­ans eða í tengsl­um við hann. Þór Sig­fús­son seg­ir sókn­ar­færi framtíðar­inn­ar m.a. á sviði nýrra orku­gjafa, þara- og smáþör­unga­rækt­ar og sölu á ráðgjöf til annarra landa.

Hinn 24. maí síðastliðinn var haldið upp á 10 ára af­mæli Sjáv­ar­klas­ans. Allt frá stofn­un hef­ur Sjáv­ar­klas­inn iðað af lífi og verið miðpunkt­ur ný­sköp­un­ar í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi. Ófá sprota­fyr­ir­tæki sem stígu sín fyrstu skref í Húsi Sjáv­ar­klas­ans úti á Grandag­arði eru í dag orðin stönd­ug og verðmæt fé­lög með viðskipta­vini um all­an heim.

Þór, stofn­andi Sjáv­ar­klas­ans, er að von­um ánægður með ár­ang­ur­inn: „Þegar við byrjuðum hafði ég enga hug­mynd um hvar við mynd­um vera stödd að tíu árum liðnum, en ég var hins veg­ar sann­færður um að mikl­ir mögu­leik­ar væru til staðar í haf­tengdri ný­sköp­un,“ seg­ir hann.

Það er til marks um áhrif Sjáv­ar­klas­ans að þegar verk­efnið var sett á lagg­irn­ar mátti finna á Íslandi um 60 sprota­fyr­ir­tæki tengd bláa hag­kerf­inu. Í dag eru þau um 150 tals­ins og þau sem ekki hafa bein­lín­is orðið til úti á Grandag­arði hafa haft ein­hverja teng­ingu við Sjáv­ar­klas­ann. „Við reynd­um að reikna hversu miklu fjár­magni fé­lög­un­um í Húsi Sjáv­ar­klas­ans hef­ur tek­ist að afla sér og við hætt­um að telja þegar við vor­um kom­in upp í fimm millj­arða,“ seg­ir Þór. „Þá sýndi könn­un sem við gerðum að mik­il sam­vinna hef­ur átt sér stað í Húsi Sjáv­ar­klas­ans og að sjö af hverj­um 10 frum­kvöðlafyr­ir­tækj­um sem hafa haft hér starf­semi í skemmri eða lengri tíma áttu í sam­starfi við a.m.k. eitt annað fyr­ir­tæki í hús­inu. Er þetta skýr vís­bend­ing um að hug­mynd­in að baki klas­an­um virk­ar eins og von­ast var til.“

Þór bæt­ir við að sprot­arn­ir sem hafa tekið þátt í starfi Sjáv­ar­klas­ans hafi reynst óvenjuþraut­seig­ir. „Það hlut­fall sprota­verk­efna sem kom­ist hef­ur á legg er tölu­vert hærra en í mörg­um öðrum geir­um og skýrist vænt­an­lega af því að þau snú­ast um rekst­ur í raun­hag­kerf­inu frek­ar en t.d. stars­femi í sýnd­ar­heim­um. Það virðist minni hætta á að sprota­fyr­ir­tæki lifi ekki af ef þau vinna að verðmæta­sköp­un tengdri haf­inu.“

Í húsi Sjávarklasans við Granda í Reykjavík hafa fleiri nýsköpunarfyrirtæki …
Í húsi Sjáv­ar­klas­ans við Granda í Reykja­vík hafa fleiri ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki aðset­ur. mbl.is/Ó​feig­ur

Sjáv­ar­klas­ar spretta upp

Vel­gengni Íslenska sjáv­ar­klas­ans hef­ur vakið at­hygli á heimsvísu og orðið öðrum inn­blást­ur til að setja sams kon­ar sprota- og ný­sköp­un­ar­set­ur á lagg­irn­ar. „Í dag erum við með fimm syst­ur­klasa í Banda­ríkj­un­um. Þá hafa Fær­ey­ing­ar líka sett sjáv­ar­klasa á lagg­irn­ar, og einnig er hægt að finna nýja sjáv­ar­klasa víðs veg­ar í Suður-Am­er­íku, í Kan­ada og á eyj­um í Kyrra­haf­inu sem við höf­um tengst og aðstoðað. Útbreiðsla sjáv­ar­kla­samód­els­ins er rétt að byrja og við finn­um fyr­ir gríðarleg­um áhuga á þeim aðferðum sem við höf­um beitt,“ seg­ir Þór.

Sjáv­ar­klas­inn hóf fyr­ir um átta árum að kynna Ísland sem það land sem nýt­ir meiri hliðar­af­urðir en nokk­urt annað sam­an­b­urðar­tækt land. Klas­inn nefndi þetta átak „100% landið“ sem vísaði í að mörg ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki stefna að fullri nýt­ingu alls þess afla sem kem­ur á land. „Þetta hef­ur vakið mikla at­hygli“, seg­ir Þór. „Við erum núna að veita ráðgjöf bæði í Banda­ríkj­un­um og á Kyrra­hafs­eyj­un­um varðandi full­nýt­ingu og nýt­um okk­ur þá öfl­ugt net sam­starfs­fyr­ir­tækja á borð við Matís og tæknifyr­ir­tæk­in hér heima í því sam­bandi.“

Í nýrri grein­ingu Sjáv­ar­klas­ans um vinnslu hliðar­af­urða hér­lend­is kom í ljós að á ár­un­um 2012-2019 jókst velta fyr­ir­tækja, sem aðallega vinna með hliðar­af­urðir af ýmsu tagi, um 32%. „Við höf­um náð upp­lýs­ing­um frá bróðurparti þess­ara fyr­ir­tækja en enn er verk að vinna að ná öll­um töl­um í hús. Við erum ánægð að sjá þenn­an vöxt í fram­leiðslu á vör­um hér heima sem víðast hvar í heim­in­um eru nýtt­ar sem land­fyll­ing eða hent í sjó­inn,“ seg­ir Þór.

Verðmæt­ari en fisk­flök­in

Ljóst er að ís­lenska hag­kerfið á mikið að þakka verðmæta­sköp­un ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja í bláa hag­kerf­inu, og einnig er það víst að ballið er rétt að byrja. Þór seg­ir vel­gengni sjáv­ar­út­vegs­ins ekki síst koma til af því að ný­sköp­un hef­ur spilað stór­an þátt í viðskipt­um og rót­grón­ari fyr­ir­tæk­in í gein­inni lagt sig fram við að fjár­festa í og styðja við bakið á sprot­un­um: „Það er ekki sjálf­gefið hvernig þær lausn­ir, hug­vit og fyr­ir­tæki sem orðið hafa til hafa hald­ist hér á landi frek­ar en að vera seld­ar til annarra landa. Allt of oft eru það ör­lög ís­lenskra ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja að hverfa út í heim,“ seg­ir Þór. „Við verðum að reyna að halda sem mest í að höfuðstöðvar þess­ara fyr­ir­tækja verði hér­lend­is þótt við sækj­um fjár­festa og þekk­ingu til annarra landa.“

Ef fram held­ur sem horf­ir mun það ger­ast einn góðan veður­dag að meiri verðmæta­sköp­un verður hjá ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­un­um en hjá hefðbundnu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um: að út­flutn­ings­verðmæti kröft­ugra ensíma, full­kom­ins vinnslu­búnaðar, fæðubót­ar­efna og lækn­inga­vara úr fiskaf­urðum verður meira en út­flutn­ings­verðmæti fisks­ins sem seld­ur er til stór­markaða og veit­ingastaða: „Nátt­úru­leg­um, hrein­um og sjálf­bær­um upp­sprett­um pró­tíns hef­ur ekki fjölgað en með ný­sköp­un­inni tekst að gera þessa auðlind æ verðmæt­ari. Er t.d. lyfja­geir­inn og all­ur heilsu­geir­inn að átta sig æ bet­ur á því hve áhuga­verðir mögu­leik­ar eru inn­an seil­ing­ar.“

Erum rétt að byrja

Aðspurður um tæki­færi og áskor­an­ir næstu tíu ára seg­ir Þór að hann reikni með að sjálf­bærni og um­hverf­isáhrif verði mál mál­anna í sjáv­ar­út­veg­in­um. Á Íslandi og öðrum lönd­um muni grein­in kepp­ast við að lág­marka kol­efn­is­spor sjáv­ar­af­urða, nýta nýja orku­gjafa og gera veiðarfæri um­hverf­i­s­vænni. „Ég vil að Ísland verði líka í for­ystu á heimsvísu í full­vinslu á eld­is­fiski en sú afurð er í dag að lang­mestu leyti seld óunn­in úr landi. Við erum líka rétt að byrja að nýta skóg hafs­ins, þótt við séum þegar með fleiri frum­kvöðlafyr­ir­tæki á sviði þara- og smáþör­unga­rækt­un­ar en nokk­ur önn­ur af þeim lönd­um sem við ber­um okk­ur sam­an við,“ seg­ir Þór. „Síðast en ekki síst tel ég mik­il tæki­færi í sölu á ís­lenskri þekk­ingu og ráðgjöf til annarra landa.“

Myndi hjálpa ef út­gerðir væru stærri

Til að greiða leiðina fyr­ir vöxt og ný­sköp­un seg­ir Þór að ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki þurfi að halda áfram að stækka og verða enn öfl­ugri. Eins og les­end­ur vita eru stærð fyr­ir­tækja í grein­inni sett­ar ákveðnar skorður með regl­um sem setja þak á kvóta­eign fé­laga. „Ein leið í kring­um þá reglu gæti verið að leyfa sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um sem eru al­menn­ings­hluta­fé­lög að eiga stærra hlut­fall af kvót­an­um,“ seg­ir Þór.

„Stærri rekstr­arein­ing­ar eru bet­ur í stakk bún­ar til að sækja á er­lenda markaði og skapa meiri verðmæti úr þeirri þekk­ingu og markaðstengsl­um sem þegar eru fyr­ir hendi. Við þetta myndi grunnstoðin styrkj­ast og mögu­leik­ar ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­anna um leið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »