„Getum ekki einu sinni legið á ferjubryggjunni“

Guðlaugur Óli Þorláksson, útgerðarmaður í Grímsey, hefur eitt og annað …
Guðlaugur Óli Þorláksson, útgerðarmaður í Grímsey, hefur eitt og annað að segja um hvernig fiskveiðum er stjórnað. mbl.is/Sigurður Bogi

Guðlaugur Óli Þorláksson gerir út bátinn sinn frá Grímsey og landar ýmist þar, á Dalvík, Húsavík eða einhvers staðar á norðursvæðinu.

Engin fiskvinnsla er starfrækt núna í Grímsey en að sögn Guðlaugs hefur enginn fiskur verið unninn þar í eitt eða tvö ár. Guðlaugur landar því sínum afla á markað þegar hann landar í Grímsey. „Þetta er aðallega löndunarhöfn og ferjan tekur þetta í land eða við siglum með það sjálfir til Dalvíkur,“ segir Guðlaugur.

Hafborg EA-152 er stálskip smíðað árið 2016 í Póllandi og …
Hafborg EA-152 er stálskip smíðað árið 2016 í Póllandi og innréttað í Danmörku. Skipið kom til sjós í janúar 2017 og er með heimahöfn í Grímsey. Ljósmynd/Aðsend

Guðlaugur á stálbátinn Hafborg EA-152. „Þetta er 26 metra bátur, skrokkurinn er smíðaður í Póllandi árið 2016 og innréttaður í Danmörku. Hann kom á sjó í janúar árið 2017. Ég get verið með 50 tonn í körum í honum,“ segir Guðlaugur. Hann segir toppaðstöðu vera um borð.

„Við erum með krapavél um borð og getum kælt rosalega vel. Við erum líka með mjög góða aðstöðu bæði til slægingar og frágangs á fiskinum og að þvo hann.“ Báturinn er með heimahöfn í Grímsey.

Fimm til sjö eru í áhöfn á Hafborginni, eftir því hvort róið er á netum eða dragnót. „Við erum stundum vestur í Grundarfirði á netum á veturna, þá höfum við verið sex og sjö, svo erum við fimm eða sex á sumrin á dragnótinni. Þá höfum við líka verið á netum að veiða ufsa hérna á veturna og vorin inn á milli, svona uppfylling,“ segir Guðlaugur.

Guðlaugur gerir ýmist út á dragnót eða net. Hann segir …
Guðlaugur gerir ýmist út á dragnót eða net. Hann segir breytingarnar á miðunum fyrir norðan gríðarlegar frá því hann fór fyrst á sjó. Ljósmynd/Aðsend

Guðlaugur segist fara á net og snurvoð til skiptis þessa dagana enda ekki lengur bannað að gera út með fleira en eitt veiðarfæri um borð í einu.

Hvernig gengur þér að gera út frá Grímsey?

„Það væri allt í lagi að gera út frá Grímsey ef höfnin væri þannig að maður hefði einhverja aðstöðu til að vera þar.“

„Hún er orðin þannig, blessuð höfnin, að við getum ekki einu sinni legið á ferjubryggjunni fyrir grjóti í höfninni. Svo getum við ekki snúið við í litlu ytri höfninni því það eru svo miklar grynningar orðnar inni í henni undanfarin ár. Við þurfum alltaf að bakka upp með hafnargarðinum.“

Hann segir að dýpkunar hafi verið þörf lengi í höfninni í Grímsey.

Minni staðir gleymist í sameiningum

„Það eru allir að tala um endalausar sameiningar á sveitarfélögum en Grímsey var komin í þá stöðu að það var ekkert annað í myndinni en að sameinast. En það er svo oft með þessi litlu sveitarfélög að þegar þau sameinast stærri sveitarfélögum þá verða svo margir hlutir út undan, þó að hér sé verið að gera ýmislegt.“

Hver er staðan á útgerð í eynni?

„Hér fækkar bátum og enn er verið að selja kvóta úr plássinu. Þetta er að verða eini báturinn á staðnum með einhvern kvóta. Það hefur verið töluvert að gera undanfarin sumur í strandveiðum og svo hafa bátar verið á grásleppu. Svo eru tveir aðrir bátar sem gera út á net og dragnót.“

Guðlaugur segir bátana meira eða minna mannaða sjómönnum frá Akureyri. „Það eru nokkrir sem búa hérna á staðnum en þeir eru ekki margir,“ segir hann.

Grímsey.
Grímsey. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Hann er ekki mikill aðdáandi aðferðafræði fiskveiðistjórnunar á Íslandi og kallar eftir því að stofnstærðarfræðingar fari víðar og meti með fleiri aðferðum. „Það sem er að ganga af okkur dauðum með þessa útgerð er þessi endalausi niðurskurður á aflaheimildum. Þessar litlu útgerðir þola þetta ekki.“

Vill sérfræðinga inn í nútímann

Guðlaugur segir fiskveiðistjórnun á Íslandi arfavitlausa og kallar eftir að sérfræðingar hjá Hafrannsóknastofnun mæti í tuttugustu öldina í það minnsta; „ég færi ekki einu sinni fram á að þeir komi lengra“, segir Guðlaugur.

Hvaða breytingar sérð þú á stofninum undanfarin ár?

„Það er miklu meira af stórum þorski hérna núna en þegar til dæmis ég var að alast upp. Ég er búinn að róa frá Grímsey frá því ég var sjö eða átta ára,“ segir Guðlaugur og heldur áfram að benda á þær miklu breytingar sem hafa orðið á miðunum fyrir norðan land síðustu ár og áratugi.

Ýsa, ufsi og langlúra

„Ég get tekið lítið dæmi um breytinguna sem hefur orðið; maður var kominn upp undir þrítugt þegar hægt var að fara að veiða eina og eina ýsu hérna fyrir norðan. Undanfarið höfum við verið að flýja endalaust undan ýsu á dragnótinni með ærnum tilkostnaði að reyna að komast í eitthvað annað en ýsu því að hún er úti um allt,“ útskýrir Guðlaugur.

„Fyrstu árin sem við vorum á dragnót fengum við ekki eina einustu langlúru. Núna getum við verið að veiða 20 til 30 tonn af langlúru leikandi á haustin.“

Kolbeinsey.
Kolbeinsey. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Ég er búinn að róa í örugglega þrjátíu ár fram að Kolbeinsey og þá fékkstu ekki einn einasta ufsa norðan við stóra grunnið eða Gróeshólinn sem er um 15 mílur norður af Grímsey. Stóra grunnið er 30 mílur norður af Grímsey og Kolbeinsey svo 40 mílur norður af Grímsey. Á þessu svæði var ekki til neitt sem hét ufsi. Í dag, á góðum degi við Kolbeinsey, getur þú talið fimmtán til tuttugu torfur af ufsa allt í kringum hólinn.“

Guðlaugur skorar á starfsmenn sem vinna við stofnstærðarmat að koma norður. „Ég hef ekki trú á því að einn einasti fiskifræðingur hafi komið þarna á svæðið að skoða. Þeir vita ekki hvað þetta er.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.1.25 637,48 kr/kg
Þorskur, slægður 2.1.25 742,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.1.25 562,18 kr/kg
Ýsa, slægð 2.1.25 212,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.1.25 220,86 kr/kg
Ufsi, slægður 2.1.25 260,01 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 2.1.25 324,94 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.1.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 447 kg
Karfi 337 kg
Þorskur 171 kg
Þykkvalúra 22 kg
Steinbítur 13 kg
Langa 8 kg
Samtals 998 kg
2.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 294 kg
Langa 181 kg
Keila 157 kg
Hlýri 81 kg
Steinbítur 65 kg
Ýsa 28 kg
Karfi 19 kg
Samtals 825 kg
2.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.168 kg
Þorskur 263 kg
Ýsa 187 kg
Steinbítur 63 kg
Þykkvalúra 17 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 1.707 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.1.25 637,48 kr/kg
Þorskur, slægður 2.1.25 742,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.1.25 562,18 kr/kg
Ýsa, slægð 2.1.25 212,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.1.25 220,86 kr/kg
Ufsi, slægður 2.1.25 260,01 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 2.1.25 324,94 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.1.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 447 kg
Karfi 337 kg
Þorskur 171 kg
Þykkvalúra 22 kg
Steinbítur 13 kg
Langa 8 kg
Samtals 998 kg
2.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 294 kg
Langa 181 kg
Keila 157 kg
Hlýri 81 kg
Steinbítur 65 kg
Ýsa 28 kg
Karfi 19 kg
Samtals 825 kg
2.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.168 kg
Þorskur 263 kg
Ýsa 187 kg
Steinbítur 63 kg
Þykkvalúra 17 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 1.707 kg

Skoða allar landanir »