Fiskeldi hafi neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna

Fyrirhugaðar sjókvíar í Stöðvarfirði eru sagðar breyta „yfirbragði og ásýnd …
Fyrirhugaðar sjókvíar í Stöðvarfirði eru sagðar breyta „yfirbragði og ásýnd fjarða og ímynd þeirra um lítt snortna eða ósnortna náttúru,“ í áliti Skipulagsstofnunar. Myndin er af sjókvíum í Berufirði. mbl.is

Ekki er víst að Fiskeldi Austfjarða hf. geti framleitt 7.000 tonn af laxi í sjókvíum í Stöðvarfirði sem fyrirtækið hefur áform um. Þetta kemur fram í áliti Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðs eldis. Stofnunin vísar til þess að rekstrarleyfi miða við hámarkslífmassa í sjó og vekur athygli á að ráðlagður hámarkslífmassi í firðinum er 7.000 tonn.

Fyrirhugað fiskeldi er talið geta haft neikvæð áhrif á upplifun ferðmanna þar sem sjókvíar breyta „almennt yfirbragði og ásýnd fjarða og ímynd þeirra um lítt snortna eða ósnortna náttúru,“ að mati Skipulagsstofnunar.

„Þegar horft er frá strönd ber eldismannvirkin við hafflötinn og frá því sjónarhorni munu þau líklega vera minna áberandi, nema þar sem eldiskvíar eru skammt undan landi. Hins vegar er ljóst að eldismannvirki verða áberandi þar sem horft er yfir hafflötinn ofar úr landi næst eldissvæðum. Eldissvæðið liggur í nágrenni við þjóðveg 1, þéttbýli, gönguleiðir og ferðamannastaði. Það má því gera ráð fyrir að fjöldi fólks verði fyrir áhrifum. Sjónræn áhrif eru metin talsvert neikvæð en að fullu afturkræf ef eldi verður hætt,“ segir í áliti stofnunarinnar.

Neikvæð samlegðaráhrif

Fram kemur í álitinu að „helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðs eldis Fiskeldis Austfjarða í Stöðvarfirði felist í aukinni hættu á að laxalús berist í villta laxfiska, áhrifum á botndýralíf, eðlisþætti sjávar og ásýnd“. Þá er talið að sjókvíaeldið muni hafa „neikvæð samlegðaráhrif með öðru eldi á Austfjörðum“ með tilliti til fyrrnefndra þátta.

„Skipulagsstofnun telur að áhrif á súrefnisstyrk geti orðið neikvæð á staðbundnu svæði undir eldiskvíum og að styrkur uppleystra næringarefna sjávar geti aukist á stærra svæði út frá eldiskvíum. Með hvíld eldissvæða og tilfærslu eldiskvía frá einni eldislotu til annarrar er líklegt að áhrifin verði afturkræf,“ segir í álitinu.

Þá þurfi að liggja fyrir áætlun um vöktun á súrefnisstyrk við botn og styrk næringarefna í sjó áður en gefið er út rekstrarleyfi fyrir fyrirhugað eldi.

Úrgangur hafi talsverð áhrif

Áhrif á botndýralíf vegna uppsafnaðs úrgangs undir og nálægt kvíunum telur Skipulagsstofnun verða talsvert neikvæð. Þá sé „mikilvægt að hvíld svæða og tilhögun eldis verði stýrt af raunástandi botndýralífs“. Leggur stofnunin til að skilyrði verði í rekstrarleyfi sem fela í sér viðmið um ástand botndýralífs og ástand fjöru í grennd við eldissvæðin auk þess sem tilgreindar verða mótvægisaðgerðir „reynist ástand ekki ásættanlegt“.

Jafnframt eigi ekki að vera „hægt að hefja eldi á ný fyrr en hafsbotn og botndýralíf á svæðinu hefur náð ásættanlegu ástandi samkvæmt viðmiðum Umhverfisstofnunar. Leiði vöktun í ljós að ástand botns vegna yfirstandandi eldis sé ekki ásættanlegt skal draga úr framleiðslu á viðkomandi svæði eða lengja hvíldartíma.“

Stöðvarfjörður.
Stöðvarfjörður. mbl.is/Golli

Óvissa um laxalús

„Fiskistofnum Stöðvarár geti stafað hætta af laxalús frá eldinu, bæði vegna nálægðar við eldið og smæðar fiskistofna árinnar,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar sem telur „óvissu til staðar um áhrif laxalúsar á villta laxfiska, m.a. vegna skorts á þekkingu á líffræði laxalúsar og gönguleiðum villtra laxfiska í Stöðvarfirði“.

Hins vegar er þess getið að ekki hefur til þessa greinst laxalús í fiskeldi á Austfjörðum þrátt fyrir að hún haldi til í sjónum umhverfis Ísland. „Líklega má rekja það til lágs sjávarhita, en bent hefur verið á að skilyrði í sjónum þurfa ekki að breytast mikið til þess að lúsin nái sér á strik. Gera má ráð fyrir að laxfiskar verði fyrir auknu álagi af völdum laxalúsar ef upp kemur lúsafaraldur í fiskeldi í Stöðvarfirði. Umfang og áhrif smits munu ráðast af umhverfisskilyrðum, tímasetningu og virkni mótvægisaðgerða.“

Vegna þessa leggur Skipulagsstofnun til að rekstrarleyfi verði háð skilyrðum um vöktun vegna laxalúsar.

Óveruleg áhrif á erfðablöndun

Þá telur Skipulagsstofnun ekki unnt að ala frjóan lax í Stöðvarfirði. Vísar stofnunin til þess að notkun frjós lax í fiskeldi er háð takmörkunum sem Hafrannsóknastofnun setur. „Með vísan til áhættumats Hafrannsóknastofnunar telur Skipulagsstofnun að eldi á frjóum laxi geti haft allt að verulega neikvæð áhrif á villta laxastofna m.t.t. erfðablöndunar,“ segir í álitinu.

Fiskeldi Austfjarða hf. kveðst ætla að nota ófrjóan lax á meðan áhættumat leyfir ekki annað. Telur stofnunin ófrjóan lax hafa óveruleg áhrif á erfðablöndun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.466 kg
Þorskur 2.322 kg
Keila 13 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 5.821 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.466 kg
Þorskur 2.322 kg
Keila 13 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 5.821 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg

Skoða allar landanir »