Aðferðir Hafrannsóknastofnunar sagðar ótrúverðugar

Landssamband smábátaeigenda segir aðferðir Hafrannsóknastofnunar „ótrúverðugar“ og leggur til að …
Landssamband smábátaeigenda segir aðferðir Hafrannsóknastofnunar „ótrúverðugar“ og leggur til að aflamark í þorski verði 35 þúsund tonn umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár. Ljósmynd/Kristinn Benediktsson

Landssamband smábátaeigenda segir mat Hafrannsóknastofnunar á stærð þorskstofnsins „ótrúverðugt“ og hafa fulltrúar sambandsins hvatt Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til að gefa út að leyfilegur hámarksafli þorsks fiskveiðiárið 2021/2022 verði 35 þúsund tonn umfram þann afla sem Hafrannsóknastofnun ráðleggur.

Hafrannsóknastofnun gaf um miðjan júní út ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár og nam ráðlagður hámarksafli 222.373 tonnum af þorski. Með breyttum aðferðum kom í ljós að þorskstofninn væri mun verr haldinn en áður var talið og minnkaði hann skyndilega um 22%.

Í kjölfarið lýsti Örn Pálsson, framkvæmdastjóri sambandsins, vonbrigðum með ráðgjöfina og sagði Arthur Bogason, formaður sambandsins, að það hljóti að vera „eitthvað stórkostlegt að“ með tilliti til þeirra aðferða sem Hafrannsóknastofnun beitir. Sóttu þeir Örn og Arthur fund með ráðherra málaflokksins í síðustu viku og kynntu fyrir honum tillögu sína að 257 þúsund tonna hámarksafla í þorski.

„Á grundvelli tuga prósenta ofmats Hafrannsóknastofnunar á veiði- og hrygningarstofni og nýliðun ákvað LS að leggja til við ráðherra að hreyfa ekki við aflamarki í þorski. Úrvinnsla og mat Hafrannsóknastofnunar væri ótrúverðugt og því ekki ástæða til að stökkva á það fyrr en að fenginni ítarlegri skoðun óvilhallra sérfræðinga, sjó- og vísindamanna,“ segir í tilkynningu á vef Landssambandsins.

Í tilkynningunni er vakin athygli á því að hrygningarstofninum var 2019 spáð að yrði 629 þúsund tonn 2020 en mælingar tveimur árum síðar hafi sýnt hann vera 385 þúsund tonn.

Hrygningastofn þorsks.
Hrygningastofn þorsks. Mynd/Landssamband smábátaeigenda
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.7.24 409,00 kr/kg
Þorskur, slægður 2.7.24 485,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.7.24 415,58 kr/kg
Ýsa, slægð 2.7.24 435,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.7.24 161,52 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.24 199,56 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 2.7.24 320,63 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 867 kg
Ufsi 15 kg
Ýsa 5 kg
Karfi 3 kg
Samtals 890 kg
2.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 306 kg
Samtals 306 kg
2.7.24 Emilía AK 57 Handfæri
Þorskur 626 kg
Ufsi 4 kg
Ýsa 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 633 kg
2.7.24 Fagra Fríða AK 44 Handfæri
Þorskur 213 kg
Samtals 213 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.7.24 409,00 kr/kg
Þorskur, slægður 2.7.24 485,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.7.24 415,58 kr/kg
Ýsa, slægð 2.7.24 435,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.7.24 161,52 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.24 199,56 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 2.7.24 320,63 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 867 kg
Ufsi 15 kg
Ýsa 5 kg
Karfi 3 kg
Samtals 890 kg
2.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 306 kg
Samtals 306 kg
2.7.24 Emilía AK 57 Handfæri
Þorskur 626 kg
Ufsi 4 kg
Ýsa 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 633 kg
2.7.24 Fagra Fríða AK 44 Handfæri
Þorskur 213 kg
Samtals 213 kg

Skoða allar landanir »