Snúin staða ef nýtt hættumat verður staðfest

Aurskriðan sem féll nærri fiskvinnslunni, þann 18. desember var gríðarstór …
Aurskriðan sem féll nærri fiskvinnslunni, þann 18. desember var gríðarstór og olli mikilli eyðileggingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í fyrsta lagi hefur nýtt áhættumat ekki verið staðfest,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar í samtali við 200 mílur um hættumat fyrir ofanflóð á Seyðisfirði.

„En það segir sig sjálft að það er ekki boðlegt að vera með atvinnustarfsemi innan hættusvæðis.“

Fiskvinnsla og mjölbræðsla Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði standa utarlega í sunnanverðum firðinum, þar sem stóra aurskriðan féll á Seyðisfirði í desember, olli mikilli eyðileggingu í bænum og ógnaði lífum fólks.

Endurskoðun hættumats breytir ýmsu

Í kjölfar aurskriðanna var hafist handa við að vinna uppfært hættumat vegna ofanflóða fyrir Seyðisfjörð. Tvö minnisblöð hafa verið rituð og skilað til ráðherra þar sem hættan í sunnanverðum firðinum, á milli Búðarár og Stöðvarlækjanna annars vegar og nýtt bráðabirgðahættumat á áhrifasvæði skriðunnar stóru sem féll þann 18. desember, frá Múla út fyrir Stövarlæk, hins vegar er endurmetin.

Fyrir það hafði nýtt og útvíkkað hættumat verið unnið árið 2019 og staðfest af umhverfis- og auðlindaráðherra í mars árið 2020.

Bolfiskur er unninn í fiskvinnslunni á Seyðisfirði allan ársins hring.
Bolfiskur er unninn í fiskvinnslunni á Seyðisfirði allan ársins hring. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ef endurskoðað hættumat verður staðfest, þar sem starfsemi Síldarvinnslunnar er innan hættusvæðis, hverjir eru þá möguleikarnir í stöðunni?

„Það er of snemmt að segja til um það. Það er alveg ljóst að það virðist ekki vera möguleiki að horfa til framtíðar á þessu svæði þar sem vinnslan er núna. Einnig er ljóst að verði hættumatið staðfest verður bæði bræðslan og fiskvinnslan á C-svæði.“

Hann segir að stjórnvöld verði að fara vel yfir hvernig þau hyggjast bregðast við ástandinu og hver aðkoma þeirra verður að uppbyggingu atvinnusvæðis á Seyðisfirði eftir skriðurnar.

„Þetta er bara mjög snúin staða,“ segir Gunnþór.

Svokallað C-svæði er þriðja og hæsta hættustig ofanflóða samkvæmt reglugerð um hættumat vegna ofanflóða.

Á C-svæði er ekki heimilt að reisa húsnæði til búsetu eða vinnu kalli það á viðveru fólks, né breyta atvinnuhúsnæði kalli það á aukinn fjölda starfsfólks.

Stærsti vinnustaðurinn

Um fjörutíu til fimmtíu manns starfa hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði sem er langtum stærsti vinnustaðurinn.

Skuttogarinn Gullver NS-12 leggur upp hjá vinnslunni þar sem mestmegnis þorskur, ýsa, ufsi og karfi eru unnin.

Horft út um gluggann í fiskvinnslunni.
Horft út um gluggann í fiskvinnslunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síldarvinnslan keypti útgerðina Gullberg sem gerði út togarann Gullver árið 2014 ásamt húsnæði fiskvinnslunnar Brimbergs með öllum búnaði.

Ekki er uppsjávarvinnsla á Seyðisfirði svo bræðslan er eingöngu keyrð á vertíðum þar sem allur fiskur er bræddur, svo sem á kolmunna.

Húsnæði fiskvinnslunnar er gamalt og hefur gengið í gegnum miklar breytingar í gegnum tíðina.

Alls kyns hugmyndir hafa verið uppi um framkvæmdir í kringum fiskvinnsluna sem kallað hefðu á fjárfestingu og jafnvel stækkun en Gunnþór segir að ljóst sé að ekki sé tækt að huga til framtíðar á svæðinu, verði hættumat staðfest.

Ekki unnið fyrir tilviljun

Unnið var í fiskvinnslunni í desember þegar aurskriðurnar tóku að falla.

„Vinnslan var ekki metin á C-svæði á þeim tíma en hrein tilviljun, eða tilfinning, réð því að ekki var unnið í vinnslunni daginn örlagaríka sem stóra aurskriðan féll,“ segir Gunnþór. „Það segir okkur bara hvað er stutt á milli,“ bætir hann við.

„Þetta fór auðvitað bara eins vel og hægt var út frá fólki,“ segir Gunnþór. Enginn lést né slasaðist við skriðurnar í desember en altjón varð á allmörgum húsum.

Ekki varð alvarlegt tjón á fiskvinnslunni, rafmagnið fór og vinnslustopp var í nokkra daga en húsnæði, búnaður og fólk slapp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.8.24 371,14 kr/kg
Þorskur, slægður 16.8.24 409,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.8.24 219,37 kr/kg
Ýsa, slægð 16.8.24 127,97 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.8.24 108,07 kr/kg
Ufsi, slægður 16.8.24 174,96 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.8.24 201,63 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.8.24 168,40 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.8.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 683 kg
Steinbítur 410 kg
Ýsa 119 kg
Hlýri 24 kg
Keila 17 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 1.263 kg
16.8.24 Brattanes NS 123 Handfæri
Ufsi 28 kg
Karfi 7 kg
Samtals 35 kg
16.8.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 656 kg
Þorskur 205 kg
Steinbítur 108 kg
Hlýri 47 kg
Keila 20 kg
Karfi 6 kg
Langa 5 kg
Samtals 1.047 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.8.24 371,14 kr/kg
Þorskur, slægður 16.8.24 409,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.8.24 219,37 kr/kg
Ýsa, slægð 16.8.24 127,97 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.8.24 108,07 kr/kg
Ufsi, slægður 16.8.24 174,96 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.8.24 201,63 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.8.24 168,40 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.8.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 683 kg
Steinbítur 410 kg
Ýsa 119 kg
Hlýri 24 kg
Keila 17 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 1.263 kg
16.8.24 Brattanes NS 123 Handfæri
Ufsi 28 kg
Karfi 7 kg
Samtals 35 kg
16.8.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 656 kg
Þorskur 205 kg
Steinbítur 108 kg
Hlýri 47 kg
Keila 20 kg
Karfi 6 kg
Langa 5 kg
Samtals 1.047 kg

Skoða allar landanir »