Kristján fylgir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fylgja …
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fylgja ráðgjöf vegna aflamarks næsta fiskveiðiárs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fylgja ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla fyrir næsta fiskveiðiár. Felur það meðal annars í sér 13% lækkun aflamarks þorsks og er gert ráð fyrir miklum samdrætti í útflutningstekjum vegna þessa.

Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár hefur verið gefin út. „Reglugerðin fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Ráðgjöf stofnunarinnar byggir á því að nýta stofna miðað við hámarksafrakstur að teknu tilliti til vistkerfis- og varúðarnálgunar.“

Draga frá átta þúsund tonn af ýsu

Þá segir að aflamark úr ýsu verður lækkað um 8.000 tonn umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar þar sem þessum tonnum var bætt við núverandi fiskveiðiár á kostnað þess næsta, auk þess sem dreginn er frá afli sem ætlaður er erlendum ríkjum í samræmi við samninga. Heildarafli í ýsu verður því 41.229 tonn en ekki 50.429 tonn.

„Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa og er heildarafli ákveðinn 77.381 tonn. Viðsnúningur virðist vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar og hækkar því ráðgjöf Hafró um 104% og er heildarafli 72.239 tonn,“ segir í tilkynningunni.

Mun minna verður veitt af þorski.
Mun minna verður veitt af þorski. mbl.is/Hari

Kristján Þór segir í tilkynningunni að það séu vonbrigði að þurfa að grípa til skerðinga, „en ástæðan er meðal annars sú að tveir árgangur innan viðmiðunarstofnsins eru litlir. Við þær aðstæður kemur hins vegar ekki til greina að falla í þá freistni að láta skammtímasjónarmið ráða för og fara gegn hinni vísindalegu ráðgjöf með tilheyrandi óvissu um meðal annars vottanir sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskan sjávarútveg.“

Þó er „ástæða til bjartsýni til lengri tíma litið“ segir ráðherra sem bendir á að árgangarnir 2019 og 2020 í þorskstofninum séu yfir meðaltali. „Sú staða er merki upp þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu þorskstofnsins og annarra helstu nytjastofna á undanförnum árum og er bein afleiðing þess að okkur Íslendingum hefur auðnast að stunda sjálfbærar veiðar með því að byggja ákvörðun um leyfilegan heildarafla á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar.“

Endurmat

Hafrannsóknastofnun upplýsti fyrir skömmu er tilkynnt var um ráðgjöf stofnunarinnar að stærð þorskstofnsins hefur verið ofmetinn og veiðihlutfall því vanmetið á undanförnum árum auk þess sem nýliðun hefur verið ofmetin á síðustu árum. Var því lagt til að lækka aflamarkið, en lækkunin hefði verið meiri ef ekki væri fyrir aflareglu og bendir því flest til að ekki megi búast við hækkun þarnæsta fiskveiðiár.

Fyrirtæki í sjávarútvegi gera nú ráð fyrir tekjusamdrætti og að þetta „ástand“ vari í tvö til þrjú ár. Heildartapið getur numið um 12 milljarða króna og má gera ráð fyrir að útgerðarfyrirtæki grípi til aðgerða til að mæta samdrættinum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »