Nýtt mastur fyrir siglingaljós verður í næstu viku sett upp á varðskipinu Óðni, hvar það liggur við bryggju við Grandagarð sem hluti af sýningu Sjóminjasafnsins í Reykjavík.
Gamla mastrið hefur nú verið tekið niður, ryðgað og ónýtt, og hið nýja er komið til landsins. „Við eigum eftir að ganga frá smáatriðum svo hægt sé að setja nýtt mastur í krana og hífa yfir á þilfar skipsins. Þar verður það rafsoðið við dekkið,“ segir Ingólfur Kristmundsson vélstjóri, sem er einn liðsmanna Hollvinasamtaka Óðins.
Mastrið nýja er gjöf frá Mirai-skipasmíðastöðinni í Kesennuma í Japan. Þar er skipasmiðurinn Takeyoshi Kidoura forstjóri. Gjöfin er þakklætisvottur til Íslendinga fyrir liðsinni í kjölfar mannskæðra jarðskjálfta og sjávarflóða sem skullu á ströndum í norðaustur-hluta Japans í mars árið 2011. Í eftirleik þess tóku japanskar konur á Íslandi sig til og prjónuðu ullarfatnað sem svo var sendur til bágstraddra landa þeirra í austri, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,04 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 309,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 346,05 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.062 kg |
Þorskur | 1.155 kg |
Keila | 382 kg |
Karfi | 8 kg |
Hlýri | 6 kg |
Ufsi | 4 kg |
Samtals | 4.617 kg |
11.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.070 kg |
Ýsa | 75 kg |
Langa | 68 kg |
Keila | 42 kg |
Samtals | 1.255 kg |
11.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 57 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Hlýri | 4 kg |
Keila | 2 kg |
Ýsa | 1 kg |
Samtals | 80 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,04 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 309,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 346,05 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.062 kg |
Þorskur | 1.155 kg |
Keila | 382 kg |
Karfi | 8 kg |
Hlýri | 6 kg |
Ufsi | 4 kg |
Samtals | 4.617 kg |
11.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.070 kg |
Ýsa | 75 kg |
Langa | 68 kg |
Keila | 42 kg |
Samtals | 1.255 kg |
11.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 57 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Hlýri | 4 kg |
Keila | 2 kg |
Ýsa | 1 kg |
Samtals | 80 kg |