Hátíðlegar móttökur Seiglanna

Glatt var yfir Seiglunum, áhöfn skútunnar Esju, er komið var …
Glatt var yfir Seiglunum, áhöfn skútunnar Esju, er komið var til hafnar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Seiglurnar eru komnar í höfn í Reykjavík eftir hringferð sína umhverfis Ísland á fimmtíu feta seglskútu. Hafnsögubáturinn Magni tók á móti skipinu og sprautaði vatni til að heiðra áhöfn skipsins sem var tilkomumikil sjón. 

Skútan Esja kom í höfn um klukkan hálf þrjú í dag eftir að hafa siglt síðasta legginn frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. 

Hafnsögubáturinn Magni tók á móti Seiglunum.
Hafnsögubáturinn Magni tók á móti Seiglunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framtakið hefur vakið nokkra athygli þar sem konurnar sem sigldu með skútunni hafa reglulega sagt frá ferðum sínum á Facebook-síðunni Kvennasigling

Þrjátíu og sex konur á öllum aldri tóku þátt í siglingunni en markmið verkefnisins var að virkja konur til siglinga, vekja athygli á heilbrigði hafsins og hvetja til ábyrgrar umgengni við hafið og auðlindir þess. 

„Vindur í segl er umhverfisvænsti orkugjafinn til að komast frá einum stað til annars. Það þarf kjark og úthald til að sigla við Ísland og við viljum hvetja konur til að takast á við hafið,“ segir á heimasíðu framtaksins. 

Ferðin tók um þrjár vikur og var komið við í sjö höfnum. Hægt að var að slást í för með Seiglunum staka leggi siglingarinnar en einnig var föst áhöfn um borð. 

Sigríður Ólafsdóttir var skipstjóri á Kríu. Sigríður er með alþjóðleg atvinnuréttindi fyrir skip allt að 45 metrum, vélarvarðarréttindi og með meistarapróf í umhverfis- og auðlindastjórnun þar sem hún hefur sérhæft sig í umhverfisfræðum hafs og strandsvæða.

Mun þetta vera í fyrsta sinn sem áhöfn eingöngu skipuð íslenskum konum siglir í kringum landið á skútu.

Sömuleiðis fóru bátar frá Rafnari bátasmiðju til móts við Esju til að taka á móti konunum.

Í fréttinni var fyrst sagt frá skútunni Kría, en skútan heitir Esja og hefur fréttin verið uppfærð með tilliti til þess.

Áhöfn skútunnar Esju.
Áhöfn skútunnar Esju. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Seiglurnar komu til hafnar í dag.
Seiglurnar komu til hafnar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Seglskútan Esja.
Seglskútan Esja. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Horft til Magna frá báti frá Rafnari
Horft til Magna frá báti frá Rafnari Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Seglskútan Esja og Magni að sprauta vatni í forgrunni
Seglskútan Esja og Magni að sprauta vatni í forgrunni Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Seglskútan Esja.
Seglskútan Esja. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Seglskútan Esja að koma í höfn
Seglskútan Esja að koma í höfn Ljósmynd/Håkon Broder Lund
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.7.24 599,97 kr/kg
Þorskur, slægður 25.7.24 482,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.7.24 406,83 kr/kg
Ýsa, slægð 25.7.24 268,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.7.24 200,17 kr/kg
Ufsi, slægður 25.7.24 243,06 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 25.7.24 669,44 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.7.24 Simma ST 7 Handfæri
Þorskur 284 kg
Samtals 284 kg
25.7.24 Fanney EA 82 Handfæri
Þorskur 1.606 kg
Karfi 236 kg
Ufsi 7 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 1.853 kg
25.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 662 kg
Þorskur 95 kg
Keila 71 kg
Hlýri 64 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 899 kg
25.7.24 Svala Dís SI 14 Handfæri
Þorskur 2.080 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 2.135 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.7.24 599,97 kr/kg
Þorskur, slægður 25.7.24 482,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.7.24 406,83 kr/kg
Ýsa, slægð 25.7.24 268,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.7.24 200,17 kr/kg
Ufsi, slægður 25.7.24 243,06 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 25.7.24 669,44 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.7.24 Simma ST 7 Handfæri
Þorskur 284 kg
Samtals 284 kg
25.7.24 Fanney EA 82 Handfæri
Þorskur 1.606 kg
Karfi 236 kg
Ufsi 7 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 1.853 kg
25.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 662 kg
Þorskur 95 kg
Keila 71 kg
Hlýri 64 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 899 kg
25.7.24 Svala Dís SI 14 Handfæri
Þorskur 2.080 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 2.135 kg

Skoða allar landanir »