Hátíðlegar móttökur Seiglanna

Glatt var yfir Seiglunum, áhöfn skútunnar Esju, er komið var …
Glatt var yfir Seiglunum, áhöfn skútunnar Esju, er komið var til hafnar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Seiglurnar eru komnar í höfn í Reykjavík eftir hringferð sína umhverfis Ísland á fimmtíu feta seglskútu. Hafnsögubáturinn Magni tók á móti skipinu og sprautaði vatni til að heiðra áhöfn skipsins sem var tilkomumikil sjón. 

Skútan Esja kom í höfn um klukkan hálf þrjú í dag eftir að hafa siglt síðasta legginn frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. 

Hafnsögubáturinn Magni tók á móti Seiglunum.
Hafnsögubáturinn Magni tók á móti Seiglunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framtakið hefur vakið nokkra athygli þar sem konurnar sem sigldu með skútunni hafa reglulega sagt frá ferðum sínum á Facebook-síðunni Kvennasigling

Þrjátíu og sex konur á öllum aldri tóku þátt í siglingunni en markmið verkefnisins var að virkja konur til siglinga, vekja athygli á heilbrigði hafsins og hvetja til ábyrgrar umgengni við hafið og auðlindir þess. 

„Vindur í segl er umhverfisvænsti orkugjafinn til að komast frá einum stað til annars. Það þarf kjark og úthald til að sigla við Ísland og við viljum hvetja konur til að takast á við hafið,“ segir á heimasíðu framtaksins. 

Ferðin tók um þrjár vikur og var komið við í sjö höfnum. Hægt að var að slást í för með Seiglunum staka leggi siglingarinnar en einnig var föst áhöfn um borð. 

Sigríður Ólafsdóttir var skipstjóri á Kríu. Sigríður er með alþjóðleg atvinnuréttindi fyrir skip allt að 45 metrum, vélarvarðarréttindi og með meistarapróf í umhverfis- og auðlindastjórnun þar sem hún hefur sérhæft sig í umhverfisfræðum hafs og strandsvæða.

Mun þetta vera í fyrsta sinn sem áhöfn eingöngu skipuð íslenskum konum siglir í kringum landið á skútu.

Sömuleiðis fóru bátar frá Rafnari bátasmiðju til móts við Esju til að taka á móti konunum.

Í fréttinni var fyrst sagt frá skútunni Kría, en skútan heitir Esja og hefur fréttin verið uppfærð með tilliti til þess.

Áhöfn skútunnar Esju.
Áhöfn skútunnar Esju. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Seiglurnar komu til hafnar í dag.
Seiglurnar komu til hafnar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Seglskútan Esja.
Seglskútan Esja. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Horft til Magna frá báti frá Rafnari
Horft til Magna frá báti frá Rafnari Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Seglskútan Esja og Magni að sprauta vatni í forgrunni
Seglskútan Esja og Magni að sprauta vatni í forgrunni Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Seglskútan Esja.
Seglskútan Esja. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Seglskútan Esja að koma í höfn
Seglskútan Esja að koma í höfn Ljósmynd/Håkon Broder Lund
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 583,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 377,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 583,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 377,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »