Telur mikilvægt að skýrslan sé birt fyrir kosningar

Hanna Katrín Friðriksson.
Hanna Katrín Friðriksson. mbl.is/Arnþór

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, krafðist í dag svara vegna tafa á birtingu skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi, síðastliðinn áratug. Hanna Katrín telur tafirnar óeðlilegar og sendi forsætisráðherra bréf um málið fyrr í dag. 

„29 vikur eru liðnar frá því að Alþingi samþykkti einróma ósk Hönnu Katrínar um að fá þessa skýrslu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tilgangur skýrslubeiðninnar var m.a. að veita almenningi mikilvægar upplýsingar um hvernig hagnaði og arði af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar hefur verið varið,“ segir í tilkynningu frá Viðreisn um málið. 

Þar er haft eftir Hönnu Katrínu:

„Það er afar mikilvægt að þessi skýrsla verði birt fyrir komandi kosningar og ekki stungið undir stól. Þetta eru upplýsingar sem almenningur þarf, til að leggja mat á verk fyrri ríkisstjórna og stefnumál flokkanna fyrir komandi kjörtímabil.“ 

Síðan eru liðnar 19 vikur

Upplýsingarnar sem beðið var um er að finna í opinberum skrám og heimildum en telur Viðreisn það vart á færi nema sérfróðra aðila að vinna upplýsingarnar og leggja mat á þýðingu þeirra vegna mikils fjölda eignarhaldsfélaga, eignarhaldskeðja og krosseignarhalds sem dregur mjög úr gagnsæi í atvinnurekstri. 

„Samkvæmt þingsköpum hefur ráðherra 10 vikur til að standa skil á skýrslum sem Alþingi óskar eftir. Að 10 viknum liðnum óskaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti eftir því að afmarka tímabil skýrslunnar við árin 2016-2019, vegna mikils umfangs skýrslunnar. Á það var fallist. Enda taldi Hanna Katrín það mikilvægara að skýrslan yrði birt fyrir þinglok en að allt tímabilið yrði skoðað, þó það hefði gefið mun gleggri mynd af ítökum stórútgerðarinnar í íslensku samfélagi. Því samþykki fylgdi skilyrði um að vinnu yrði þaðan í frá hraðað eins og kostur væri. Síðan eru liðnar 19 vikur,“ segir í tilkynningu Viðreisnar.

Flokkurinn telur mjög alvarlegt þegar samþykktar skýrslubeiðnir Alþingis eru „virtar að vettugi eða tímamörk höfð að engu.“ Sérstaklega í ljósi þess að um sé að ræða mikilvægan hluta af eftirlitsskyldu þingsins með framkvæmdavaldinu.

„Svör forsætisráðherra munu varpa ljósi á það hvort ríkisstjórnin muni tryggja að skýrslan verði birt tímanlega fyrir kosningar eða hvort hún muni sitja á henni og hunsa með því skýran viljan Alþingis, þingsköp og stjórnarskrá,“ er haft eftir Hönnu Katrínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »